01.04.2014 08:47

Skemmtiferð aflýst.

 

Ekki náðist viðunandi þátttaka í ferðina á töltkeppnina svo við aflýsum henni hér með.

Það gengur bara betur næst.

 

Kveðja

Stjórnin.

21.03.2014 16:42

Skemmtiferð.

Laugardaginn 5. apríl nk. er fyrirhuguð ferð á ístölt keppnina „Þeir allra sterkustu“ í Skautahöllinni Laugardal. Jafnframt er stóðhestakynning samhliða þessari sýningu.

Einnig er hugmyndin að koma við á leiðinni á einhverju spennandi hrossabúi.

Nánari ferðatilhögun og kostnaður auglýst betur þegar nær dregur.
 

Áhugasamir skrái sig í ferðina hjá Kristínu í síma 8693486 eða á netfangið [email protected] fyrir sunnudagskvöldið 30. mars.
 

Stjórn Kóps.

10.03.2014 08:59

FEIF Youth Cup

FEIF YOUTH CUP - OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

 

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014  er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru:

 • Reynsla í hestamennsku
 • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
 • Góð enskukunnátta
 • Sjálfstæði og jákvæðni
 • Að geta unnið í hóp
 • Reglusemi

Á vef FEIF Youth Cup er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf bréf frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsu og því sem hann vill koma á framfæri.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FEIF Youth Cup, skrifstofu LH og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2014. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangið [email protected].

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga 

04.03.2014 09:02

Aðalfundargerð 2014

Aðalfundur  Hestamannafélagsins Kóps haldinn 21.febrúar 2014 fyrir árið 2013

 

 1. Fundur settur , formaður Kristín Ásgeirsdóttir setur fund. Formaður stakk upp á Sverri Gíslasyni sem fundarstjóra og Kristínu Lárusdóttur sem fundarritara. Samþykkt. Sverrir bauð alla velkomna, stoltur og ánægður með traustið. 10 mættir.
   
 2. Fundarritari Kristín Lárusdóttir les fundargerð síðasta aðalfundar, hún borin upp til samþykktar. Hún samþykkt.
   
 3. Skýrsla stjórnar. Kristín Ásgeirsdóttir les skýrslu stjórnar. Skýrslan samþykkt.
   
 4. Gjaldkeri Sigurjón Fannar Ragnarsson les upp reikninga og útskýrir þá. Bornir upp til samþykktar. Gjöld 2.899.586,- tekjur 2.192.135,- veltufjármunir alls 1.509.350,- fastafjármunir 8.982.798,- Eignir alls 10.492.139,-. Reikningar samþykktir samhljóða.
   
 5. Lagabreytingar. Engar lagabreytingar.
   
 6. Tillaga frá stjórn

Aðalfundur Hmf.Kóps haldinn á Geirlandi 21.2. 2013 samþykkir að félagsgjöld  fyrir 16 ára og yngri og 70 ára og eldri verði kr. 2500 og kr. 5000 fyrir 17 ára – 69 ára.

Samþykkt.
 

 1. Kosningar
  1. Kosin stjórn samkv. 5. grein.

Kristín Ásgeirsdóttir kosin formaður áfram með lófataki.

Sigurjón Fannar Ragnarsson og Ása Gróa Hrafnsdóttir ætla að víkja úr stjórn. Rannveig Ólafsdóttir og Gunnar Pétur Sigmarsson kosin í stjórn. Varamenn Jón Atli Jónsson og Sæunn Káradóttir.

 1. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.

          Gísli Kjartansson og Sverrir Gíslason. Varamaður Guðbrandur Magnússon

 1. Kosnir fulltrúar á USVS þing

          Stjórn        

 1. Fulltrúar á LH þing. Formaður og varaformaður
 2. Kosið í starfsnefndir félagsins
 • Ferðanefnd

Kristín Lárusdóttir formaður, Hafdís Þorvaldsdóttir og Ingibjörg Matthíasdóttir

 • Mótanefnd

Anna Harðardóttir, formaður, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Jón Geir Ólafsson, Jóhannes Kjartansson, Bjarney Birta Atladóttir

 • Reiðveganefnd

Anton Kári Halldórsson formaður, Örvar Egill Kolbeinsson, Sigurður Vigfús Gústafsson

 • Firmanefnd

Þórgunnur María Guðgeirsdóttir formaður, Sveinn H Jensson, Gísli Kjartansson

 • Fjáröflunar og veitingarnefnd

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir formaður,Rannveig Ólafsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir og Rúnar Þorri Guðnason

 • Æskulýðsnefnd

Kristín Ásgeirsdóttir formaður, Svanhildur Guðbrandsdóttir og Sigurjón Fannar Ragnarsson

 

 1. Kaffihlé

 

 1. Nýir félagar samþykktir í félagið

          Guðjón Bergsson

          Valgerður Erlingsdóttir

          Sæunn Káradóttir
         

 1. Önnur mál

Gísli Kjartansson spurði um hvernig stæðu samningar við Hörð í Efri Vík varðandi Sólvelli.

Ekki er búið að hafa samband við Hörð en búið er að hafa samband við Skaftárhrepp um samvinnu en á Stjórnarsandi er skipulögð útivistarlóð sagði Kristín Ásgeirsdóttir. Málin rædd fram og aftur varðandi keppnissvæði.

Kristín Ásgeirsdóttir spurði hvort fólk vildi ekki fá nýjan félagsbúning.

Vísað til stjórnar og vonar fundurinn að nýjir jakkar verði komnir fyrir hópreið á Landsmóti 2014.

Stjórn falið að skipuleggja menningarferð.

Stjórn falið að skipuleggja beina útsendingu úr meistaradeildinni á Hótelinu.

Námskeið, rætt um hvort halda eigi námskeið.

Búið er að færa Íslandsmót fullorðina og yngri flokka á sömu helgi og var búið að setja hestamannamót Kóps. Vísað til stjórnar í samvinnu við mótanefnd um að ákveða hvort eigi að færa mótið okkar.

 

Ekki fleira tekið fyrir

 

Fundastjóri sleit fundi

04.03.2014 08:58

Meistaradeildin í beinni

Meistaradeildin í hestaíþróttum verður í beinni útsendingu á Icelandair hótel Klaustur fimmtudagskvöldið 6.mars. Útsendingin byrjar kl. 19.

Súpa dagsins hjá Svenna verður á 1100,-

 

Stjórn Kóps

18.02.2014 10:59

Ágætu félagsmenn!

Ágætu félagsmenn!

Það líður senn að aðalfundi og nú sem endranær vantar gott fólk til að starfa í nefndum,

t.d. ferðanefnd, firmanefnd, mótanefnd og fjáröflunarnefnd.

Ef að það eru einhverjir sem brenna í skinninu af eftirvæntingu yfir því að fá að starfa í einhverri nefnd,

endilega hafið samband við einhvern í stjórninni eða bara mætið á aðalfundinn og gefið kost á ykkur.

 

Hittumst  hress og hugmyndarík á aðalfundi og aukum kraftinn í félagsstarfinu.

Stjórn Kóps

11.02.2014 13:10

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

verður haldinn á Hótel Geirlandi föstudaginn 21. febrúar n.k. kl. 20:30.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

 

09.01.2014 08:53

Reiðnámskeið

Gleðilegt nýtt ár kæru hestamenn og aðrir

Reiðnámskeið

25. eða 26.janúar verður haldið reiðnámskeið að Syðri Fljótum.

Reiðkennari verður Sylvía Sigurbjörnsdóttir reiðkennari frá Hólaskóla.

Námskeiðið verður 1 dagur og er hugmyndin að hún komi aftur seinna í vetur. Látið þetta einstaka tækifæri ekki fara fram hjá ykkur og komið á námskeið hjá þessari reyndu hestakonu. Þeir sem hafa hug á því að mæta eða vilja fá upplýsingar hafi samband við Kristínu Lár í síma 4874725 eða á [email protected] í síðasta lagi 17. Janúar. Fyrstir panta fyrstir fá ef aðsókn verður mikil.

 

Stjórn hestamannafélagsins Kóps

06.01.2014 14:48

TREC - spennandi ný grein

TREC er spennandi ný grein sem er að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Greinin er

skemmtileg, spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir

TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur. Keppni í TREC samanstendur

af þremur þáttum og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þáttum í lokin. Auðvelt er

að vera með einhverja af þessum þáttum eða alla saman eftir aðstæðum og tíma. Verið er að leggja

lokahönd á þýðingu á reglupakkanum og samræma reglurnar eftir atvikum íslenskum aðstæðum.


Fyrst ber að nefna ratleik,sem eftir á að útfæra betur. Keppendur fá að skoða kort af fyrirfram

ákveðinni leið í um 20 mínútur fyrir start og færa punkta yfir á sitt eigið kort sem þeir hafa með sér

ásamt áttavita. Þeir þurfa að koma við á ákveðnum stöðum á leiðinni, 8 stöðvum eða svo. Leiðin er

mislöng á milli stöðva og gefin upp áætlaður meðalhraði á milli stöðva. Vegalengd og tími getur verið

allt frá 20 til 35 km sem tekur ca. 4-6 tíma í reið. Það eru dómarar á eftirlitsstöðvunum sem fylgjast

með að allir komi við og að allt sé í lagi með knapa og hest.
 

Annar hlutinn felst í þrautabraut sem er á bilinu 1000-1500 m að lengd og fjöldi þrauta er 16.

Fjölbreytileiki þrauta og uppsetninga þeirra er mikill en til eru a.m.k. 32 skilgreindar þrautir s.s.

að fara yfir brú, opna hlið, stökkva yfir hindrun o.fl. Dómarar meta skilvirkni parsins við að leysa 

þrautina, stíl þeirra og gangtegund og hugsanlegan frádrátt stiga vegna refsinga.


Þriðji hlutinn er gangtegundastjórnun. Þar sýnir parið hægt stökk, sem hægast á 2 m breiðri og 150

m langri braut og síðan fet til baka eins hratt og þau komast. Tíminn er mældur, lykilatriði er að vera

á réttum gangi og hafa fulla stjórn á hestinum. Tímatafla er til um þetta verkefni sem gefur stig í 

samræmi við árangur.


LH hefur hafið kynnigarherferð á TREC og eru aðildarfélögin hvött til að vera á sambandi við 

skrifstofuna eða Sigurð Ævarsson sem allra fyrst. Mörg félög eru komin af stað og áhugi er mikill.

Þetta hentar hestinum okkar mjög vel og er frábær viðbót í fjölbreytta flóru hestamennskunnar í

landinu. Kynningin tekur ca 1,5 klst og gefur fólki góða innsýn í þessa skemmtilegu og fjölskyduvænu

íþrótt sem allir geta tekið þótt í. Námskeið fyrir verðandi dómara, leiðbeinendur og þá sem vilja 

kynna sér þetta enn betur, verður í lok febrúar eða byrjun mars á næsta ári. 


Skrifstofa Lh

[email protected]

514 4030

 

Displaying Trec 2013 (117).jpgDisplaying Trec 2013 (167).jpg

Displaying Trec 2013 (177).jpgDisplaying image1.jpeg

Displaying image2.jpegDisplaying image3.jpeg

Displaying image4.jpegDisplaying image5.jpeg

16.11.2013 14:27

Vantar upplýsingar um fegursta gæðing Kóps

Mig vantar svo upplýsingar um hverjir hafa hlotið titilinn „ Fegursti gæðingur Kóps“ á árunum 1978-1988.

Fyrst var kosið 1977 og ég veit hver það er.

Endilega kíkið á verðlaunagripasafnið. Ég þarf nafn hests, eiganda,  knapa og árið.

Þeir sem geta gefið mér upplýsingar um þetta vinsamlegast sendið mér línu á [email protected] eða s: 8693486.

 

Með kveðju

Kristín Ásg.

09.11.2013 20:47

Úrslit folalda- og trippasýningar Kóps

Eigulegasta folaldið kosið af áhorfendum var ( 2 jöfn ) Seifur frá Kirkjubæjarklaustri og Ronja frá Þykkvabæ 3.
 
Eigulegasta folaldið valið af dómara Ari frá Hörgslandi.
 
Eigulegasta trippið kosið af áhorfendum og líka dómara var Vigdís frá Geirlandi.
 
Úrslit folalda og trippasýningar hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri Fljótum  9. nóvember 2013
         Dómari Pétur Halldórsson                  
Hesttrippi
 
Nr Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 Skírnir frá Hörgslandi II Rauður/milli- einlitt 1 Anna Harðardóttir Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Syrpa frá Hörgslandi II
2 Stjörnufákur frá Hraunbæ Rauður/milli- einlitt 1 Sigmar Helgason Bliki annar frá Strönd Stjarna frá Hraunbæ
3 Flótti frá Herjólfsstöðum Brúnn/milli- einlitt 1 Stefán Jónsson Glitnir frá Bessastöðum Kolbrún frá Nykhóli
4 Garpur frá Geirlandi Brúnn/milli- einlitt 1 Gísli K Kjartansson Þröstur frá Hvammi Þrá frá Fellskoti
Mertrippi
 
Nr Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 Vigdís frá Geirlandi Jarpur/dökk- einlitt 2 Sigurlaugur Gísli Gíslason Svarthamar frá Sauðárkróki Snerra frá Hala
2 Sóley frá Syðri-Fljótum Rauður/milli- blesótt 1 Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Arður frá Brautarholti Eldey frá Fornusöndum
3 Nn frá Prestsbakka Móálóttur,mósóttur/milli-... 1 Jón Jónsson, Ólafur Oddsson Gjafar frá Hvoli Gleði frá Prestsbakka
4 Röskva frá Hörgslandi II Rauður/milli- einlitt 1 Anna Harðardóttir Sjálfur frá Austurkoti Skjóna frá Hörgslandi II
                     
Merfolöld
 
Nr Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 Elva frá Syðri-Fljótum Rauðblesótt 0 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Penni frá Eystra-Fróðholti Elka frá Króki
2 Ronja Þykkvabæ 3 Móálóttur,mósóttur/milli-...       0 Umboðsm. Sissi og Stebbi Glaður Prestsbakka Kolla Dalshöfða
3 Brák frá Geirlandi Moldótt 0 Gísli K Kjartansson Ársæll Helmu Snerra frá Hala
4 Eik Hemru rauð/ tvístjörnótt   0 Sigurður Ómar Gíslason Mjölnir Hlemmiskeiði Glódís Steinum
5 Nn frá Mýrum Brúnn/milli- einlitt 0 Páll Eggertsson Fáfnir Þóroddsstöðum Mánadís frá Mýrum
Hestfolöld
 
Nr Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 Ari frá Hörgslandi II Rauður/milli- skjótt 0 Anna Harðardóttir Aron frá Strandarhöfði Skjóna frá Hörgslandi II
2 Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II Brúnn/milli- stjörnótt 0 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklaus
3 Nn frá Mýrum Brúnn/milli- einlitt 0 Páll Eggertsson Glaður Prestsbakka Fjöður Mýrum

08.11.2013 23:29

Mótsskrá Folalda- og trippasýningar Kóps 9. nóvember 2013

IS2013KOP147  Folalda og trippasýning   Mótsskrá                                                   9.11.2013 - 9.11.2013
 Mót: IS2013KOP147  Folalda og trippasýning
 Mótshaldari: Hestamannafélagið  Kópur  
 Staðsetning: Syðri Fljótar   Yfirdómari Pétur Halldórsson
Ráslisti
Hesttrippi
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Skírnir frá Hörgslandi II Rauður/milli- einlitt 1 Anna Harðardóttir Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Syrpa frá Hörgslandi II
2 1 V Stjörnufákur frá Hraunbæ Rauður/milli- einlitt 1 Sigmar Helgason Bliki annar frá Strönd Stjarna frá Hraunbæ
3 2 V Garpur frá Geirlandi Brúnn/milli- einlitt 1 Gísli K Kjartansson Þröstur frá Hvammi Þrá frá Fellskoti
4 2 V Flótti frá Herjólfsstöðum Brúnn/milli- einlitt 1 Stefán Jónsson Glitnir frá Bessastöðum Kolbrún frá Nykhóli
Mertrippi
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Vigdís frá Geirlandi Jarpur/dökk- einlitt 2 Sigurlaugur Gísli Gíslason Svarthamar frá Sauðárkróki Snerra frá Hala
2 1 V Hylling frá Hörgslandi II Rauður/dökk/dr. blesótt 1 Sigurður Kristinsson Toppur frá Auðsholtshjáleigu Hlökk frá Hörgslandi II
3 1 V Fluga frá Prestsbakka Jarpur/milli- einlitt 1 Jón Jónsson, Ólafur Oddsson Freyr frá Vindhóli Flétta frá Prestsbakka
4 2 V Fjöður frá Herjólfsstöðum Jarpur/rauð- nösótt vindh... 1 Gunnar Pétur Sigmarsson Glitnir frá Bessastöðum Nös frá Herjólfsstöðum
5 2 V Röskva frá Hörgslandi II Rauður/milli- einlitt 1 Anna Harðardóttir Sjálfur frá Austurkoti Skjóna frá Hörgslandi II
6 2 V Sóley frá Syðri-Fljótum Rauður/milli- blesótt 1 Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Arður frá Brautarholti Eldey frá Fornusöndum
7 3 V Glóð frá Ytri-Tungu Rauður/milli- einlitt 1 Gunnar Pétur Sigmarsson Sjálfur frá Austurkoti Ljósbrá frá Ytri-Tungu
8 3 V Nn frá Prestsbakka Móálóttur,mósóttur/milli-... 1 Jón Jónsson, Ólafur Oddsson Gjafar frá Hvoli Gleði frá Prestsbakka
Merfolöld
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Elva frá Syðri-Fljótum Rauðblesótt 0 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Penni frá Eystra-Fróðholti Elka frá Króki
2 1   Ronja Þykkvabæ 3 Móálóttur,mósóttur/milli-...       0 Umboðsm. Sissi og Stebbi Glaður Prestsbakka Kolla Dalshöfða
3 1 V Brák frá Geirlandi Moldótt 0 Gísli K Kjartansson Ársæll Helmu Snerra frá Hala
4 2   Eik Hemru rauð/ tvístjörnótt   0 Sigurður Ómar Gíslason Mjölnir Hlemmiskeiði Glódís Steinum
5 2   Nn frá Geirlandi Jarpur/milli- einlitt 0 Gísli K Kjartansson Kerúlf Kollaleiru Eldglóð frá Álfhólum
6 3   Nn frá Mýrum Brúnn/milli- einlitt 0 Páll Eggertsson Fáfnir Þóroddsstöðum Mánadís frá Mýrum
7 3   Nn frá Mýrum Brúnn/milli- einlitt 0   Páll Eggertsson Fáfnir Þóroddsstöðum Kvika frá Mýrum
Hestfolöld
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Ari frá Hörgslandi II Rauður/milli- skjótt 0 Anna Harðardóttir Aron frá Strandarhöfði Skjóna frá Hörgslandi II
2 1 V Þyrnir frá Syðri-Fljótum Brúnn/milli- einlitt 0 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Álfur frá Selfossi Eldey frá Fornusöndum
3 1 V Þokki frá Geirlandi Jarpur/milli- einlitt 0 Gísli K Kjartansson Klængur Skálakoti Þrá frá Fellskoti
4 2 V Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II Brúnn/milli- stjörnótt 0 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklaus
5 2   Nn frá Mýrum Brúnn/milli- einlitt   0 Páll Eggertsson Glaður Prestsbakka Fjöður Mýrum
6 2 V Stígur frá Hörgslandi II Brúnn/mó- stjörnótt 0 Hrund Lárusdóttir Stormur frá Herríðarhóli Ástrós frá Hörgslandi II
7 3   Nn frá Mýrum Brúnn/milli- einlitt   0 Páll Eggertsson Fáfnir Þóroddsstöðum Vina Mýrum
8 3 V Nn frá Prestsbakka Rauðskjóttur 0 Ólafur Oddsson, Jón Jónsson Toppur frá Auðsholtshjáleigu Gígja frá Prestsbakka

04.11.2013 23:02

Folalda- og trippasýning

 

Minnum á folalda og trippasýninguna sem haldin verður um helgina,  9.nóvember kl. 13 að Syðri Fljótum. Eins og áður er keppt í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2011 og 2012), hryssur og hestar.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagskvöldið  6.nóvember kl 21.00.

Skráningargjald er kr. 1000.

Seld súpa á staðnum

 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Kristínu Lárusdóttur s. 4874725 eða [email protected]

 

Stjórn Hestamannafélagsins Kóps

 

Ps. Það er alveg óhætt að skrá fyrir síðasta skráningardag

18.10.2013 19:53

50 ára afmælishátíð Hestamannafélagsins Kóps...

...verður haldin föstudagskvöldið 22. nóvember á Hótel Klaustri. Húsið opnar kl. 20.00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.30. Miðaverð 7500.-

Matseðill

Forréttur : Humarsúpa

Aðalréttur: Steikarhlaðborð

Eftirréttur: Eftirréttahlaðborð

Glens, söngur, dans og  gaman

Miðapantanir hjá Kristínu Ásgeirsdóttur í síma 8693486 eða í tölvupósti  á [email protected].
Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi 15. nóvember.

Allir 18 ára og eldri velkomnir

 

Stjórn Hestamannafélagsins Kóps

18.10.2013 19:49

Folalda- og trippasýning

Laugardaginn 9. nóvember kl. 13 stendur Hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri Fljótum.


Keppt verður í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2011 og 2012), hryssur og hestar. 
 

Síðasti skráningardagur er miðvikudagskvöldið 6.nóvember kl 21.00.
Skráningargjald er kr. 1000.

Dómari velur eigulegustu gripina en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.

Seld verður súpa.

 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Kristínu Lárusdóttur s. 4874725 eða [email protected]

 

Stjórn Hestamannafélagsins Kóps

Tenglar

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1662
Samtals gestir: 361
Tölur uppfærðar: 28.1.2022 12:17:42