03.08.2013 10:40

Hestaferð Kóps 2013

Helgina 9. - 11. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð. Að þessu sinni verður farið í Öræfasveit.

Hestamenn mæta með hesta sína að Fagurhólsmýri föstudaginn 9. ágúst. Hver og einn þarf að sjá um að koma hestum sínum á svæðið.

Á laugardeginum verður farið í útreiðartúr í Ingólfshöfða og verður Gunnar Sigurjónsson Litla-Hofi fararstjóri. Um kvöldið verður sameiginlegt grill í Hofgarði. Boðið er upp á gistingu í Hofgarði á föstudags- og laugardagskvöld.

Á sunnudeginum verður farið ríðandi frá Fagurhólsmýri að Svínafelli og þaðan kemur hver sínum hestum til síns heima. 

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi mánudagskvöldið 5. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

Skráning fer fram hjá Gunnari í síma 862 1766, Sverri í síma 895 9055 eða Kristínu í síma 869 3486 eða senda línu í netfangið leiti@simnet.is.

Þátttökugjaldi verður stillt í hóf að vanda og er innifalið í því gisting í Hofgarði og matur á laugardagskvöldið.


Ferðanefnd Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 106
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 152573
Samtals gestir: 25144
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:39:23