24.07.2023 21:53

Reiðskóli

Reiðskóli Kóps

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn dagana 31. júlí til 3. ágúst á Syðri-Fljótum.

Reiðkennari er Kristín Lárusdóttir. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.

Þátttökugjaldið verður 20.000 fyrir hóptíma og 24.000 fyrir einkatíma. Krakkar, 17 ára og yngri, fá frítt séu þeir félagsmenn í Kóp.

Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.

Skráning er hjá Kristínu Lár í síma 8980825 eða á messenger Kristínar.

Ef áhugi er fyrir því að hafa fleiri námskeið í sumar er stefnan að halda annað reiðnámskeið eftir miðjan ágúst.

Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar síðar. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórn Kóps

 

Tenglar

Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 283093
Samtals gestir: 47775
Tölur uppfærðar: 22.6.2025 16:33:41