Færslur: 2014 Apríl
22.04.2014 15:48
Firmakeppni Hestamannafélagsins Sindra
FIRMAKEPPNI HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA.
Firmakeppni Hmf Sindra verður haldinn næstkomandi laugardag, 26. apríl kl 13:00
Keppt verður í Polla-, barna-, unglina-, unghrossa-, kvenna- og karlaflokki (í þessari röð)
skráning hjá Dóru á netfangið dorajg@simnet.is fyrir kl 20:00 á föstudag.
Keppnisfyrirkomulag er inn á Sindrasíðunni undir lög og reglur ef einhverjum vantar upplýsingar um það.
Mótanefnd er í óðaönn að safna firma hjá einstaklingum og fyrirtækjum þessa dagana. Ef einhverjir utan félagssvæðis langar að styrkja okkur og kaupa firma (kostar 1000 kr) þá má hafa samband við okkur í mótanefnd eða senda póst á netfangið solheimar2@gmail.com.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góðann dag.
Mótanefnd
15.04.2014 16:38
Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!
Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!
Firmakeppni Kóps og hátíðardagskrá
Höfum gaman og fögnum sumri saman!!
Dagskrá sumardagsins fyrsta er svohljóðandi;
Kl 12:00 Firmakeppni hestamannafélagsins Kóps á Sólvöllum.
Keppt verður í barna-, unglinga-, opnum- og unghrossaflokki.
Æskilegt er að skráningar berist á netfangið sj@icehotels.is
eða í síma 857-1973 fyrir kl. 20:00 á þriðjudegi 22.apríl n.k.
en við lokum þó ekki fyrir skráningar á staðnum.
Eftir Firmakeppnina er hópreið á Klaustur.
Kl 15:00 Kvenfélagskaffi og bingó í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.
Kvenfélagskaffi kr 1500/ Frítt fyrir grunnskólaaldur.
Bingóspjaldið kr 500.
Íþróttamaður ársins krýndur.
Teymt undir börnum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps,
Hestamannafélagið Kópur,
Æskulýðs og íþróttanefnd Skaftárhrepps.
kær kveðja og gleðilega Páskahátíð!!!!
|
14.04.2014 16:33
Páskabingó - Páskabingó
verður haldið í Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 19.apríl n.k og hefst kl. 14:00.
Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 500 kr.
Allir velkomnir.
Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.
02.04.2014 16:31
Páskabingó Páskabingó
Páskabingó verður haldið í Tunguseli 19.apríl n.k
Nánar auglýst síðar.
Fjáröflunarnefnd Kóps.
01.04.2014 08:47
Skemmtiferð aflýst.
Ekki náðist viðunandi þátttaka í ferðina á töltkeppnina svo við aflýsum henni hér með.
Það gengur bara betur næst.
Kveðja
Stjórnin.
- 1