05.06.2023 22:27

Hestaþing 2023

Sameiginlegt Hestaþing Hestamannafélaganna Kóps og Sindra verður haldið 24.júní á Sindravelli við Pétursey. Mótið er líka úrtaka fyrir fórðungsmót.

Skráning er hafin á Sportfeng og stendur til kl 23.59 mánudaginn 19.júní.

Mótið er opið og verður keppt verður í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka næst: Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A, B og C -flokki gæðinga. Tölti T3 og T7 og 100 m flugskeiði.

Það eru vegleg verðlaun í T3 og T7.

Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk B-flokk og C flokk er kr. 5.000.-

Í barna og unglinga 2000,-

Í tölti er skráningargjaldið 6000.-

Engin skráningargjöld eru í pollaflokk og kappreiðum.

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist og staðfesting á henni á tölvupóstfangið hmf.kopur@gmail.com . Skráning er á www.sportfengur.com.

Afskráningar og skráningar í pollaflokk og kappreiðar þurfa að berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 8980825

Dagskrá og ráslistar verða birtir á lhkappa eftir að skráningu lýkur. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórnir og mótanefndir Kóps og Sindra

 

Tenglar

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141792
Samtals gestir: 22762
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 21:53:15