Færslur: 2013 Apríl

15.04.2013 09:54

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2013

Firmakeppni Kóps var haldin í dag á Syðri-Fljótum. Til stóð að halda keppnina á Sólvöllum en ákveðið var að færa keppnina í hús þar sem veðurspá var óhagstæð fyrir daginn. Þátttaka var ágæt og tókst keppnin í alla staði vel. Hross og knapar stóðu sig með prýði og þökkum við þeim fyrir þátttökuna og áhorfendum fyrir komuna.
 

Eftirtalin fyrirtæki og býli tóku þátt og færum við þeim bestu þakkir fyrir:

Arion banki

Auja og Siggi Heilsugæslunni

Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri

Búval ehf.

Dýralæknaþjónusta Suðurlands ( Lars Hansen.)

Efri-Ey 2

Fagurhlíð

Ferðaþjónustan Hunkubökkum

Fósturtalningar Ellu og Heiðu

Gröfuþjónusta Birgis Jónssonar

Heilsuleikskólinn Kæribær

Herjólfsstaðir

Hjúkrunarheimilið Klaustri

Hótel Geirland

Hótel Klaustur

Hótel Laki

Hörgsland 2

Jórvík 1

Kirkjubæjarklaustur 2

Kirkjubæjarstofa

Krónus (Palli og María )

Mýrar

Nonna og Brynjuhús

Prestsbakki

Skaftárhreppur

Systrakaffi

Tamningastöðin Syðri-Fljótum

Tjaldstæðið Kirkjubæ 2

Tjaldstæðið Kleifum

Þykkvibær 1

Þykkvibær 3

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Barnaflokkur:

1.sæti Svanhildur Guðbrandsdóttir á Eldingu f. Efstu-Grund

Firma: Hótel Klaustur.
 

2. sæti Sigurður Gísli Sverrisson á Moy Kong f. Mosfellsbæ

Firma: Tjaldsvæðið Kirkjubæ 2

 

3. sæti Svava Margrét Sigmarsdóttir á Fagra Blakk f. Ytri-Tungu

Firma: Efri-Ey 2

 

Unghrossaflokkur:

1.sæti  Perla frá Hraunbæ. Eig. og knapi Hlynur Guðmundsson.

Firma: Hótel Laki
 

2.sæti  Svarta Perla frá Fornusöndum. Eig. Magnús Geirsson. Knapi Svanhildur Guðbrandsd.

Firma: Tamningastöðin Syðri- Fljótum
 

3.sæti  Askur frá Laugarbóli. Eig. Sævar Kristjánsson. Knapi Guðbrandur Magnússon.

Firma: Fósturtalningar Ellu og Heiðu.

 

Opinn flokkur:
 

1.sæti  Þokki frá Efstu Grund. Eig. Kristín og Brandur. Knapi Kristín Lárusdóttir.

Firma: Þykkvibær 3
 

2.sæti  Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 Eig. Hulda Karólína Harðardóttir. Knapi Hlynur Guðmundsson.

Firma: Tjaldstæðið Kleifum.
 

3. sæti  Stormur frá Egilsstaðakoti. Eig. Kristín og Brandur. Knapi Svanhildur Guðbrandsdóttir.

Firma: Ferðaþjónustan Hunkubökkum.
 

4.sæti  Blær frá Prestsbakka. Eig. Jón Jónsson og Ólafur Oddsson. Knapi Árni Gunnarsson.

Firma: Hótel Geirland.
 

5.sæti  Kjarkur frá Vík Eig. Kristín og Brandur. Knapi Guðbrandur Magnússon.

Firma: Kirkjubæjarklaustur 2

12.04.2013 19:36

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Minnum á firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. apríl. 

Keppni hefst klukkan 13:30 og keppt verður í eftirfarandi flokkum:  Barna-, Unglinga-, Unghrossa- og Opnum flokki.

 

Firmanefnd hefur ákveðið að keppnin fari fram í

REIÐHÖLLINNI SYÐRI-FLjÓTUM

þar sem völlurinn á Sólvöllum er þakin snjó og veðurspá ekki góð fyrir laugardeginum.

 

Vinsamlegast látið þetta fréttast sem víðast.

Sjáumst,

Firmanefndin

10.04.2013 19:12

Halló, halló krakkar og foreldrar á félagssvæði Kóps.

Tilkynning frá æskulýðsnefnd.

Ákveðið hefur verið að aflýsa áður auglýstri sætaferð á Hestafjörið á Selfossi sem á að vera á sunnudaginn 14.apríl.
Öllum er samt heimilt að mæta á þessa sýningu, þar sem þetta er ekkert beintengt í gegnum félögin og bendi ég á auglýsingu á heimasíðu Kóps hmfkopur.123.is.

En í staðinn ætlum við að hafa Pizzufjör hér heima. 
Það verður haldið á Systrakaffi strax eftir skóla núna á föstudaginn 12. apríl.

Við ætlum að fara í leiki, spurningakeppni,hafa smá fræðslu og éta alveg helling af pizzum. Frítt fyrir þá sem eru í félaginu og eru skuldlausir. Þeir sem ekki eru í félaginu og eiga ekki pabba eða mömmu í félaginu borga 1000 kr. 

Og kæru foreldrar, þátttaka barnanna ykkar veltur á því hvort að þið getið sótt þau kl. 16:30 þegar fjörinu lýkur. Við sjáum um að allir sem taka þátt fylgist að á Systrakaffi að loknum skóla.

En  til að vita nú hvað við þurfum að panta margar pizzur þarf að skrá sig í síðasta lagi um hádegi á fimmtudaginn 11.apríl hjá Stínu í síma 8693486  eða hjá Mæju í síma 8571973 En allir verða að hafa leyfi frá foreldrum.

Með kveðju
Stína, Mæja og Sissi.

05.04.2013 07:52

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Laugardaginn 13. apríl verður Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps haldin á Sólvöllum.

 

Keppni hefst kl. 13:30 og keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Barna-, unglinga-, unghrossa- og opnum flokki.

 

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 11. apríl til Sigurðar Hörgslandi II, Fanneyjar Ólafara Kirkjubæjarklaustri II eða Pálínu Mýrum.

 

Sigurður: horgsland2@simnet.is eða 861 9081

Fanney Ólöf: fanneyolof@gmail.com eða 894 1560

Pálína: palinapalsd@hotmail.com eða 867 4919

 

Bestu kveðjur, 

Firmanefnd

02.04.2013 07:44

Þakkir til styrktaraðila á páskabingói Hmf. Kóps

Páskabingó Kóps var haldið s.l. laugardag. Þar mætti fjöldi fólks og freistaði gæfunnar en hún er eins og vant er mismunandi hliðholl fólki.

Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og þátttökuna.

Fjölmargir styrktu félagið með því að gefa vinninga og færum við þeim  bestu þakkir fyrir en það eru eftirtaldir:

 

Soffía Gunnarsdóttir Jórvík 1

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir Jórvík 1

Fjóla Þorbergsdóttir Klaustri

Systrakaffi ehf.

Icelandair Hótel Klaustur

Mjólkursamsalan ehf.

Hótel Geirland

Hótel Laki

Íþróttamiðstöðin Klaustri

Verslunin Baldvin og Þorvaldur Selfossi

Sælgætisgerðin Góa ehf.

Arion Banki Klaustri

 

Með kveðju

Fjáröflunarnefnd Kóps.

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217237
Samtals gestir: 40344
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24