Færslur: 2024 Mars
23.03.2024 19:44
Páskabingó
Páskabingó!
Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu á Klaustri laugardaginn fyrir páska, þann 30. mars nk. kl. 14:00.
Veglegir vinningar í boði!
Spjaldið kostar 1000 kr, enginn posi verður á staðnum.
Allir eru velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!
Fjáröflunarnefnd Kóps
22.03.2024 11:09
Í kvöld verður fyrirlestur sem Einar frá fóðurblöndunni og Tanja Rún dýralæknir munu halda.
Fyrirlestur um fóðrun hrossa, hvernig meltingarfærin eru hönnuð og hvað þarf að hafa í huga þegar hross eru fóðruð, þá sérstaklega með tilliti til hrossa sem eru í þjálfun og haldið á húsi en líka um stóðhross. É
Einnig um stoðkerfi hestsins og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að uppbyggingu reiðhestsins/keppnishests/kynbótahross með það að markmiði að lágmarka líkur á meiðslum
Mæting er í fundaraðstöðu Skaftárhrepps og hefst þetta um 19:30
Hlökkum til að sjá sem flesta
fræðslunefnd :)
09.03.2024 14:16
Járninganámskeið
Góðan og blessaðan.
Í dag er járningarnámskeið hjá okkur á Fljótum og kom hann Gummi frá Baldvin og Þorvald með heilan helling af járningardóti og fleira ef fólk vill koma á laugardagsrúnt til okkar og versla vörur
Námskeiðið verður í dag til 19:00/20:00 og svo aftur á morgung til sikra 19:00
Endilega komið og kíkjið á okkur
- 1