22.03.2024 11:09

Í kvöld verður fyrirlestur sem Einar frá fóðurblöndunni og Tanja Rún dýralæknir munu halda.

 

Fyrirlestur um fóðrun hrossa, hvernig meltingarfærin eru hönnuð og hvað þarf að hafa í huga þegar hross eru fóðruð, þá sérstaklega með tilliti til hrossa sem eru í þjálfun og haldið á húsi en líka um stóðhross. É

Einnig um stoðkerfi hestsins og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að uppbyggingu reiðhestsins/keppnishests/kynbótahross með það að markmiði að lágmarka líkur á meiðslum

 

Mæting er í fundaraðstöðu Skaftárhrepps og hefst þetta um 19:30 

 

Hlökkum til að sjá sem flesta

fræðslunefnd :)

Tenglar

Flettingar í dag: 392
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 295447
Samtals gestir: 49262
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 16:03:45