08.06.2019 16:29

Reiðskóli Kóps

 

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn dagana 11-13. og 24 – 26. júní á Syðri-Fljótum.

Reiðkennarar verða Kristín Lárusdóttir og Svanhildur Guðbrandsdóttir. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.

Þátttökugjald fyrir krakka er kr. 8.000 og fyrir fullorðna kr. 16.000.

Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.

Skráning er hjá Svanhildi í síma 8214725 eða á netfangið svanhildur00@gmail.com en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 9.júní nk.

 

Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar síðar. Hlökkum til að sjá sem flesta (og vonumst til að sjá alla sem voru með í hestaklúbbnum í vetur!)

Fræðslunefnd Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 484
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 151927
Samtals gestir: 24977
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:55:05