10.04.2018 14:27

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið á Syðri-Fljótum dagana 21. - 22. apríl nk. ef næg þáttaka næst.

Reiðkennari verður Hlynur Guðmundsson menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Reiðnámskeiðið er fyrir unga sem aldna en gert er ráð fyrir hópkennslu og einkakennslu 2x40 mín. Þátttökugjald er 10.000 kr. Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.

Hlynur verður einnig með sýnikennslu þessa helgi á Syðri-Fljótum sem verður opin öllum en nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919 eða á netfangið palinapalsd@hotmail.com fyrir 17. apríl nk. Allir eru velkomnir á námskeiðið.

Hlökkum til að sjá sem flesta! 

Tenglar

Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 100
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 153835
Samtals gestir: 25462
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 19:18:29