Færslur: 2020 Janúar
04.01.2020 08:55
Reiðnámskeið og járningardagur
Reiðnámskeið veturinn 2020 með Hlyni Guðmundssyni.
Fyrsta námskeið helgina 18 og 19 janúar. Helgina 18 og 19 janúar verður Hlynur Guðmundsson með reiðnámskeið á Syðri Fljótum.
Góð byrjun á vetrinum að fara á helgarnámskeið til að setja sér markmið vetrarins. Hlynur er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann hefur látið að sér kveða á keppnisbrautinni hvort sem er í gæðingakeppni eða kynbótabrautinni. Hann var valinn gæðingaknapi ársins 2019 hjá Landsambandi hestamanna.
Kennt verður í einkatímum, 2x30 mín. á laugardeginum og 30 mín. sunnudeginum. Verð fyrir hvern þátttakenda er 17.000. Hlynur ætlar að koma aftur 15.febrúar, 14.mars og 18 apríl og kenna þá 1 dag Námskeiðið er öllum opið.
Skráninga fer fram hjá Lilju Hrund í síma 8663060 eða á hmf.kopur@gmail.com
Járningardagur
11.janúar verður járningardagur á Syðri Fljótum þá geta allir þeir sem þurfa að láta járna eða bara hitta mann og annan komið og við hjálpumst að við að járna. Byrjum kl 13.
Þeir sem ætla að mæta vinsamlegast látið vita á e-malið hmf.kopur@gmail.com eða hjá Kristínu Lár í síma 4874725.
Hægt að fá keyptar skeifur á Fljótum.
Fræðslunefnd og stjórn Kóps
- 1