11.06.2013 07:51

Dagskrá Hestaþings Sindra

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013

Á Sindravelli við Pétursey.

Drög að Dagskrá:

Laugardagur 15. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning              

Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3500 kr á hest (hámark 14000 á knapa)

Kl 19:00 Opin töltkeppni.  1. verðlaun 50.000 kr í reiðufé

Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni

 

Sunnudagur 16. júní:

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)

100 m fljótandi skeið

150 m skeið -

250 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

 

Við skráningu er farið inn á Sindrasíðuna þar sem er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) og er hægra megin á síðunni.

Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri.   Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 11. júní.  Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Hlyn í síma 8481580.

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni og einnig að vera með sérstaka forkeppni í tölti og gæðingakeppni sé þátttaka óvenju mikil. Það verður þó auglýst með fyrirvara.

 

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

05.06.2013 09:26

Úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Úrtaka Kópsfélaga fyrir fjórðungsmót á Hornafirði fer fram á Sindravelli 15. júní n.k.(Félagsmót Sindra)

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir um skráningar hjá Kristínu í síma 8693486 eða á netfang sigmarhelga@simnet.is.

 

Stjórnin.

22.05.2013 07:48

Reiðskóli Kóps

Reiðskóli verður haldinn á vegum Hestamannafélagsins Kóps að Syðri Fljótum.

Hefst hann 3. júní og lýkur 9. júní (frí 8. júní ) .

Reiðkennari verður Kristín Lárusdóttir.

Síðasti skráningardagur í reiðskóla er 31. maí.

Boðið verður upp á kennslu fyrir alla aldurshópa.

Reiðskólinn er líka fyrir fullorðina. Vana sem óvana.

Því ekki að skrá sig í reiðskóla. Hestamennska er holl og skemmtileg útivera.

Nánari upplýsingar og skráning í Reiðskólann er hjá Kristínu Lár á fljotar@simnet.is.

 

Sjáumst í Reiðskólanum

Hestamannafélagið Kópur

20.05.2013 23:15

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2013.

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2013.

Nr.  1 kom á miða   nr. 188

Nr.  2 kom á miða   nr. 136

Nr.  3 kom á miða   nr. 180

Nr.  4 kom á miða   nr. 157

Nr.  5 kom á miða   nr. 165

Nr.  6 kom á miða   nr.   95

Nr.  7 kom á miða   nr. 345

Nr.  8 kom á miða   nr. 383

Nr.  9 kom á miða   nr. 160

Nr. 10 kom á miða  nr.   71

Nr. 11 kom á miða  nr. 380

Nr. 12 kom á miða  nr. 356

Nr. 13 kom á miða  nr.   81

Nr. 14 kom á miða  nr.   57

Nr. 15 kom á miða  nr. 174

Nr. 16 kom á miða  nr. 134

Nr. 17 kom á miða  nr. 270

Nr. 18 kom á miða  nr. 333

Nr. 19 kom á miða  nr. 500

Nr. 20 kom á miða  nr. 193

13.05.2013 18:28

Tilkynning!

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa sér miða í Kóps happdrættinu. Dregið 20.maí.

Miðar eru til sölu hjá  Kristínu á Skriðuvöllum 5 eða í síma 8693486.

Stjórnin.

 

Vinningaskrá:

1.  Folatollur undir Klæng frá Skálakoti.

 2.  2 kg. humar í skel.

 3.  Folatollur undir Storm frá Herríðarhóli.

 4.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

 5.  Folatollur undir Trausta frá Blesastöðum 1A

 6.  Folald fætt 2013 frá Jórvík 1 undan Hagen frá Reyðarfirði.

 7.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

 8.  Folatollur undir Glað frá Prestsbakka.

  9.  Handprjónuð lopapeysa að eigin vali.

10.  Folatollur undir Freymóð frá Feti.

11.  2 kg. humar í skel.

12.  Folatollur undir Borða frá Fellskoti.

13.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

14.  Folatollur undir Þröst frá Hvammi.

15.  Black og Decker juðari frá Húsasmiðjunni.

16.  Folatollur undir Óðinn frá Eystra-Fróðholti.

17.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

18.  Folatollur undir Sævar frá Ytri-Skógum.

19.  Flís hestaábreiða frá Líflandi.

20.  Folatollur undir Hruna frá Breiðumörk.

 

08.05.2013 10:25

Dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+

3. Landsmót UMFÍ  50 + Vík í Mýrdal

Helgina 7-9.júní verður 3. Landsmót UMFÍ 50 + haldið í Vík í Mýrdal

 

DAGSKRÁ

Birt með fyrirvara um breytingar

 

Föstudagur 7. júní

 

Kl. 12:00–19:00         Boccia undankeppni

Kl. 20:00–21:00         Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

 

Laugardagur 8. júní

 

Kl. 08:00–08:30         Sundleikfimi, (opið öllum)

Kl. 08:00–19:00         Golf

Kl. 09:00-                   Ljósmyndamaraþon                          

Kl. 09:00-12:00          Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)

Kl. 09:00–11:30         Boccia úrslit

Kl. 10:00-12:00          Starfsíþróttir – dráttavélaakstur

Kl. 12:00–19.00         Bridds

Kl. 11:00–12:00         Zumba (opið öllum)

Kl. 12:00–14.00         Sund

Kl. 13:00–14:00         Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)

Kl. 13:00–15:00         Línudans

Kl. 13:00–16:00         Hestaíþróttir

Kl. 13:00–17:00         Skák

Kl. 14:00–15:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 14.00–18:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 16:00–18:00         Sýningar

Kl. 16:00–19:00         Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)

Kl. 20:30–21:00         Búfjárdómar

Kl. 20:00–21:00         Skemmtidagskrá (opið öllum)

 

Sunnudagur 9. júní

 

Kl. 08:00–08:30         Sundleikfimi (opið öllum)

Kl. 09:30- 12:30         Pútt

Kl. 09:00–12.30         Þríþraut

Kl. 09:00 -10:00         Ljósmyndamaraþoni lýkur

Kl. 09:00- 11:00         Kjötsúpugerð

Kl. 10:00 –12:00        Hjólreiðar (utanvegar 13 km)

Kl. 10:00–11:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 10:00–13:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 11:30–13:30         Starfsíþróttir – pönnukökubakstur

Kl. 10:00–14.00         Ringó

Kl. 10:00–14:00         Skák

Kl. 14:00–14:30         Mótsslit (opið öllum)

 

 

 

 

08.05.2013 10:22

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

 

Kæru félagar

 

Eins og þið vitið þá verður Landsmót UMFÍ 50 + haldið helgina 7. – 9. júní í  Vík í Mýrdal.

 

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti J og senda þessar upplýsingar á sem flesta. Allir geta tekið þátt í mótinu óháð félagsaðild að ungmennafélagi.  

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Auk  keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verður boðið upp á  ýmsa  afþreyingu fyrir keppendur og gesti. Hægt verið að fara í sögugöngu um Vík í Mýrdal, Zumba, sundleikfimi, kvöldvökur og enda kvöldið á dansleik. Því er óhætt að segja að eitthvað verður í boði fyrir alla.  

Keppnisgreinar á mótinu eru: Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals, boccia, bridds, golf, frjálsíþróttir, hestaíþróttir, línudans, pútt, ringó, skák, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur, kjötsúpugerð, ljósmyndamaraþon,búfjárdómar, sund, sýningar,  þríþraut og utanvegar hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins  www.landsmotumfi50.is.

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal 7. – 9. júní 2013 kát og hress :).

 

Mínar allra bestu kveðjur,

Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +

Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á sigurdur@umfi.is sími: 568-2929

 

 

05.05.2013 17:57

Fréttatilkynning FM2013

Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkjum í Nesjum, dagana 20. - 23. júní í sumar. 

Hestamannafélaginu Kóp hefur verið boðin þátttaka.

Sjá fréttatilkynningu frá Hornfirðing hér að neðan:

FM2013.fréttatilkynning.pdf

 

hornfirdingur.123.is

 

15.04.2013 09:54

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2013

Firmakeppni Kóps var haldin í dag á Syðri-Fljótum. Til stóð að halda keppnina á Sólvöllum en ákveðið var að færa keppnina í hús þar sem veðurspá var óhagstæð fyrir daginn. Þátttaka var ágæt og tókst keppnin í alla staði vel. Hross og knapar stóðu sig með prýði og þökkum við þeim fyrir þátttökuna og áhorfendum fyrir komuna.
 

Eftirtalin fyrirtæki og býli tóku þátt og færum við þeim bestu þakkir fyrir:

Arion banki

Auja og Siggi Heilsugæslunni

Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri

Búval ehf.

Dýralæknaþjónusta Suðurlands ( Lars Hansen.)

Efri-Ey 2

Fagurhlíð

Ferðaþjónustan Hunkubökkum

Fósturtalningar Ellu og Heiðu

Gröfuþjónusta Birgis Jónssonar

Heilsuleikskólinn Kæribær

Herjólfsstaðir

Hjúkrunarheimilið Klaustri

Hótel Geirland

Hótel Klaustur

Hótel Laki

Hörgsland 2

Jórvík 1

Kirkjubæjarklaustur 2

Kirkjubæjarstofa

Krónus (Palli og María )

Mýrar

Nonna og Brynjuhús

Prestsbakki

Skaftárhreppur

Systrakaffi

Tamningastöðin Syðri-Fljótum

Tjaldstæðið Kirkjubæ 2

Tjaldstæðið Kleifum

Þykkvibær 1

Þykkvibær 3

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Barnaflokkur:

1.sæti Svanhildur Guðbrandsdóttir á Eldingu f. Efstu-Grund

Firma: Hótel Klaustur.
 

2. sæti Sigurður Gísli Sverrisson á Moy Kong f. Mosfellsbæ

Firma: Tjaldsvæðið Kirkjubæ 2

 

3. sæti Svava Margrét Sigmarsdóttir á Fagra Blakk f. Ytri-Tungu

Firma: Efri-Ey 2

 

Unghrossaflokkur:

1.sæti  Perla frá Hraunbæ. Eig. og knapi Hlynur Guðmundsson.

Firma: Hótel Laki
 

2.sæti  Svarta Perla frá Fornusöndum. Eig. Magnús Geirsson. Knapi Svanhildur Guðbrandsd.

Firma: Tamningastöðin Syðri- Fljótum
 

3.sæti  Askur frá Laugarbóli. Eig. Sævar Kristjánsson. Knapi Guðbrandur Magnússon.

Firma: Fósturtalningar Ellu og Heiðu.

 

Opinn flokkur:
 

1.sæti  Þokki frá Efstu Grund. Eig. Kristín og Brandur. Knapi Kristín Lárusdóttir.

Firma: Þykkvibær 3
 

2.sæti  Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 Eig. Hulda Karólína Harðardóttir. Knapi Hlynur Guðmundsson.

Firma: Tjaldstæðið Kleifum.
 

3. sæti  Stormur frá Egilsstaðakoti. Eig. Kristín og Brandur. Knapi Svanhildur Guðbrandsdóttir.

Firma: Ferðaþjónustan Hunkubökkum.
 

4.sæti  Blær frá Prestsbakka. Eig. Jón Jónsson og Ólafur Oddsson. Knapi Árni Gunnarsson.

Firma: Hótel Geirland.
 

5.sæti  Kjarkur frá Vík Eig. Kristín og Brandur. Knapi Guðbrandur Magnússon.

Firma: Kirkjubæjarklaustur 2

12.04.2013 19:36

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Minnum á firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. apríl. 

Keppni hefst klukkan 13:30 og keppt verður í eftirfarandi flokkum:  Barna-, Unglinga-, Unghrossa- og Opnum flokki.

 

Firmanefnd hefur ákveðið að keppnin fari fram í

REIÐHÖLLINNI SYÐRI-FLjÓTUM

þar sem völlurinn á Sólvöllum er þakin snjó og veðurspá ekki góð fyrir laugardeginum.

 

Vinsamlegast látið þetta fréttast sem víðast.

Sjáumst,

Firmanefndin

10.04.2013 19:12

Halló, halló krakkar og foreldrar á félagssvæði Kóps.

Tilkynning frá æskulýðsnefnd.

Ákveðið hefur verið að aflýsa áður auglýstri sætaferð á Hestafjörið á Selfossi sem á að vera á sunnudaginn 14.apríl.
Öllum er samt heimilt að mæta á þessa sýningu, þar sem þetta er ekkert beintengt í gegnum félögin og bendi ég á auglýsingu á heimasíðu Kóps hmfkopur.123.is.

En í staðinn ætlum við að hafa Pizzufjör hér heima. 
Það verður haldið á Systrakaffi strax eftir skóla núna á föstudaginn 12. apríl.

Við ætlum að fara í leiki, spurningakeppni,hafa smá fræðslu og éta alveg helling af pizzum. Frítt fyrir þá sem eru í félaginu og eru skuldlausir. Þeir sem ekki eru í félaginu og eiga ekki pabba eða mömmu í félaginu borga 1000 kr. 

Og kæru foreldrar, þátttaka barnanna ykkar veltur á því hvort að þið getið sótt þau kl. 16:30 þegar fjörinu lýkur. Við sjáum um að allir sem taka þátt fylgist að á Systrakaffi að loknum skóla.

En  til að vita nú hvað við þurfum að panta margar pizzur þarf að skrá sig í síðasta lagi um hádegi á fimmtudaginn 11.apríl hjá Stínu í síma 8693486  eða hjá Mæju í síma 8571973 En allir verða að hafa leyfi frá foreldrum.

Með kveðju
Stína, Mæja og Sissi.

05.04.2013 07:52

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Laugardaginn 13. apríl verður Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps haldin á Sólvöllum.

 

Keppni hefst kl. 13:30 og keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Barna-, unglinga-, unghrossa- og opnum flokki.

 

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 11. apríl til Sigurðar Hörgslandi II, Fanneyjar Ólafara Kirkjubæjarklaustri II eða Pálínu Mýrum.

 

Sigurður: horgsland2@simnet.is eða 861 9081

Fanney Ólöf: fanneyolof@gmail.com eða 894 1560

Pálína: palinapalsd@hotmail.com eða 867 4919

 

Bestu kveðjur, 

Firmanefnd

02.04.2013 07:44

Þakkir til styrktaraðila á páskabingói Hmf. Kóps

Páskabingó Kóps var haldið s.l. laugardag. Þar mætti fjöldi fólks og freistaði gæfunnar en hún er eins og vant er mismunandi hliðholl fólki.

Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og þátttökuna.

Fjölmargir styrktu félagið með því að gefa vinninga og færum við þeim  bestu þakkir fyrir en það eru eftirtaldir:

 

Soffía Gunnarsdóttir Jórvík 1

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir Jórvík 1

Fjóla Þorbergsdóttir Klaustri

Systrakaffi ehf.

Icelandair Hótel Klaustur

Mjólkursamsalan ehf.

Hótel Geirland

Hótel Laki

Íþróttamiðstöðin Klaustri

Verslunin Baldvin og Þorvaldur Selfossi

Sælgætisgerðin Góa ehf.

Arion Banki Klaustri

 

Með kveðju

Fjáröflunarnefnd Kóps.

29.03.2013 20:27

Skýrari vinningaskrá

Skýrari mynd af vinningaskrá í happdrætti Kóps.

 

 1.  Folatollur undir Klæng frá Skálakoti.

 2.  2 kg. humar í skel.

 3.  Folatollur undir Storm frá Herríðarhóli.

 4.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

 5.  Folatollur undir Trausta frá Blesastöðum 1A

 6.  Folald fætt 2013 frá Jórvík 1 undan Hagen frá Reyðarfirði.

 7.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

 8.  Folatollur undir Glað frá Prestsbakka.

  9.  Handprjónuð lopapeysa að eigin vali.

10.  Folatollur undir Freymóð frá Feti.

11.  2 kg. humar í skel.

12.  Folatollur undir Borða frá Fellskoti.

13.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

14.  Folatollur undir Þröst frá Hvammi.

15.  Black og Decker juðari frá Húsasmiðjunni.

16.  Folatollur undir Óðinn frá Eystra-Fróðholti.

17.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

18.  Folatollur undir Sævar frá Ytri-Skógum.

19.  Flís hestaábreiða frá Líflandi.

20.  Folatollur undir Hruna frá Breiðumörk.

 

Miðarnir eru  til sölu nú þegar hjá Kristínu á Skriðuvöllum 5 og verða síðan boðnir til sölu  á ýmsum stöðum.

 

Stjórnin.

Tenglar

Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141878
Samtals gestir: 22763
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 22:57:49