25.05.2016 18:28

Kópsfélagar A.T.H.

Kópsfélagar A.T.H.

Úrtaka hjá Hmf. Kópi fyrir Landsmót 2016 verður á Sindravelli við Pétursey 11.júní n.k.

Hmf. Kópur á rétt á að senda einn keppanda í hvern flokk og gildir hæsta einkunn úr forkeppni.

Þeir sem hugsa sér að mæta með hross í úrtöku vinsamlegast hafið samband við formann Kóps, Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486 eða á netfangið [email protected] , til að fá nánari upplýsingar.

Stjórn Kóps.

23.03.2016 14:23

Páskabingó

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps
verður haldið í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn fyrir páska, 
þann 26. mars n.k og hefst kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. 

Spjaldið kostar 750 kr.
Hluti ágóðans rennur til styrktar góðu málefni.
Ath ekki posi á staðnum.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps

22.02.2016 18:19

BENNI´S HARMONY HNAKKAKYNNING Á SYÐRI-FLJÓTUM

BENNI´S HARMONY HNAKKAKYNNING Á SYÐRI-FLJÓTUM

Föstudaginn 26.febrúar kl. 16:00 - 18:00 verður Benedikt Líndal með hnakkakynningu.
Hægt að skoða og prófa nýja PORTOS FREEDOM tvískipta hnakkinn frá Benni´s Harmony ásamt fleiri gerðum. 
Tilvalið að nota tækifærið ef þú ert í hnakkakaupahugleiðingum og koma með eigin hest og prófa á honum. Það verður líka hægt að fá lánaðan hest á Fljótum til að prófa hnakka.

11.02.2016 10:40

Ískaldar töltdívur

Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum við fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Glæsilegir aukavinningar verða í boði ásamt því að sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.

Einnig verður glæsilegasta parið valið.

Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

  • T1 (Opinn flokkur)
  • T3 (Meira vanar)
  • T7 (Minna vanar)
  • T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs))
  •  

Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við. 

Úrslitin hefjast kl. 20:00

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga! 

Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar. 

Landsliðsnefnd LH

25.01.2016 11:57

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið verður haldið helgina 6-7.febrúar að Syðri-Fljótum og kennari verður Kristín Lárusdóttir.

Fyrirkomulagið er þannig að þátttakendur mæta með sín eigin trippi. Það vinna tveir og tveir saman og hver tekur sitt trippi en það yrði þá hjálpast að með þau. Þeir yrðu ca. eina klst með þessi tvö trippi bæði laugardag og sunnudag. Síðan yrðu trippin tekin aftur þrjú kvöld í vikunni eftir eða þegar tími hentar. Gott væri ef menn myndu fylgjast með þegar hinir væru að taka sín trippi.

Þetta gera þá fimm skipti á mann og verðið er kr 15.000.

Skráning er hjá Pálínu í síma 867-4919 eða á netfangið [email protected]

Um að gera að taka helgina frá og láta þetta tækifæri ekki hjá sér fara.


Stjórn Hmf.Kóps

22.01.2016 19:31

Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps

Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps verður haldinn föstudaginn 5.febrúar kl. 20:30 í Kirkjubæjarskóla.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins.
Það verða kaffiveitingar í boði og nýjir félagar eru velkomnir.

Skorum á félagsmenn til þess að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum.


Stjórn Hmf.Kóps

22.01.2016 19:10

Úrslit folalda- og trippasýningar

Folalda- og trippasýning Hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri-Fljótum 8.nóvember 2015
Dómarar voru Ásmundur Þórisson og Elvar Þormarsson
Eigulegasta folaldið að mati dómara og áhorfenda var hestfolaldið Nn frá Prestsbakka undan Brag frá Ytra-Hóli og Gleði frá Prestsbakka og eigulegasta trippið
að mati dómara og áhorfenda var Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II undan Mjölni frá Seglbúðum og Spurningu frá Kirkjubæjarklaustri II.
Merfolöld fædd 2015
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2015285 Draumey Jórvík 1 Jörp Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Dröfn frá Jórvík 1 Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
2 IS2015285 Nn Jórvík 1 Jörp Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Pamela frá Dúki Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
3 IS2015285 Nn Jórvík 1 Jörp Hagen frá Reyðarfirði Herdís frá Miðhjáleigu Leó Geir Arnarson
Hestfolöld fædd 2015
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2015185 Nn Prestsbakka Brúnn Bragur frá Ytra-Hóli. Ae. 8,37 Gleði frá Prestsbakka. Ae. 8,70 Jón Jónsson & Ólafur Oddsson
2 IS2015185 Nn Jórvík 1 Jarpstjörnóttur Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Stjarna frá Brjánslæk Ásgerður G. Hrafnsdóttir & Soffía Gunnarsdóttir
3 IS2015185 Hagalín Jórvík 1 Jarpur Hagen frá Reyðarfirði. Ae. 8,32 Drótt frá Reykjavík Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
Mertrippi fædd 2013 og 2014
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2013285456 Elva Syðri-Fljótum Rauðblesótt Penni frá Eystra-Fróðholti. Ae. 8,23 Elka frá Króki. Ae. 8,07 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
2 IS2014285456 Embla Syðri-Fljótum Brún Konsert frá Korpu. Ae. 8,61 Elka frá Króki. Ae. 8,07 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
3 IS2014285100 Aþena Kirkjubæjarklaustri II Móbrún Glaður frá Prestsbakka. Ae. 8,41 Spurning frá Kirkjubæjarklaustri II. Ae. 8,01 Sverrir Gíslason & Fanney Ólöf Lárusdóttir
Hesttrippi fædd 2013 og 2014
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2013185100 Seifur Kirkjubæjarklaustri II Brúnstjörnóttur Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklaustri II. Ae. 8,01 Sverrir Gíslason & Fanney Ólöf Lárusdóttir
2 IS2013185456 Þyrnir Syðri-Fljótum Brúnn Álfur frá Selfossi. Ae. 8,46 Eldey frá Fornusöndum. Ae.8,10 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
3 IS2014185081 Nn Hörgsdal Rauðblesóttur Haukur frá Haukholtum. Be. 8,18 Bleik-Blesa frá Hemlu I Sigurður Vigfús Gústafson
Hestamannafélagið Kópur þakkar þeim sem mættu fyrir skemmtilegan dag 

20.01.2016 19:06

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.


Heyefnagreining 1.   Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. 

Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.


Heyefnagreining 3.   Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar.
Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen.

Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.


Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.


Getum einnig útvegað  leiðbeiningu ef  óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).


Þið þurfið að senda okkur sýni  fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir  20. hvers mánaðar.  
Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). 
Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.


Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. 

Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.


Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. 
Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk.


Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur.


Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er
einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden.

Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.


Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í
mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar.

Auðvelt er að geyma sýnin fryst.


Vinsamlega sendið sýnin til:

Efnagreining ehf

Ásvegi 4, Hvanneyri

311 Borgarnes


Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.


Með bestu kveðju
Elísabet Axelsdóttir

Efnagreining ehf
Ásvegi 4 
Hvanneyri 
311 Borgarnes

28.12.2015 07:44

Jólakveðja

Jólakveðja.

Sendum hugheilar jóla og nýársóskir til félagsmanna okkar og annara velunnara,

með þökk fyrir stuðning og samstarf á árinu.

Bestu kveðjur.

Hmf. Kópur.

28.12.2015 07:43

Félagsfundur

Félagsfundur.

Minnum á félagsfundinn á Hótel Klaustri á morgun, 28/12 kl. 20:30

Stjórnin.

20.11.2015 10:29

Endurskinsátak hestamanna

Öryggisnefnd LH beinir því til allra hestamanna að nota endurskin þegar skyggja tekur. Hér er um að ræða ódýrt öryggistæki sem getur bjargað bæði knapa og hesti.

Á facebook síðu endurskinsátaks hestamanna má sjá muninn á því hvað bílstjórinn sér, annars vegar þegar notað er endurskin og hins vegar þegar það er ekki notað.

17.11.2015 18:42

Pub quiz !!!!!!

Pub quiz !!!!!!

 

Hestamannafélagið Kópur ætlar að halda Pub quiz á Hótel Geirlandi laugardaginn 21. nóvember næstkomandi kl. 21:00.

Hversu vel þekkir þú hestaheiminn og heimabyggð þína???? Því spurningar kvöldsins verða tengdar hestum og Skaftárhreppi.

Boðið verður upp á veitingar og barinn verður opinn.

Aðgangseyrir eru litlar 1500 kr.

Ágóðinn mun renna til uppbyggingar á nýju mótssvæði Hestamannafélagsins Kóps.

 

Sjáumst sem flest og eigum góða stund saman í góðra vina hópi.

Hlökkum til að sjá ykkur öll

Hestamannafélagið Kópur.

27.10.2015 10:04

Folalda- og trippasýning

Folalda- og trippasýning

 

Sunnudaginn 8.nóvember kl. 14 stendur Hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri-Fljótum. Keppt verður í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2013 og 2014), hryssur og hestar. Síðasti skráningardagur er fimmtudagskvöldið  5.nóvember kl 21.00.

Skráningargjald er kr. 1000.

Dómari velur eigulegustu gripina en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.

Seld verður súpa. 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Pálínu Pálsdóttur s. 8674919 eða [email protected]

 

Stjórn Hestamannafélagsins Kóps

27.10.2015 10:03

Spurningakeppni hestamanna

Spurningakeppni hestamanna

Hrossarækt ehf og LH eru að undirbúa spurningakeppni hestamanna sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Spurningarnar verða samdar af valinkunnum hestamönnum og verða um hestatengt efni. Þættirnir verða teknir upp í nóvember og gefst öllum hestamannafélögum innan Landssambands hestamannafélaga tækifæri á að senda lið sem líklega verða tveggja manna. Skráningar þurfa að berast fyrir 10. nóvember. Eru ekki einhverjir áhugasamir Kópsfélagar sem væru til með að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni?

Kveðja
Stjórn Kóps

08.10.2015 12:40

Úrslit af hestaþingi Kóps 2015

IS2015KOP125 - Hestaþing Kóps
Mótshaldari: Hestamannafélagið Kópur
Dagsetning: 25.07.2015 - 25.07.2015
TÖLT T1
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásmundur Ásmundarson Sæla frá Stafafelli Vindóttur/móeinlitt Hornfirðingur 6,5
2 Páll Bragi Hólmarsson Vigdís frá Þorlákshöfn Brúnn/mó-einlitt Sleipnir 6,3
3 Hlynur Guðmundsson Ástrós frá Hörgslandi II Rauður/milli-skjótt Hornfirðingur 6,3
4 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Vaka frá Miðhúsum Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 6,2
5 Hugrún Jóhannesdóttir Heimur frá Austurkoti Grár/rauðureinlitt Sleipnir 6
6 Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauðureinlitt Kópur 5,8
7 Heiðar Þór Sigurjónsson Ketill frá Efstu-Grund Rauður/milli-einlitt Sindri 4,7
8 Guðmundur Jónsson Skugga-Sveinn frá Hörgslandi II Brúnn/milli-einlitt Fákur 4,5
9 Lilja Hrund Pálsdóttir Lýsa frá Reykjavík Leirljós/Hvítur/milli-ei... Sörli 3,5
10 Sigurlaugur G. Gíslason Höður frá Geirlandi Rauður/milli-einlitt Kópur 0
11 Snæbjörg Guðmundsdóttir Vinur frá Bjarnanesi Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 0
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásmundur Ásmundarson Sæla frá Stafafelli Vindóttur/móeinlitt Hornfirðingur 6,67
2 Páll Bragi Hólmarsson Vigdís frá Þorlákshöfn Brúnn/mó-einlitt Sleipnir 6,5
3 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Vaka frá Miðhúsum Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 6,33
4 Hugrún Jóhannesdóttir Heimur frá Austurkoti Grár/rauðureinlitt Sleipnir 6
5 Hlynur Guðmundsson Ástrós frá Hörgslandi II Rauður/milli-skjótt Hornfirðingur 6
SKEIÐ 100M (FLUGSKEIÐ)
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Hlynur Guðmundsson Krafla frá Efstu-Grund Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 8,45
2 Friðrik Reynisson Sleipnir frá Hlíðarbergi Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 8,5
3 Hlynur Guðmundsson Sólfaxi frá Eyri Vindóttur/móeinlitt Hornfirðingur 9,05
4 Gunnar Pétur Sigmarsson Hilmir frá Hraunbæ Brúnn/milli-einlitt Kópur 9,19
5 Gunnar Ásgeirsson Sólheimur frá Skjólbrekku í Lóni Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 0
6 Heiðar Þór Sigurjónsson Brenna frá Efstu-Grund Rauður/milli-einlitt Sindri 0
7 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Stússý frá Sörlatungu Vindóttur/jarp-einlitt Hornfirðingur 0
8 Hlynur Guðmundsson Óðinn frá Ytri-Skógum Rauður/ljós-blesóttglófex Hornfirðingur 0
SKEIÐ 150M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Friðrik Reynisson Sleipnir frá Hlíðarbergi Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 17,36
2 Gunnar Pétur Sigmarsson Hilmir frá Hraunbæ Brúnn/milli-einlitt Kópur 17,59
3 Heiðar Þór Sigurjónsson Brenna frá Efstu-Grund Rauður/milli-einlitt Sindri 18,15
4 Hlynur Guðmundsson Óðinn frá Ytri-Skógum Rauður/ljós-blesóttglófex Hornfirðingur 18,21
5 Hlynur Guðmundsson Sólfaxi frá Eyri Vindóttur/móeinlitt Hornfirðingur 0
6 Gunnar Ásgeirsson Sólheimur frá Skjólbrekku í Lóni Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 0
A FLOKKUR
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Álvar frá Hrygg Páll Bragi Hólmarsson Jarpur/milli-skjótt Kópur 8,13
2 Þrá frá Fellskoti Páll Bragi Hólmarsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Kópur 8,11
3 Bylgja frá Lækjarbrekku 2 Friðrik Reynisson Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 7,95
4 Elding frá Efstu-Grund Kristín Lárusdóttir Rauður/milli-einlitt Kópur 7,93
5 Gefjunn frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Móálóttur,mósóttur/milli... Hornfirðingur 7,83
6 Óðinn frá Ytri-Skógum Hlynur Guðmundsson Rauður/ljós-blesóttglófe... Sindri 7,44
7 Þruma frá Fornusöndum Svanhildur Guðbrandsdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 7,22
8 Brenna frá Efstu-Grund Heiðar Þór Sigurjónsson Rauður/milli-einlitt Sindri 0
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Álvar frá Hrygg Páll Bragi Hólmarsson Jarpur/milli-skjótt Kópur 8,29
2 Gefjunn frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Móálóttur,mósóttur/milli... Hornfirðingur 8,24
3 Bylgja frá Lækjarbrekku 2 Friðrik Reynisson Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,24
4 Þrá frá Fellskoti Páll Bragi Hólmarsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Kópur 8,14
5 Elding frá Efstu-Grund Kristín Lárusdóttir Rauður/milli-einlitt Kópur 8,13
B FLOKKUR
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Sæla frá Stafafelli Ásmundur Ásmundarson Vindóttur/móeinlitt Hornfirðingur 8,28
2 Máttur frá Miðhúsum Bjarney Jóna Unnsteinsd. Jarpur/dökk-skjótt Hornfirðingur 8,21
3 Þróttur frá Fornusöndum Guðbrandur Magnússon Rauður/milli-einlitt Kópur 8,15
4 Heimur frá Austurkoti Hugrún Jóhannesdóttir Grár/rauðureinlitt Sleipnir 8,1
5 Vinur frá Bjarnanesi Snæbjörg Guðmundsdóttir Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 8,09
6 Ástrós frá Hörgslandi II Hlynur Guðmundsson Rauður/milli-skjótt Kópur 8,06
7 Stormur frá Egilsstaðakoti Svanhildur Guðbrandsdóttir Grár/rauðureinlitt Kópur 8,01
8 Vaka frá Miðhúsum Hlynur Guðmundsson Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 8,01
9 Höður frá Geirlandi Sigurlaugur G. Gíslason Rauður/milli-einlitt Kópur 7,87
10 Ófelía frá Hvolsvelli Arnhildur Helgadóttir Móálóttur,mósóttur/milli... Kópur 7,82
11 Prins frá Hraunbæ Hulda Jónsdóttir Rauður/dökk/dr.stjörnótt Kópur 7,59
12 Potter frá Vestra-Fíflholti Jóhannes Óli Kjartansson Brúnn/milli-stjörnótt Kópur 7,24
13 Nn frá Hátúnum Þórunn Ármannsdóttir Rauður/milli-blesóttglóf... Kópur 0
14 Vigdís frá Þorlákshöfn Páll Bragi Hólmarsson Brúnn/mó-einlitt Kópur 0
15 Skugga-Sveinn frá Hörgslandi II Guðmundur Jónsson Brúnn/milli-einlitt Kópur 0
16 Gullmoli frá Egg Þórunn Ármannsdóttir Moldóttur/gul-/m-einlitt Kópur 0
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Sæla frá Stafafelli Ásmundur Ásmundarson Vindóttur/móeinlitt Hornfirðingur 8,4
2 Máttur frá Miðhúsum Bjarney Jóna Unnsteinsd. Jarpur/dökk-skjótt Hornfirðingur 8,28
3 Heimur frá Austurkoti Hugrún Jóhannesdóttir Grár/rauðureinlitt Sleipnir 8,24
4 Þróttur frá Fornusöndum Guðbrandur Magnússon Rauður/milli-einlitt Kópur 8,23
5 Vinur frá Bjarnanesi Snæbjörg Guðmundsdóttir Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 7,21
UNGLINGAFLOKKUR
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauðureinlitt Kópur 8,13
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauðureinlitt Kópur 8,33
STÖKK 300M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Lilja Hrund Pálsdóttir Lýsa frá Reykjavík Leirljós/Hvítur/milli-ein Sörli 27,97
2 Þórunn Ármannsdóttir Gullmoli frá Egg Moldóttur/gul-/m-einlitt Kópur 27,85
3 Þórunn Ármannsdóttir Nn frá Hátúnum Rauður/milli-blesóttglófe Kópur 27,68
BROKK 300M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Máttur frá Miðhúsum Jarpur/dökk-skjótt Hornfirðingur 51,07
2 Gunnar Pétur Sigmarsson Flugar frá Hraunbæ Móálóttur,mósóttur/milli- Kópur 0

Tenglar

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1740
Samtals gestir: 361
Tölur uppfærðar: 28.1.2022 13:43:42