Færslur: 2018 Júlí

27.07.2018 12:00

Firmakeppni og Hestaþing Kóps

 

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 10.ágúst nk. kl. 19:00. Keppt verður í opnum flokki (minna og meira vanir) og unghrossaflokki.

Skráningar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com en þær þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 8.ágúst nk. Einnig verður hægt að skrá á staðnum.

Að firmakeppni lokinni ætlar Lilja Hrund Harðardóttir að vera með heimboð þar sem boðið verður upp á grill og með því.

 

 

Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 11.ágúst nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum.

Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst:  

Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga.

Tölti T3 og T7

100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m. stökki.

Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk, B-flokk og tölt er kr. 3000.- og kr. 1500.- í 100 m. skeið.

Engin skráningargjöld eru í kappreiðar, polla-, barna- og unglingaflokk.

Skráningargjöld greiðist inn á reikn: 0317-26-3478 kt: 440479-0579.

Kvittun sendist á netfangið hmf.kopur@gmail.com

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps (skráningarvefur hægra megin á síðunni) og henni lýkur kl. 23:59 miðvikudagskvöldið 8. ágúst nk.

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919.

Óski einhver eftir að skrá í kappreiðar á staðnum þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins og kennitölu knapa.

Dagskrá og ráslistar verða birt á hérna á heimasíðunni eftir að skráningu lýkur.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fjáröflunar- og mótanefnd Kóps 2018.

  • 1

Tenglar

Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217237
Samtals gestir: 40344
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24