Færslur: 2013 September

28.09.2013 19:05

Gamlar og nýjar myndir

Stjórn Kóps er að leita að gömlum og nýjum myndum frá starfi hestamannafélagsins Kóps í tilefni 50 ára afmælis félagsins.
Þeir sem geta lánað okkur myndir vinsamlegast hafið samband við Kristínu Lárusdóttir í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is
 
Stjórn Kóps

28.09.2013 09:42

Folalda- og trippasýning

Laugardaginn 9.nóvember kl. 13 stendur hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri Fljótum. Keppt verður í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2011 og 2012), hryssur og hestar.

Skráningargjald er kr. 1000.

Dómari velur eigulegustu gripina en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.

Seld verður súpa 

 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Kristínu Lárusdóttur s. 4874725 eða fljotar@simnet.is

26.09.2013 10:17

Könnun á neytendavenjum hestamanna

Hér fyrir neðan má sjá bréf frá Urðaketti ehf. sem biður hestamenn um að svara stuttri könnun fyrir sig.

 

Góðan daginn.

Urðaköttur ehf, staðsett á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, er fyrirtæki sem á og rekur minkabú. Um 12 tonn af minkafitu falla til við vinnslu minkaskinna árlega og fram til þessa hefur minkafitunni verið fargað með tilheyrandi kostnaði og umhverfisálagi. Á Syðra-Skörðugili hefur einnig verið stunduð hrossarækt, tamningar og þjálfun hesta um áratuga skeið. Ábúendur á Syðra-Skörðugili ákváðu að samtvinna þekkingu sína í þessum tveimur búgreinum og þróa smyrsl úr minkafitu til meðhöndlunar á útbrotum og smásárum á hrossum, t.d. múkki, og einnig leðurfeiti til að setja á reiðtygi.

Markaðskönnun þessi var búin til til þess að átta sig betur á neytendavenjum hestamanna og þörfum.  Biðjum við ykkur um að gefa ykkur nokkrar mínútur til þess að svara könnuninni.

Með fyrirfram þökk, eigendur Urðarkattar ehf.

Slóð inná könnun:

http://tinyurl.com/q4lelbn

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217237
Samtals gestir: 40344
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24