12.06.2015 08:17
Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps
Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps
verður haldin að Sólvöllum í Landbroti miðvikudagskvöldið 17. júní n.k. kl. 20.00.
Keppt verður í barna-, unglinga-, opnum- og unghrossaflokki auk þrautabrautar.
Æskilegt er að skráningar berist til Öddu á Herjólfsstöðum á netfangið adda159@gmail.com
eða í síma 866 5165 fyrir kl. 20:00 á þriðjudag 16. júní n.k.
en við lokum þó ekki fyrir skráningar á staðnum.
Barnaflokkur:
Frjálst 2-3 hringir
Unglingaflokkur:
Þrír hringir. Sýna að minnsta kosti 2 gangtegundir og eina ferð á beinu brautinni
Opinn flokkur:
Einn hringur hægt tölt og einn hringur tölt með hraðabreytingum. Hægja niður og snúa við.
Einn hringur brokk og einn hringur yfirferð tölt eða brokk.
Ein ferð á beinu brautinni, frjálst
Unghrossaflokkur:
Frjálst 2-3 hringir
Hittumst hress og í keppnisstuði.
Firmakeppnisnefnd Hmf. Kóps.