Færslur: 2021 Janúar
19.01.2021 12:43
Á döfinni
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps 2021
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn á Hótel Laka og Zoom 3.febrúar nk. kl. 19:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Súpa og brauð í boði félagsins að loknum fundi.
Hvetjum félagsmenn sem mæta á fundinn að vera með grímu og passa tveggja metra fjarlægðarmörk.
Þeir sem vilja horfa á fundinn í gegnum Zoom þurfa að senda símanúmerið sitt í skilaboðum á Lilju Hrund Harðardóttur í síma 866-3060 til að fá aðgang.
Nýjir félagar eru velkomnir!
Stjórn Kóps
Vetrardagskrá Hestamannafélagsins Kóps 2021
23.janúar – reiðnámskeið og járningardagur á Syðri-Fljótum. Þá geta allir þeir sem þurfa að láta járna eða bara hitta mann og annan komið og við hjálpumst að við að járna. Hægt að fá keyptar skeifur á Fljótum. Reiðkennari verður Kristín Lárusdóttir. Tímasetning verður auglýst þegar nær dregur.
Skráning á reiðnámskeiðið fer fram hjá Arnfríði í síma 866-5165 eða á hmf.kopur@gmail.com.
Skráning með hross á járningardag fer fram hjá Kristínu í síma 487-4725 eða á fljotar@simnet.is.
Gott væri ef skráningar myndu berast sem fyrst.
20.febrúar – reiðnámskeið á Syðri-Fljótum. Reiðkennari verður Kristín Lárusdóttir.
20.mars – reiðnámskeið á Syðri-Fljótum. Reiðkennari verður Svanhildur Guðbrandsdóttir.
Öll námskeiðin verða auglýst nánar þegar nær dregur og mögulegt er að það verði einhver breyting á dagskránni þegar líður á veturinn. Hvetjum alla sem hafa áhuga að mæta á reiðnámskeið en þau eru ætluð bæði fyrir börn og fullorðna. Gætum að sóttvörnum og virðum tveggja metra fjarlægðarmörk.
Stjórn og fræðslunefnd Kóps
- 1