24.05.2019 07:17

Fjórðungsmót

 

Fjórðungsmót á Austurlandi  11. - 14. júlí 2019 - FM2019

 

Hestamannafélagið Hornfirðingur hefur boðið hestamannafélaginu Kóp að taka þátt á Fjórðungsmóti Austurlands að Fornustekkum í Hornafirði.

 Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum á FM2019:

 • Gæðingakeppni A-flokkur, (3 flokkar) FM-úrtaka, Áhugamanna- og ungmennaflokkur

• Gæðingakeppni B-flokkur, (2 flokkar) FM-úrtaka og Áhugamannflokkur

 • Barna-, Unglinga- og Ungmennaflokkur, FM-úrtaka/Opið

• Tölti (T1), Opinn flokkur

• Tölt (T3) Áhugamenn 21 árs og eldri, og 20 ára og yngri

 • Kappreiðar: 100m fljúgandi skeiði, 350m stökk og 500m brokk

Til að auka þátttöku í keppni  hefur verið ákveðið að hafa alla flokka opna nema í  A og B flokk.

Stjórn Kóps hefur ákveðið að til að keppa í A og B flokk fyrir Kóp þá þarf hestur í eigu Kópsfélaga að fara í úrtöku á viðurkenndu gæðingamóti og senda inn til formanns staðfestingu á einkunn.

Til að geta keppt á Fjórðungsmóti þá þarf lágmarkseinkunn í úrtöku að vera 8,0.

Kópur á rétt á að senda 4 í hvorn flokk.

 

Með bestu kveðju og von um góða þáttöku

Stjórn Kóps

 

 

Tenglar

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 241
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 147572
Samtals gestir: 23765
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:50:39