Færslur: 2012 Ágúst

31.08.2012 23:01

Úrslit héraðsmóts USVS í hestaíþróttum

 

Sunnudaginn 26. ágúst var haldið héraðsmót USVS í hestaíþróttum á Sindravelli við Pétursey. Mynd  Kristín Lárusdóttir á Þokka frá Efstu-Grund sigurvegarar í bæði tölti og fjórgangi. Úrslit dagsins urðu eftirfandi:   Pollaflokkur Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn 1...

Sunnudaginn 26. ágúst var haldið héraðsmót USVS í hestaíþróttum á Sindravelli við Pétursey.

Mynd  Kristín Lárusdóttir á Þokka frá Efstu-Grund sigurvegarar í bæði tölti og fjórgangi.                         

Úrslit dagsins urðu eftirfandi:

 

Pollaflokkur
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1 Björn Vignir Ingason  Þokki frá Efstu-Grund Rauður/milli- stjörnótt Sindri  
1 Sunna Lind Sigurjónsdóttir  Óðinn frá Ytri-Skógum Rauður/ljós- blesótt glófext Sindri  
Tölt – 2. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Kristín Lárusdóttir  Þokki frá Efstu-Grund Rauður/milli- stjörnótt Kópur  6,94
2  Hlynur Guðmundsson  Óðinn frá Ytri-Skógum Rauður/ljós- blesótt glófext Sindri  5,33
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Harpa Rún Jóhannsdóttir  Straumur frá Írafossi Brúnn/mó- einlitt Sindri  5,61
2  Kristín Erla Benediktsdóttir  Stirnir frá Halldórsstöðum Rauður tvístjörnóttur Neisti  5,44
3  Elín Árnadóttir  Lúkas frá Stóru-Heiði Brúnn/milli- einlitt Sindri  4,67
4  Þorsteinn Björn Einarsson  Dropi frá Ytri-Sólheimum II Rauður/milli- stjörnótt Sindri  4,56
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Svanhildur Guðbrandsdóttir  Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauður einlitt Kópur  5,17
FJóRGANGUR – 2. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Kristín Lárusdóttir  Þokki frá Efstu-Grund Rauður/milli- stjörnótt Kópur  6,70
2  Hlynur Guðmundsson  Sproti frá Ytri-Skógum Brúnn/milli- einlitt Sindri  5,13
3  Guðrún Hildur Gunnarsdóttir  Lukka frá Önundarhorni Jarpur/milli- einlitt Sindri  4,03
4  Ásta Alda Árnadóttir  Kolskeggur frá Hlíðartungu Jarpur/milli- einlitt Sindri  3,80
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Harpa Rún Jóhannsdóttir  Straumur frá Írafossi Brúnn/mó- einlitt Sindri  6,40
2  Kolbrún Sóley Magnúsdóttir  Draumadís frá Fornusöndum Rauður/milli- stjörnótt Sindri  5,30
3  Elín Árnadóttir  Dalvör frá Ey II Jarpur/milli- skjótt Sindri  4,77
4  Margeir Magnússon  Kóngur frá Fornusöndum Brúnn/milli- einlitt Sindri  4,27
5  Þuríður  Inga Gísladóttir  Zodiak frá Helluvaði   Sindri  2,03
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Svanhildur Guðbrandsdóttir  Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauður einlitt Kópur  5,17
2  Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir  Pele frá Árbæ Brúnn/milli- einlitt Sindri  1,97
FIMMGANGUR
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1  Heiðar Þór Sigurjónsson  Brenna frá Efstu-Grund Rauður/milli- einlitt Sindri  3,88
2  Þorsteinn Björn Einarsson  Dropi frá Ytri-Sólheimum II Rauður/milli- stjörnótt Sindri  3,57
SKEIð 100M (FLUGSKEIð)
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Tími
1  Hlynur Guðmundsson  Óðinn frá Ytri-Skógum Rauður/ljós- blesótt glófext Sindri 8,60
2  Hlynur Guðmundsson  Lukka frá Önundarhorni Jarpur/milli- einlitt Sindri 8,70
3  Heiðar Þór Sigurjónsson  Brenna frá Efstu-Grund Rauður/milli- einlitt Sindri  10,70
4  Kristín Erla Benediktsdóttir  Lúna frá Sólheimakoti Brúnn/milli- skjótt Sindri  11,80
           
           
           
           

 

4 efstu í tölti unglingaflokki. Frá vinstri: 1. sæti Harpa Rún Jóhannsdóttir/Straumur frá Írafossi, 2. sæti Kristín Erla Benediktsdóttir/Stirnir frá Halldórsstöðum, 3. sæti  Elín Árnadóttir/Lúkas frá Stóru-Heiði, 4. sæti  Þorsteinn Björn Einarsson/Dropi frá Ytri-Sólheimum II

Myndir: Halldóra Gylfadóttir

23.08.2012 07:15

Íþróttahátíð USVS í Vík 25.-26.ágúst

 

Íþróttahátíð USVS í Vík 25.-26.ágúst

Íþróttahátíð USVS verður haldin helgina 25.-26.ágúst í Vík. Vonumst við til að sjá sem flesta keppendur á öllum aldri. Ætlunin er að gera þetta að fjölskylduhátíð þar sem eitthvað verður í boði fyrir alla. Keppt verður í frjálsum íþróttum, hestaíþróttum, golfi, fótbolta og skemmtidagskrá verður á laugardagkvöldinu. Skráningarfrestur er fimmtudagur 23.ágúst kl.21.00.

Skráning á usvs@usvs.is

 

Dagskrá

Frjálsar íþróttir laugardagur kl.10-15 Umsjón: Umf Katla, Umf Ármann og Umf Skafti

Fótbolti laugardagur kl.15-18 Umsjón: Umf Katla og Umf Ármann

Skemmtidagskrá laugardagur kl.18-21 Umsjón: USVS

Golf sunnudagur kl.9.00 Umsjón: GKV

Hestaíþróttir sunnudagur kl.13.00 Umsjón: Sindri og Kópur

Í frjálsum íþróttum er keppt eftir reglugerðinni sem er á heimasíðu USVS. Þar koma fram greinar og aldursskiptingar.

Í hestaíþróttum verður keppt í Tölti og Fjórgangi í Barnaflokki, Tölti, Fjórgangi og Fimmgangi í Unglinga og Opnum flokki. Í lokin verður 100m Skeið í Opnum flokki.

 

09.08.2012 16:28

Lagt af stað frá Klárakoti kl. 13:00

Fyrir þá sem ætla í hestaferðina og fara með rekstrinum frá Klaustri þá verður lagt af stað kl. 13:00 frá Klárakoti á morgun, föstudag.

05.08.2012 23:12

Að ný afstöðnu Hestaþingi Kóps 28.júlí sl.

 

Að ný afstöðnu Hestaþingi Kóps 28.júlí sl.

 

Bestu þakkir til allra sem komu að mótshaldinu með einum eða öðrum hætti.

Sjálfboðaliðar sem og aðrir stóðu sig með stakri prýði.

Mótið tóks ljómandi vel, þátttaka ágæt, veðrið frábært og hestakostur góður.

 

Með kærri kveðju og von um áframhaldandi gott félagsstarf.

 

Kristín Ásgeirsdóttir formaður Kóps

02.08.2012 13:20

Hestaferð Kóps

 

Helgina 10. - 12. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Álftaverið.

Riðið verður að Herjólfsstöðum á föstudeginum svo verður farinn útreiðartúr á laugardeginum undir styrkri stjórn Herjólfsstaðamæðgna og grillað saman um kvöldið og síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. Gist verður í Herjólfsstaðaskóla.

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 7. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

Skráning fer fram hjá Kára í síma 868-0542 eða á antonkarih@gmail.com eða hjá Sissa í síma 8689126 eða á sigfrag@gmail.com .

Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting í Herjólfsstaðaskóla og matur á laugardagskvöldið

Þeir sem ætla með rekstrinum frá Klaustri eru beðnir um að vera í sambandi við Kára eða Sissa um það hvenær verður lagt af stað, eins þeir sem vilja koma í hópinn á leiðinni.

 

Ferðanefnd Kóps

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217237
Samtals gestir: 40344
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24