20.04.2022 09:15
Firmakeppni á morgun
Sameiginleg firmakeppni hestamannafélaganna Sindra og Kóps 2022
Verður haldin að Syðri-Fljótum á útivellinum þeirra Kristínar og Brands eða inni í reiðhöll ef að veður verður ekki til útikeppni, sumardaginn fyrsta 21.apríl nk.
Keppt verður í eftirfrarandi flokkum ef næg þátttaka fæst: Pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, flokki minna vanra knapa, meira vanra knapa, unghrossaflokki og 100 metra skeiði.
Pollaflokkur ríður frjálst eftir getu hvers og eins. Í öðrum flokkum er riðin forkeppni þar sem 3 eru inni á vellinum í einu og er riðinn frjáls gangur að lágmarki 3 hringir, hver keppandi skal þó sýna 1 hring á hægu og að lágmarki 2 gangtegundir eða hraðabreytingu á gangtegund. Eftir keppni í hringnum skal sýna 1 ferð á beinni braut. Riðin eru úrslit 5 efstu knapa eftir forkeppni, þátttakendum í öllum flokkum nema pollaflokki skal raðað í sæti. Í pollaflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.
Keppni hefst stundvíslega kl. 14:00 og léttar kaffiveitingar í boði firmanefnda beggja félaga að keppni lokinni. Skráningar berist á netfangið sudur-foss@simnet.is og hmf.kopur@gmail.com. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 19.apríl nk.
Allir eru velkomnir að koma!
Firmanefnd Sindra og Kóps