16.08.2015 09:33

Heimsmeistari í tölti.Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum náði þeim stórkostlega árangri að verða heimsmeistari í tölti á hesti sínum Þokka frá Efstu-Grund. Óskum við henni innilega til hamingju með heimsmeistaratitilinn og tölthornið.

Við heimkomuna voru nokkrir félagar úr Hmf. Kóp mættir á hlaðinu hjá henni og færðu henni blóm og tertu sem smá viðurkenningarvott fyrir hennar frábæru frammistöðu. Myndir sem teknar voru af því tilefni eru aðgengilegar í myndaalbúminu hér á heimasíðunni.

Stjórn Kóps.


27.07.2015 11:14

Hestaferð Kóps

Hestaferð kóps verður farin 7.-9. ágúst og verður haldið í Landeyjarnar í þetta sinn. 

Á föstudeginum 7. verður lagt af stað frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum kl. 14.00. 

Hægt verður að koma með hross í girðingu á fimmtudeginum ef það hentar fólki betur. 

Á föstudegi verður riðið yfir gömlu Markarfljótsbrúna og endað að Grenstanga í Landeyjum.

Á laugardeginum verður riðið að Álfhólum ásamt því að riðið verður niður á fjöru. 

Á sunnudeginum verður riðið upp með Hólsá/Þverá og endað að Hemlu. 

Fararstjóri á laugardegi verður úr hópi heimamanna í A-Landeyjum en Vignir á Hemlu mun leiða hópinn á sunnudeginum.

Gisting verður að Grenstanga í Landeyjum í uppbúnum rúmum, sameiginleg grillveisla verður á laugardagskvöldinu.
Kostnaði verður haldið í lágmarki en áætlaður kostnaður er um 5-8 þús. á mann.

Skráningu um þáttöku þarf að vera lokið 31. júlí.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ellu í Hlíð í síma 487-1363/848-1510, Hjalta í Mörk í síma 487-4675 og Gísla á Geirlandi í síma 893-6940.

15.07.2015 15:56

Vinnukvöld á Sólvöllum

Vinnukvöld á Sólvöllum.

 

Vinnufúsir félagsmenn og aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum fimmtudagskvöldið 23. júlí n.k. kl. 19:00, og síðar ef einhverjum hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu,  skóflu, sleggju  ofl. Hressing að loknu verki.

 

Stjórn og mótanefnd

15.07.2015 15:54

Hestamannamót Kóps 2015

Hestamannamót Kóps 2015

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti  laugardaginn 25. júlí n.k. og hefst kl. 10:00

Mótið er opið í A- og B-fl. og Tölti.


Dagskrá verður eftirfarandi:

-Forkeppni  í  B-fl.(opinn öllum), barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-flokk (opinn öllum). 

-Forkeppni í tölti. ( opin öllum). 

-Matarhlé. 

-Á  mótinu  verður  sjoppa  einungis opin í matarhléi, þar sem seldar verða grillaðar pylsur, gos og kaffi.  Ath. enginn posi á staðnum. 

-Mótssetning. 

-Pollaflokkur

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

 

Kappreiðar:

 -150 m. skeið

 - 300 m. brokk

 - 300 m. stökk 

 -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar

(hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið [email protected]  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps,www. hmfkopur.123.is (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn  22.júlí. Ef vandamál koma upp við skráningu eða ef eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttir í síma 8674919.

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins,  kennitölu knapa og skráningargjaldið í beinhörðum.

 

Ef breytingar verða á dagskrá verður það auglýst nánar og einnig birt á heimasíðu Kóps www.hmfkopur.123.is sem og aðrar nýjar upplýsingar um mótið ef einhverjar eru.

  

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Með kveðju

Stjórn og mótanefnd Kóps

22.06.2015 14:54

Fjórðungsmót Austurlands 2015

Fjórðungsmót Austurlands 2015

 

Félögum í Kóp stendur til boða að senda 4 keppendur í hvern flokk á FM 2015 á Austurlandi.


Ef einhverjir félagsmenn hafa áhuga á þessu, vinsamlegast hafið þá samband sem fyrst við Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486.


Skráningar þurfa að berast fyrir 26. júní og fara þær fram í gegnum stjórn Kóps. Stjórn áskilur sér rétt til að ákvarða um þátttöku í gæðingakeppninni útfrá einkunnum og árangri keppenda á árinu.

 

Í opnu flokkana þ.e. tölt, skeið og opna stóðhestakeppni, er öllum frjáls þátttaka og þá er skráning og greiðsla skráningargjalda á ábyrgð knapa.

 

Upplýsingar um mótið er hægt að finna á heimasíðu Fjórðungsmóts Austurlands 2015.

 

Stjórn Kóps

21.06.2015 10:08

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2015

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2015

Barnaflokkur: 

1.       Svava Margrét Sigmarsdóttir

       Þokki frá Uxahrygg

       Firma: Ferðaþjónustan Hunkubakkar

 

Unglingaflokkur: 

1.       Svanhildur Guðbrandsdóttir

Stormur frá Egilsstaðakoti

Firma: Krónus - Palli og María

 

2.       Lilja Hrund Pálsdóttir

Lísa frá Reykjavík

Firma: Herjólfsstaðir 

 

Opinn flokkur: 

1.       Kristín Lárusdóttir

Þróttur frá Fornusöndum

Firma: Kirkjubæjarklaustur II

 

2.       Svanhildur Guðbrandsdóttir

Stormur frá Egilsstaðakoti

Firma: Lars - Dýralæknaþjónustan Suðurlandi

 

3.       Guðbrandur Magnússon

Kjarkur frá Vík

Firma: Hörgsland II

 

4.       Arnhildur Helgadóttir

Ófelía frá Hvolsvelli

Firma: Skaftárhreppur

 

5.       Þórunn Ármannsdóttir

Gullmoli frá Egg

Firma: Heilsuleikskólinn Kærabæ

16.06.2015 11:43

Firmakeppni/Þrautabraut.

Firmakeppni/Þrautabraut.

 

Skorum á sem flesta að koma og taka þátt í þrautabrautinni á morgun eftir firmakeppni Kóps á Sólvöllum.

Þetta er skemmtileg og auðveld braut sem allir ráða við. Verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.

 

Endilega komið og verið með, ykkur til skemmtunar og ekki síður til að skemmta áhorfendum, því þetta er býsna áhorfendavæn keppnisgrein.

 

Hvetjum einnig alla til þátttöku í firmakeppninni.

 

Stjórnin.

12.06.2015 13:29

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2015


Vinningur nr. 1 á miða nr. 240

Vinningur nr. 2 á miða nr. 277

Vinningur nr. 3 á miða nr.  92

Vinningur nr. 4 á miða nr. 214

Vinningur nr. 5 á miða nr.   46

Vinningur nr. 6 á miða nr. 153

Vinningur nr. 7 á miða nr. 323

Vinningur nr. 8 á miða nr. 104

Vinningur nr. 9 á miða nr. 344

Vinningur nr. 10 á miða nr.  89

Vinningur nr. 11 á miða nr. 259

Vinningur nr. 12 á miða nr.  29

Vinningur nr. 13 á miða nr. 170

Vinningur nr. 14 á miða nr. 135

Vinningur nr. 15 á miða nr. 152

Vinningur nr. 16 á miða nr. 352


Fjáröflunarnefnd Kóps þakkar góðar móttökur í þessu fjáröflunarverkefni félagsins.


12.06.2015 08:17

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin að Sólvöllum í Landbroti miðvikudagskvöldið 17. júní n.k. kl. 20.00. Keppt verður í barna-, unglinga-, opnum- og unghrossaflokki auk þrautabrautar. Æskilegt er að skráningar berist til Öddu á Herjólfsstöðum á netfangið [email protected] eða í síma 866 5165 fyrir kl. 20:00 á þriðjudag 16. júní n.k. en við lokum þó ekki fyrir skráningar á staðnum. Barnaflokkur: Frjálst 2-3 hringir Unglingaflokkur: Þrír hringir. Sýna að minnsta kosti 2 gangtegundir og eina ferð á beinu brautinni Opinn flokkur: Einn hringur hægt tölt og einn hringur tölt með hraðabreytingum. Hægja niður og snúa við. Einn hringur brokk og einn hringur yfirferð tölt eða brokk. Ein ferð á beinu brautinni, frjálst Unghrossaflokkur: Frjálst 2-3 hringir Hittumst hress og í keppnisstuði. Firmakeppnisnefnd Hmf. Kóps.

10.06.2015 16:02

Hestaferð Kóps

Minnum á árlega hestaferð Hmf. Kóps helgina 7.-9. ágúst 2015 (helgin eftir verslunarmannahelgi).

Endilega takið helgina frá og komið með í skemmtilega hestaferð.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

 

Ferðanefndin.

19.05.2015 08:40

Reiðskóli Kóps

Reiðskóli verður haldinn á vegum Hestamannafélagsins Kóps að Syðri Fljótum.

Kennt verður 26.-29. maí og 1.-3. júní.

Síðasti skráningardagur í reiðskóla er 23. maí.

Boðið verður upp á kennslu fyrir alla aldurshópa.  Vana sem óvana.

Verð: Fyrir krakka sem eru félagsmenn í Kóp:  5000.- . Aðrir 12.000.-.


Því ekki að skrá sig í reiðskóla. Hestamennska er holl og skemmtileg útivera.

Nánari upplýsingar og skráning í reiðskólann er hjá Kristínu Lár á [email protected] eða sími 4874725.

 

Sjáumst í Reiðskólanum

Hestamannafélagið Kópur

09.04.2015 13:27

Firmakeppni Kóps frestað

Áður auglýst firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps þann 18. apríl n.k. verður frestað þangað til í júní.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Firmakeppnisnefnd hmf. Kóps

03.04.2015 09:41

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps

verður haldið í Kirkjubæjarskóla á Síðu laugardaginn fyrir páska, þann 4.apríl n.k og hefst

 kl. 13:30.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 750 kr.

Hluti ágóðans rennur til styrktar góðu málefni.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.

03.03.2015 21:30

Frumtamningarnámskeið!

 
Til stendur að halda frumtamningarnámskeið á vegum Kóps núna í mars, ef næg þátttaka fæst.
Þeir sem áhuga hafa endilega hafið samband sem fyrst, við Pálínu í síma: 8674919 eða Kristínu í síma: 8693486 og fáið meiri upplýsingar.
 
Bestu kveðjur
Stjórnin.

15.02.2015 13:06

RANGÁRHÖLLIN 2. APRÍL: STÓRSÝNING SUNNLENSKRA HESTAMANNA!

Stórsýning sunnlenskra hestamanna verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu á skírdagskvöld, hinn 2. apríl næstkomandi. Það er Rangárhöllin sem gengst fyrir sýningunni í samstarfi við sunnlenska hestamenn og hrossaræktendur. 
Dagskrá sýningarinnar verður kynnt á næstu dögum, en stefnt er að því að þarna komi fram úrval hrossa af Suðurlandi, stóðhestar, gæðingar, ræktunarhópar og afkvæmahópar.

Sérstök áhersla verður lögð á að kynna unga stóðhesta, á fjórða og fimmta vetur, og einnig munu koma fram eldri og þekktari hestar sem þegar hafa sannað gildi sitt sem afkvæmahestar. Nokkrir þekktir stóðhestar verða einnig hafðir til sýnis í hléi þar sem
gestir munu geta virt þá fyrir sér í návígi.

Á næstu dögum verður haft samband við fjölda hrossaræktenda og eigenda hesta vegna sýningarinnar, en áhugasamir eru einnig hvattir til að hafa samband við Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu til að fá frekari upplýsingar. 
Engin skráningargjöld verða tekin vegna hesta sem taka þátt og verði aðgöngumiða verður mjög stillt í hóf.

Aðstandendur sýningarinnar hvetja hestamenn til að taka kvöldið frá, þetta er á skírdagskvöld í miðri páskahelginni og örugglega verður mikil umferð hestamanna um héraðið þessa daga og margir byrjaðir að huga að stóðhestanotkun fyrir vorið og
sumarið. 

Nánari fréttir munu berast næstu daga.

Tenglar

Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1638
Samtals gestir: 361
Tölur uppfærðar: 28.1.2022 11:56:12