04.06.2014 09:03

Kópsfélagar A.T.H.

 

Úrtaka hjá Hmf. Kópi fyrir LM. 2014 verður á Sindravelli við Pétursey 14. Júní n.k.( félagsmót Sindra). Þeir sem hugsa sér að mæta með hross í úrtöku skulu sjá um sína skráningu.

Sjá heimasíðu Hmf. Sindra, sindri.123.is

Kópur á rétt á að senda einn keppanda í hvern flokk og gildir hæsta einkunn úr forkeppni.

Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum hafi samband við Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486 eða á netfangið sigmarhelga@simnet.is

Stjórn Kóps.

03.06.2014 08:31

Reiðskóli Hmf.Kóps

Reiðskóli Hmf.Kóps

verður fyrir 6 ára og eldri, á Syðri-Fljótum dagana 10.,11. og 12. júní (þriðjud.-fimmtud.) og 18.,19. og 20. júní (miðvikud-föstud.)
ATH. Þetta er eitt námskeið en skipt í tvo hluta.

Þátttökugjald er kr. 12.000.- og kr. 8.000.- fyrir Kópsfélaga (16 ára og yngri).

Fyrirkomulag að þessu sinni er þannig að þátttakendur þurfa að mæta með hest og reiðtygi.
Félagið aðstoðar við að koma hrossunum á staðinn.

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir 7. júní til Kristínar Ásgeirsd. í síma 8693486.
Hún veitir einnig nánari upplýsingar og tekur við beiðni um hrossaflutninga.

 

Með kveðju

Æskulýðsnefnd og stjórn Kóps.

21.05.2014 14:25

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2014.

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2014.

 

Barnaflokkur:

 1. Tinna Elíasdóttir 11 ára.

Stjarni f. Skarði 12 v. Brúnstjörnóttur

Eig: Vilborg Smárad.

Firma: Krónus/ Palli og María Klaustri.

 

 1. Sigurjóna Kristófersdóttir

Hríma f. Ragnheiðarstöðum 11 v. Móálótt.

 •  

Firma: Dalshöfði.

 

 1. Birgitta Rós Ingadóttir  11 ára

Hylling f. Pétursey  8 v. Jörp

Eig: Birgitta Rós

Firma: Hótel Klaustur.

 

Einnig kepptu í barnaflokki, Ármann Kristinn á Seðli, Svava Margrét á Fagrablakk og Birna Sólveig á Dögg og var þeim afhent viðurkenning fyrir þátttökuna.

 

Unglingaflokkur:

 1. Svanhildur Guðbrandsdóttir  14 ára

Elding f. Efstu-Grund 8 v. Rauð.

Eig: Kristín og Guðbrandur.

Firma: Efri-Ey 2.

 

 1. Elín Árnadóttir  16 ára

Blær f. Prestsbakka 7 v. Brúnn

Eig: Elín Árnad.

Firma: Hótel Geirland.

 

 1. Þuríður Inga Gísladóttir 16 ára

Otti f. Skarði 12 v. Jarpur

Eig: Þuríður Inga

Firma: Mýrar.

 

Opinn flokkur:

 1. Prýði f. Laugardælum 7 v. Jarphöttótt

Eig: Laugardælur ehf.

Knapi: Kristín Lárusdóttir

Firma: Heilsuleikskólinn Kæribær.

 

 1. Þoka f. Þjóðólfshaga  7 v. Grá

Eig; Vilborg Smáradóttir

Knapi: Vilborg Smáradóttir

Firma: Kirkjubæjarklaustur 2

 

 1. Otti f. Skarði 12 v. Jarpur

Eig: Þuríður Inga Gísladóttir

Knapi: Þuríður Inga Gísladóttir

Firma: Dýralæknaþjónusta Suðurlands/ Lars Hansen.

 

 1. Straumur f. Írafossi  15 v. Brúnn

Eig: Hjördís Rut Jónsdóttir og Harpa Rún Jóhannesdóttir

Knapi: Hjördís Rut Jónsdóttir.

Firma: Tamningastöðin Syðri-Fljótum.

 

 1. Flipi Brúnn

Eig: Orri Örvarsson

Knapi: Orri Örvarsson

Firma: Þykkvibær 3

 

Unghrossaflokkur:

 1. Hryðja 5v brún frá Suðurfossi

Eig: Hjördís Rut Jónsdóttir

Knapi: Hjördís Rut Jónsdóttir

Firma: Þykkvibær 1

 

 1. Dalía 5v jörp  frá Kerlingadal

Eig: Lára Oddsteinsdóttir

Knapi: Þuríður Inga Gísladóttir

Firma: Auja og Siggi Heilsugæslustöðinni.

 

 

 

 

21.05.2014 14:24

Þessi fyrirtæki og bæjir tóku þátt í firmakeppni Kóps 2014.

Þessi fyrirtæki og bæjir  tóku þátt í firmakeppni Kóps 2014.

Bestu þakkir fyrir þátttökuna.

 

 1. Arion Banki
 2. Auja og Siggi Heilsugæslan Klaustri
 3. Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri
 4. Búval
 5. Dalshöfði
 6. Dýralæknaþjónusta Suðurlands/ Lars Hansen
 7. Efri-Ey 2
 8. Fagurhlíð
 9. Ferðaþjónustan Hunkubökkum
 10. Fósturtalningar Ellu og Heiðu
 11. Geilar-Seglbúðum
 12. Gröfuþjónusta Birgis Jónssonar
 13. Ergo
 14. RR Tréverk
 15. Fossraf
 16. Heilsuleikskólinn Kæribær
 17. Herjólfsstaðir I
 18. Hjúkrunarheimilið Kirkjubæjarklaustri
 19. Hótel Geirland
 20. Hótel Laki
 21. Hörgsland II
 22. Icelandair Hótel Klaustur
 23. Jórvík 1
 24. Kirkjubæjarklaustur II
 25. Kirkjubæjarstofa
 26. Krónus „Palli og María“
 27. Mýrar
 28. Prestsbakki
 29. Skaftárhreppur
 30. Systrakaffi
 31. Tamningastöðin Syðri-Fljótum
 32. Tjaldstæðið Kleifum
 33. Þykkvibær 1
 34. Þykkvibær 3
 35. Sveitabragginn

 

21.05.2014 14:23

Eftirtaldir einstaklingar og fyrirtæki styrktu árlegt Páskabingó Hmf Kóps 2014.

Eftirtaldir einstaklingar og fyrirtæki styrktu árlegt Páskabingó Hmf Kóps 2014.

Þökkum stuðninginn.

Víkurprjón

Lífland

Verslunin Baldvin og Þorvaldur

Leirbrot og gler

Hótel Katla

Hótel Laki

Hótel Geirland

Slóðir

Búaðföng

Arionbanki Klaustri

Sláturfélag Suðurlands

Fagradalsbleikja

Fjóla Þorbergsdóttir

Guðlaug Ásgeirsdóttir

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir

Soffía Gunnarsdóttir

Kjarval Klaustri

22.04.2014 15:48

Firmakeppni Hestamannafélagsins Sindra

FIRMAKEPPNI HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA.

Firmakeppni Hmf Sindra verður haldinn næstkomandi laugardag, 26. apríl kl 13:00

Keppt verður í Polla-, barna-, unglina-, unghrossa-, kvenna- og karlaflokki (í þessari röð) 

skráning hjá Dóru á netfangið dorajg@simnet.is fyrir kl 20:00 á föstudag. 

Keppnisfyrirkomulag er inn á Sindrasíðunni undir lög og reglur ef einhverjum vantar upplýsingar um það. 

Mótanefnd er í óðaönn að safna firma hjá einstaklingum og fyrirtækjum þessa dagana. Ef einhverjir utan félagssvæðis langar að styrkja okkur og kaupa firma (kostar 1000 kr) þá má hafa samband við okkur í mótanefnd eða senda póst á netfangið solheimar2@gmail.com.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góðann dag.

Mótanefnd

15.04.2014 16:38

Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!

Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!

Firmakeppni Kóps og hátíðardagskrá

Höfum gaman og fögnum sumri saman!!

Dagskrá sumardagsins fyrsta er svohljóðandi;

 

Kl 12:00 Firmakeppni hestamannafélagsins Kóps á Sólvöllum.

 

Keppt verður í barna-, unglinga-, opnum- og unghrossaflokki.

 

Æskilegt er að skráningar berist á netfangið sj@icehotels.is

eða í síma 857-1973 fyrir kl. 20:00 á þriðjudegi 22.apríl n.k.

en við lokum þó ekki fyrir skráningar á staðnum.

 

Eftir Firmakeppnina er hópreið á Klaustur.

 

Kl 15:00 Kvenfélagskaffi og bingó í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Kvenfélagskaffi kr 1500/ Frítt fyrir grunnskólaaldur.

Bingóspjaldið kr 500.

 

Íþróttamaður ársins krýndur.

Teymt undir börnum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps,

Hestamannafélagið Kópur,

Æskulýðs og íþróttanefnd Skaftárhrepps.

 

kær kveðja og gleðilega Páskahátíð!!!!

 
 

 

 
 
 

14.04.2014 16:33

Páskabingó - Páskabingó

 

verður haldið í Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 19.apríl n.k og hefst  kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 500 kr.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.

02.04.2014 16:31

Páskabingó Páskabingó


Páskabingó verður haldið í Tunguseli 19.apríl n.k

 

Nánar auglýst síðar.

 

Fjáröflunarnefnd Kóps.

01.04.2014 08:47

Skemmtiferð aflýst.

 

Ekki náðist viðunandi þátttaka í ferðina á töltkeppnina svo við aflýsum henni hér með.

Það gengur bara betur næst.

 

Kveðja

Stjórnin.

21.03.2014 16:42

Skemmtiferð.

Laugardaginn 5. apríl nk. er fyrirhuguð ferð á ístölt keppnina „Þeir allra sterkustu“ í Skautahöllinni Laugardal. Jafnframt er stóðhestakynning samhliða þessari sýningu.

Einnig er hugmyndin að koma við á leiðinni á einhverju spennandi hrossabúi.

Nánari ferðatilhögun og kostnaður auglýst betur þegar nær dregur.
 

Áhugasamir skrái sig í ferðina hjá Kristínu í síma 8693486 eða á netfangið sigmarhelga@simnet.is fyrir sunnudagskvöldið 30. mars.
 

Stjórn Kóps.

10.03.2014 08:59

FEIF Youth Cup

FEIF YOUTH CUP - OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

 

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014  er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru:

 • Reynsla í hestamennsku
 • Keppnisreynsla í íþróttakeppni
 • Góð enskukunnátta
 • Sjálfstæði og jákvæðni
 • Að geta unnið í hóp
 • Reglusemi

Á vef FEIF Youth Cup er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf bréf frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsu og því sem hann vill koma á framfæri.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FEIF Youth Cup, skrifstofu LH og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2014. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangið hilda@landsmot.is.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga 

04.03.2014 09:02

Aðalfundargerð 2014

Aðalfundur  Hestamannafélagsins Kóps haldinn 21.febrúar 2014 fyrir árið 2013

 

 1. Fundur settur , formaður Kristín Ásgeirsdóttir setur fund. Formaður stakk upp á Sverri Gíslasyni sem fundarstjóra og Kristínu Lárusdóttur sem fundarritara. Samþykkt. Sverrir bauð alla velkomna, stoltur og ánægður með traustið. 10 mættir.
   
 2. Fundarritari Kristín Lárusdóttir les fundargerð síðasta aðalfundar, hún borin upp til samþykktar. Hún samþykkt.
   
 3. Skýrsla stjórnar. Kristín Ásgeirsdóttir les skýrslu stjórnar. Skýrslan samþykkt.
   
 4. Gjaldkeri Sigurjón Fannar Ragnarsson les upp reikninga og útskýrir þá. Bornir upp til samþykktar. Gjöld 2.899.586,- tekjur 2.192.135,- veltufjármunir alls 1.509.350,- fastafjármunir 8.982.798,- Eignir alls 10.492.139,-. Reikningar samþykktir samhljóða.
   
 5. Lagabreytingar. Engar lagabreytingar.
   
 6. Tillaga frá stjórn

Aðalfundur Hmf.Kóps haldinn á Geirlandi 21.2. 2013 samþykkir að félagsgjöld  fyrir 16 ára og yngri og 70 ára og eldri verði kr. 2500 og kr. 5000 fyrir 17 ára – 69 ára.

Samþykkt.
 

 1. Kosningar
  1. Kosin stjórn samkv. 5. grein.

Kristín Ásgeirsdóttir kosin formaður áfram með lófataki.

Sigurjón Fannar Ragnarsson og Ása Gróa Hrafnsdóttir ætla að víkja úr stjórn. Rannveig Ólafsdóttir og Gunnar Pétur Sigmarsson kosin í stjórn. Varamenn Jón Atli Jónsson og Sæunn Káradóttir.

 1. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.

          Gísli Kjartansson og Sverrir Gíslason. Varamaður Guðbrandur Magnússon

 1. Kosnir fulltrúar á USVS þing

          Stjórn        

 1. Fulltrúar á LH þing. Formaður og varaformaður
 2. Kosið í starfsnefndir félagsins
 • Ferðanefnd

Kristín Lárusdóttir formaður, Hafdís Þorvaldsdóttir og Ingibjörg Matthíasdóttir

 • Mótanefnd

Anna Harðardóttir, formaður, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Jón Geir Ólafsson, Jóhannes Kjartansson, Bjarney Birta Atladóttir

 • Reiðveganefnd

Anton Kári Halldórsson formaður, Örvar Egill Kolbeinsson, Sigurður Vigfús Gústafsson

 • Firmanefnd

Þórgunnur María Guðgeirsdóttir formaður, Sveinn H Jensson, Gísli Kjartansson

 • Fjáröflunar og veitingarnefnd

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir formaður,Rannveig Ólafsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir og Rúnar Þorri Guðnason

 • Æskulýðsnefnd

Kristín Ásgeirsdóttir formaður, Svanhildur Guðbrandsdóttir og Sigurjón Fannar Ragnarsson

 

 1. Kaffihlé

 

 1. Nýir félagar samþykktir í félagið

          Guðjón Bergsson

          Valgerður Erlingsdóttir

          Sæunn Káradóttir
         

 1. Önnur mál

Gísli Kjartansson spurði um hvernig stæðu samningar við Hörð í Efri Vík varðandi Sólvelli.

Ekki er búið að hafa samband við Hörð en búið er að hafa samband við Skaftárhrepp um samvinnu en á Stjórnarsandi er skipulögð útivistarlóð sagði Kristín Ásgeirsdóttir. Málin rædd fram og aftur varðandi keppnissvæði.

Kristín Ásgeirsdóttir spurði hvort fólk vildi ekki fá nýjan félagsbúning.

Vísað til stjórnar og vonar fundurinn að nýjir jakkar verði komnir fyrir hópreið á Landsmóti 2014.

Stjórn falið að skipuleggja menningarferð.

Stjórn falið að skipuleggja beina útsendingu úr meistaradeildinni á Hótelinu.

Námskeið, rætt um hvort halda eigi námskeið.

Búið er að færa Íslandsmót fullorðina og yngri flokka á sömu helgi og var búið að setja hestamannamót Kóps. Vísað til stjórnar í samvinnu við mótanefnd um að ákveða hvort eigi að færa mótið okkar.

 

Ekki fleira tekið fyrir

 

Fundastjóri sleit fundi

Tenglar

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141815
Samtals gestir: 22763
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 22:14:29