Færslur: 2017 Maí
31.05.2017 12:31
Kæri hestamaður
Kæri hestamaður,
Félag skógareigenda á Suðurlandi kannar nú hagkvæmni þess að koma upp úrvinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum og meðal þess sem félagið skoðar að framleiða er undirburður undir húsdýr.
Mikilvægt er í því samhengi að hafa góðar upplýsingar um markaðinn, hvort eftirspurn sé til staðar, hvaða vörur markaðurinn vilji kaupa og hve stór hann sé. Meðfylgjandi er linkur inn á skoðanakönnun sem mun hjálpa okkur við að ná utan um þessar upplýsingar.
Við biðlum því til þín með að gefa þér örlítinn tíma til að fara inn á könnunina og svara þeim spurningum sem þar eru. Könnunin er algjörlega nafnlaus og órekjanleg, telur einungis 8 spurningar og er fljótsvarað.
Til að svara könnuninni smelliru á linkinn hér fyrir aftan:
https://surveyplanet.com/
Með fyrirfram þakklæti og kveðju,
Félag skógareigenda á Suðurlandi
17.05.2017 11:09
Hestaferð Kóps 2017
Hestaferð Kóps verður farin 18-20 ágúst og er stefnan tekin út í Skaftártungu. Ferðanefnd lofar góðu veðri, enn betri félagsskap og ógleymanlegri skemmtun.
Nánari ferðatilhögun verður auglýst síðar.
"Nefndin"
- 1