28.12.2014 17:35

UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!

UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.

 

Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.com/events/395865530579934/


Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir:

Hreimur Örn - gítar og söngur

Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur

Benedikt Brynleifsson - trommur

Róbert Þórhallsson - bassi

Vignir Snær - gítar og söngur


Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:

Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos

Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.


Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!

Fyrstir koma fyrstir fá!

Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090

Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.

Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.

Verð: 9600 kr.

Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur

Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!

 

 

 
 
 

10.11.2014 09:22

Úrslit folalda- og trippasýningar

Dómarar voru Pétur Halldórsson og Ásmundur Þórisson
 
Eigulegasta folaldið var valið Svandís frá Kirkjubæjarklaustri II að mati dómara og áhorfanda.
Eigulegasta  trippið var Sóley frá Syðri Fljótum að mati dómara en Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II að mati áhorfenda.
 
Kópur þakkar þeim sem mættu fyrir skemmtilegan dag.
 
 
Folalda og trippasýning   ÚRSLIT                            
 Mót:   Folalda og trippasýning Hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri Fljótum 2014 9.nóv. 2014
  Yfirdómari Pétur Halldórsson, meðdómari Ásmundur Þórisson
Hesttrippi
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II Brúnn/milli- stjörnótt 1 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklausti 2
2 2 V Þokki frá Geirlandi Jarpur/milli- einlitt 1 Gísli K Kjartansson Klængur Skálakoti Þrá frá Fellskoti
3 3 V Garpur frá Geirlandi Brúnn/milli- einlitt 2 Gísli K Kjartansson Þröstur frá Hvammi Þrá frá Fellskoti
4 4   Leiknir frá Mýrum Brúnn     1   Páll Eggertsson Glaður Prestsbakka Fjöður Mýrum
5 5 V Þyrnir frá Syðri-Fljótum Brúnn/milli- einlitt 1 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Álfur frá Selfossi Eldey frá Fornusöndum
Mertrippi
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Sóley frá Syðri-Fljótum Rauður/milli- blesótt 2 Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Arður frá Brautarholti Eldey frá Fornusöndum
2 2 V Elva frá Syðri-Fljótum Rauðblesótt 1 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Penni frá Eystra-Fróðholti Elka frá Króki
3 3   Eik Hemru rauð/ tvístjörnótt   1   Sigurður Ómar Gíslason Mjölnir Hlemmiskeiði Glódís Steinum
4 4 V Elding frá Mýrum Rauð 2 Páll Eggertsson Vigri Reykjavík Mánadís frá Mýrum
5 5   Viðja frá Geirlandi Jarpur/milli- einlitt 1 Gísli K Kjartansson Kerúlf Kollaleiru Eldglóð frá Álfhólum
6 6 V Brák frá Geirlandi Moldótt 1 Gísli K Kjartansson Ársæll Helmu Snerra frá Hala
                         
Merfolöld
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Svandís Kirkjubæjarklaustri Brúnstjörnótt 0 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Vilmundur Feti Þokkadís Kirkjubæjarklaustri
2 2   Aþena frá Kirkjubæjarklaustri 2   brún     0 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Glaður Prestsbakka Spurning frá Kirkjubæjarklaus
3 3 V Ugla Geirlandi Jörp 0 Gísli K Kjartansson Aðall Nýjabæ Snerra frá Hala
4 4 V Stjörnuglóð Geirlandi Rauðstjörnótt 0 Sigurlaugur Gísli Gíslason Konsert Korpu Eldglóð frá Álfhólum
5 5 V Embla frá Syðri Fljótum Brún 0 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Konsert Korpu Elka frá Króki
Hestfolöld
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1   Árgeisli Syðri Fljótum Bleikblesóttur 0 Frida og Fredrik Sær Bakkakoti Ronja Spágilsstöðum

01.11.2014 19:27

Folalda- og trippasýning

Sunnudaginn 9. nóvember kl. 13 stendur Hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri Fljótum.

Keppt verður í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2012 og 2013), hryssur og hestar.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagskvöldið  6. nóvember kl 21.00.

Skráningargjald er kr. 1000.
 

Dómari velur eigulegustu gripina en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.

Seld verður súpa.

 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Kristínu Lárusdóttur s. 4874725 eða fljotar@simnet.is

 

Stjórn Hestamannafélagsins Kóps

27.10.2014 21:07

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 - 2016

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 – 2016

 

 

Ákvörðun hefur  verið tekin um framhald þingfundar 59. Landsþings LH, laugardaginn 8. nóvember n.k. kl. 9:00 í E-sal á þriðju hæð í húsakynnum ÍSÍ og LH að Engjavegi 6.

 

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru, lýsir kjörnefnd eftir framboðum til sambandsstjórnar LH til næstu tveggja ára.

 

Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum.

Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.  

 

Formaður er kjörin sérstaklega og þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný um þá tvo sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

 

Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH.

 

Óskar kjörnefnd LH eftir því að framboð til stjórnar LH berist eigi síðar en á hádegi föstudaginn 7. nóvember 2014 til nefndarinnar.

Þar sem um framhaldsþing er að ræða er rétt að minna á að sömu kjörbréf gilda fyrir framhaldsfund og giltu fyrir þingið á Selfossi 17.-18. október. Breytingar á þingfulltrúum skal tilkynna tímanlega til skrifstofu LH.

 

 

Með kveðju,

Kjörnefnd LH

 

Guðmundur Hagalínsson

Sími 825 7383

Netfang ghl@eimskip.is

 

Ása Hólmarsdóttir

Sími 663 4574

Netfang asaholm@gmail.com

 

Margeir Þorgeirsson

Sími 892 2736

Netfang vodlarhestar@gmail.com

07.08.2014 19:24

Dagskrá hestaferðar Kóps

Jæja kæru félagar,

 

Þá fer að bresta á hestaferð og er hugmynd að dagskrá eftirfarandi:
 

Á morgun, föstudag, verður riðið í kringum Hjörleifshöfða. Lagt verður af stað kl. 17.
 

Á laugardagsmorgun verður farið frá Heiði og riðið niður í Kerlingadal (bakdyramegin).

Lagt verður af stað kl 11 á laugardagsmorgun.
 

Á laugardagskvöldið verður kjötsúpa á boðstólum fyrir þreytta ferðalanga.
 

Gist verður á  Eyrarlandi. Það þarf að taka með sér dýnur fyrir þá sem ætla að gista.

 

Kv. ferðanefnd Kóps

30.07.2014 21:48

Hestaferð Kóps

 

Helgina 8-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður riðið um  Mýrdalinn.


Á föstudagskvöldinu verður farið í stuttan reiðtúr til að hrista fólk saman.

Á laugardeginum verður farið í lengri reiðtúr og grillað saman um kvöldið. Gist verður á Eyrarlandi.

Síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. 

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

 

Skráning fer fram hjá Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is  eða hjá Ingibjörgu í síma 8690912 eða email ingibjorgrimur@gmail.com

 

Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting á Eyrarlandi og matur á laugardagskvöldinu.

 

Ferðanefnd Kóps

 

22.07.2014 08:48

Úrslit Hestaþings Kóps

Hestaþing Kóps var haldið að Sólvöllum í Landbroti 20. júlí sl. Dómarar voru Sigurbjörn Viktorsson, Jón Þorberg Steindórsson og Jóhann G. Jóhannesson.
 
Fegursti gæðingur Kóps var valinn Þokki frá Efstu Grund,knapi Kristín Lárusdóttir.
 
Hér má sjá úrslit mótsins:  Kopur_20072014.xlsx

21.07.2014 22:32

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Á ný afstöðnu Hestaþingi Kóps voru í fyrsta sinn veittir farandgripir, sem félagið fékk að gjöf í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Annars vegar var það áletraður skjöldur sem veittur er Fegursta gæðingi Kóps, gefinn af Vigni Siggeirssyni frá Snæbýli í Skaftártungu, nú bónda í Hemlu.

 Þokki frá Efstu-Grund var valinn fegursti gæðingur Kóps að þessu sinni og knapi á honum var Kristín Lárusdóttir og  varðveitir hún því gripinn nú í eitt ár.

Hinn gripurinn er „Silfurskeifan“ farandgripur sem  veittur er efsta hesti í eigu félagsmanns Kóps, í B-flokki gæðingi. Verðlaunagripurinn er  til minningar um Ásgeir Pétur Jónsson, gefinn af eiginkonu hans, Fjólu Þorbergsdóttur og börnum hans Jóni, Guðlaugu og Kristínu og fjölskyldum þeirra.

Efsti félagshestur í B-flokki gæðinga að þessu sinni var Öngull frá Prestbakka. Eigendur hans eru Ólafur Oddsson í Mörtungu og Jón Jónsson á Prestsbakka. Knapi var Árni Gunnarsson í Vík. Varðveita þeir því gripinn næsta árið.

Félagið færir Vigni, og Fjólu og fjölskyldu bestu þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

 
 

 

 

 

16.07.2014 12:42

Hestaþingi frestað fram á sunnudag!

Hestaþingi Kóps sem auglýst var á laugardaginn verður frestað fram á sunnudaginn 20. júlí.

Mótið hefst kl. 11.00.


16.07.2014 09:08

Hestaferð Kóps

Helgina 8.-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Mýrdalinn.

Takið helgina frá

Nánar auglýst síðar 

Ferðanefnd Kóps

09.07.2014 22:29

Vinnukvöld á Sólvöllum

 

Vinnufúsir félagsmenn og aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum miðvikudagskvöldið 16. Júlí n.k. kl. 19:00, og síðar ef einhverjum hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu, hamar, naglbít, skóflu, sleggju  ofl. Hressing að loknu verki.

Stjórn og mótanefnd.

09.07.2014 22:26

Hestaþing Kóps 2014

Hestaþing Kóps 2014

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti  laugardaginn 19. júlí n.k.

Mótið hefst kl. 10:00 og dagskrá verður eftirfarandi:

 

-Forkeppni  í  pollafl., B-fl., barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-flokk.

-Forkeppni í tölti.

-Hlé.

-Mótssetning.

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

-Keppni  í  þrautabraut ef tími og skráningar leyfa. Skráning á staðnum.

Kappreiðar:

  -150 m. skeið

  - 300 m. brokk

  - 300 m. stökk

  -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar  (hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið fljótar@simnet.is  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

 

Skráning er á heimasíðu Kóps, (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 þriðjudaginn 15. Júlí. Ef vandamál koma upp við skráningu eða eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Kristínu Lár. í síma 4874625/8980825.

 

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins,  kennitölu knapa og skráningargjaldið í beinhörðum.

 

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Með kveðju

Stjórn og mótanefnd Kóps

08.07.2014 17:22

Íslandsmótið í hestaíþróttum 22. - 27. júlí

 

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. – 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót – Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks („læka“ facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

 

 

24.06.2014 11:57

Þolreiðarkeppni á Landsmóti 2014.

Þolreiðarkeppni á Landsmóti 2014.

 

Ef einhverjir Kópsfélagar hafa áhuga á að taka þátt í þolreiðarkeppni fyrir Kóp á LM. 2014 endilega hafið þá samband sem fyrst, í síma 8693486.

Reglur fyrir þolreiðina fylgja hér með.

 

Landsmót hestamanna 2014

Þolreiðakeppni Landsambands hestamanna, Icelandair og Laxnes
frá Selfossi að Gaddstaðaflötum

Keppnisreglur

Tilgangur Þolreiðarinnar er fyrst og fremst að hefja til vegs og virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestsins þ.e. þol og harðfylgi. Þá er tilgangurinn sá, að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta. Leiðin sem er riðin er um 36 km og skiptist í tvo leggi, frá Selfossi að gerði við Þjórsárbrú og frá Þjórsárbrú að stóðhestahúsinu á Gaddstaðaflötum. Leiðin er riðin af tveim hestum og tveim knöpum og tekur hvor sinn legg. Knapar ráða sjálfir hvorn legginn hver ríður. Knöpum verða afhent tímatökublöð og á fyrri knapi að skrá niður millitíma sem tímavörður gefur honum upp við réttina á Þjórsárbrú og afhenda knapa tvö miðann sem fylgir honum svo áfram að Gaddstaðaflötum þar sem lokatími verður skráður.

1. Lágmarksaldur knapa er 16 ára á árinu.
2. Hestarnir skulu vera í sæmilegri þjálfun og ekki yngri en 7 vetra, þeir skulu vera vel járnaðir og í góðu ásigkomulagi.
3. Knapa er heimilt að ganga með hest sinn yfir erfiða færð eõa til að hvíla hestinn, en verður að ríða úr hlaði og í mark.
4. Heltist hestur verulega eða sýnir einhver merki ofþreytu eða sjúkleika ber knapa að stöðva hest sinn og reyna eftir mætti að koma boðum til stjórnanda reiðarinnar um hjálp.
5. Sami knapi verður að ríða hestinum allan legginn.
6. Knapi má undir engum kringumstæðum hvetja hestinn með óhóflegri notkun písks eða svipu eða nota nokkur önnur ráð sem talist geta varða við dýraverndunarlög. Knapa ber ávallt að hafa í heiðri dýraverndunarlög og sjáist til hans af stjórnendum reiðarinnar eða öðrum beita aðferðum sem óeðlilegar geta talist verður hann dæmdur úr leik.
7. Knapa ber að fylgja þjóðveginum og fara eftir leiðbeiningum.
8. Allir hestar eru skoðaðir nákvæmlega af dýralækni fyrir keppnina, þar sem skráður er hjartsláttur, öndunarhraði, meiðsl og annað athugavert, jafnframt því sem athugað er h.vort hesturinn er haltur. Þá eru athugaðar járningar. Ef dýralæknir metur hest ókeppnishæfan, af hvaða ástæðu sem það kann að vera, fær hestur ekki að hefja keppni.
9. Engin hámarks- eða lágmarkstími er ákveðinn heldur er ákveðinn svokallaður viðmiðunartími þ.e. sá tími sem eðlilega getur talist að sæmilega þjálfaður hestur fari vegalengdina á. Í þessu tilviki er talið að sá tími sé um það bil 1 klukkustund á hvorn legg.
10. Dýralæknaskoðun fer fram nákvæmlega 30 mínútum eftir að hesturinn kemur í mark og á henni ákvarðast þau refsistig sem hesturinn fær og koma til frádráttar þeim tíma, sem hesturinn hefur farið vegalengdina á. Ef hestur er með púls 69 slög á mínútu eða hærri eftir 30 mínútna hvíld er hann dæmdur úr leik, ef hestur hefur misst skeifu er hann dæmdur úr leik, ef áverkar eru á hesti getur dýralæknir dæmt hann úr leik án frekari útskýringa. Knapi ber sjálfur ábyrgð á því að mæta til dýralæknis 30 mínútum eftir að hann líkur keppni. Ef knapi mætir of seint til dýralæknis fellur hann úr keppni.
11. Hvert refsistig gefur 5 mínútur í frádrátt.
Hjartsláttur 56 til 59 slög á mínútu = 1 refsistig
Hjartsláttur 60 til 64 slög á mínútu = 2 refsistig
Hjartsláttur 65 til 68 slög á mínútu = 3 refsistig
69 slög eða meira = hestur dæmdur úr leik.

04.06.2014 12:32

Hestaþing Kóps.

 

Hestaþing Kóps verður haldið 19 júlí n.k. á Sólvöllum í Landbroti.

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórnin.

Tenglar

Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141902
Samtals gestir: 22764
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 23:19:09