09.08.2017 13:58

Hestaferð Kóps 2017


Árleg hestaferð Kóps verður 18.-20. ágúst en haldið verður í Skaftártungu. 

Lagt verður af stað frá Heiðarseli 18. ágúst klukkan 13:00 og farið að Búlandi. 

Á laugardeginum verður tekinn hringur um Skaftártungu undir dyggri leiðsögn heimamanna. 

Á sunnudeginum er stefnan sett að Fljótum en þar er formlegri hestaferð lokið en að sjálfsögðu geta þátttakendur lengt ferðina ef vilji er til. 

Gist verður í Tunguseli föstudag til sunnudags. Sameiginlegt grill verður á laugardeginum, alvöru veisla að hætti Kóps. 

Þátttökugjaldi verður stillt í hóf eins og kostur er.


Láttu ekki þessa einstöku hestaferð fram hjá þér fara en hún mun einkennast af geggjuðu veðri, frábærum félagsskap og skapa ógleymanlegar minningar.


Skráningarfrestur er til 13. ágúst en skráning fer fram hjá Silla 844-4465 eða Fanney 894-1560 - [email protected]

26.07.2017 11:32

Úrslit Hestaþing Kóps 2017

IS2017KOP146 - Hestaþing Kóps
Mótshaldari: Hestamannafélagið Kópur
Dagsetning: 22.07.2017 - 22.07.2017
TÖLT T1
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kristín Lárusdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt Kópur 6,77
2 Kristín Ingólfsdóttir Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Brúnn/milli-einlitt Sörli 6
3 Kristín Lárusdóttir Yppta frá Laugardælum Rauður/milli-stjörnóttgl... Kópur 5,73
4 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Harka frá Holtsenda 2 Jarpur/milli-stjörnótt Hornfirðingur 5,23
5 Guðbrandur Magnússon Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn/milli-einlitt Kópur 5,23
6 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 4,43
7 Sigurlaugur G. Gíslason Assa frá Guttormshaga Brúnn/milli-einlitt Kópur 4,07
8 Sigurlaugur G. Gíslason Aska frá Geirlandi Jarpur/milli-einlitt Kópur 0
9 Hlynur Guðmundsson Tromma frá Höfn Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 0
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kristín Lárusdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt Kópur 7,11
2 Kristín Ingólfsdóttir Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Brúnn/milli-einlitt Sörli 6,5
3 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Harka frá Holtsenda 2 Jarpur/milli-stjörnótt Hornfirðingur 6,28
4 Guðbrandur Magnússon Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn/milli-einlitt Kópur 5,56
5 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 5,11
TÖLT T7
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svandís Magnúsdóttir Adolf frá Miðey Brúnn/milli-einlitt Sörli 5,93
2 Katharina Remold Dimmbrá frá Litladal Jarpur/dökk-einlitt Hornfirðingur 5,1
3 Friðrik Snær Friðriksson Þruma frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-skjótt Hornfirðingur 5
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svandís Magnúsdóttir Adolf frá Miðey Brúnn/milli-einlitt Sörli 6,17
2 Friðrik Snær Friðriksson Þruma frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-skjótt Hornfirðingur 5,25
3 Katharina Remold Dimmbrá frá Litladal Jarpur/dökk-einlitt Hornfirðingur 5,08
SKEIÐ 100M (FLUGSKEIÐ)
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Hlynur Guðmundsson Krafla frá Efstu-Grund Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 8,03
2 Kristín Ingólfsdóttir Glaðvör frá Hamrahóli Jarpur/rauð-einlitt Sörli 9,2
3 Þórdís Gunnarsdóttir Seiður frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 9,56
4 Sigurlaugur G. Gíslason Heiða frá Austurkoti Rauður/milli-blesótt Kópur 9,7
5 Eyjólfur Kristjónsson Hátíð frá Ási Móálóttur,mósóttur/milli- Hornfirðingur 10,2
6 Guðbrandur Magnússon Elding frá Efstu-Grund Rauður/milli-einlitt Kópur 10,48
7 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Sleipnir frá Hlíðarbergi Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 11,6
SKEIÐ 150M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Þórdís Gunnarsdóttir Seiður frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 15,8
2 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Sleipnir frá Hlíðarbergi Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 15,8
A FLOKKUR
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Gefjun frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Móálóttur,mósóttur/milli... Hornfirðingur 8,25
2 Sara frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Brúnn/dökk/sv.einlitt Hornfirðingur 8,22
3 Þruma frá Fornusöndum Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,09
4 Glaðvör frá Hamrahóli Kristín Ingólfsdóttir Jarpur/rauð-einlitt Kópur 8,08
5 Elding frá Efstu-Grund Guðbrandur Magnússon Rauður/milli-einlitt Kópur 7,7
6 Hera frá Skriðu Sigurlaugur G. Gíslason Grár/brúnneinlitt Kópur 7,33
7 Goði frá Lækjarbrekku 2 Hlynur Guðmundsson Jarpur/rauð-einlitt Hornfirðingur 0
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Gefjun frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Móálóttur,mósóttur/milli... Hornfirðingur 8,42
2 Sara frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Brúnn/dökk/sv.einlitt Hornfirðingur 8,34
3 Glaðvör frá Hamrahóli Kristín Ingólfsdóttir Jarpur/rauð-einlitt Kópur 8,31
4 Þruma frá Fornusöndum Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,19
5 Elding frá Efstu-Grund Guðbrandur Magnússon Rauður/milli-einlitt Kópur 7,77
B FLOKKUR
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Tromma frá Höfn Hlynur Guðmundsson Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,47
2 Aðgát frá Víðivöllum fremri Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,35
3 Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Kristín Ingólfsdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,3
4 Vatnar frá Böðmóðsstöðum 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Rauður/milli-tvístjörnót... Hornfirðingur 8,26
5 Straumur frá Valþjófsstað 2 Guðbrandur Magnússon Brúnn/milli-einlitt Kópur 7,91
6 Harka frá Holtsenda 2 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Jarpur/milli-stjörnótt Hornfirðingur 7,37
7 Aska frá Geirlandi Sigurlaugur G. Gíslason Jarpur/milli-einlitt Kópur 0
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Tromma frá Höfn Hlynur Guðmundsson Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,62
2 Aðgát frá Víðivöllum fremri Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,48
3 Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Kristín Ingólfsdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,37
4 Vatnar frá Böðmóðsstöðum 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Rauður/milli-tvístjörnót... Hornfirðingur 8,3
5 Straumur frá Valþjófsstað 2 Guðbrandur Magnússon Brúnn/milli-einlitt Kópur 8
UNGLINGAFLOKKUR
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hildur Árdís Eyjólfsdóttir Ylfa frá Ási Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,1
2 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 8,09
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hildur Árdís Eyjólfsdóttir Ylfa frá Ási Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,15
2 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 8,02
BARNAFLOKKUR
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Friðrik Snær Friðriksson Brák frá Lækjarbrekku 2 Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 7,69
STÖKK 300M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Gunnar Bragi Þorsteinsson Logi frá Brekku, Fljótsdal Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 27,05
2 Katharina Remold Dimmbrá frá Litladal Jarpur/dökk-einlitt Hornfirðingur 27,13

21.07.2017 18:02

Ráslistar fyrir hestaþing Kóps 2017

Hér eru ráslistarnir fyrir Hestaþing Kóps 2017 á excel formi:

Mótsskrá 2017 (2).xlsx

05.07.2017 21:17

Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps


verður haldið 22. júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum.

Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka fæst:
Polla-, barna-, unglinga- og ungmennafl. A, B og C fl. gæðinga.
Tölti T1 og T7.
100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m. stökki.

Skráningargjöld í ungmenna-, A, B, C fl. og tölt er kr. 3000.- og kr. 1500.- í 100 m. skeið.
Engin skráningargjöld eru í kappreiðar, polla-, barna-, og unglingafl.
Skráningargjöld greiðist inn á reikn: 0317-26-3478 kt: 440479-0579.
Kvittun sendist á netfangið [email protected]
Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps (Skráningarvefur hægra megin á síðunni) og henni lýkur kl. 23:59 miðvikudagskvöldið 19. júli.
Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919.
Óski einhver eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins og kennitölu knapa.

Dagskrá og ráslistar verða birt á heimasíðu Kóps www.hmfkopur.123.is eftir að skráningu lýkur.

Stjórn og mótanefnd Kóps

05.07.2017 21:12

Bein útsending frá Íslandsmótinu


Við viljum benda ykkur á beina útsendingu frá Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum 6. - 9. júlí 2017 á www.oz.com/lh
Einn keppnisdagur á 980 kr.
Aðgangur alla fjóra keppnisdagana og til 31. júlí á aðeins 2850 kr.
Allir helstu gæðingar landsins samankomnir í harðri keppni. Nokkrir knapar berjast um síðustu landsliðssætin en liðið verður tilkynnt eftir helgi.

Með þessu móti getið  þið fylgst vel með heima og á ferðinni með oz appinu.

09.06.2017 21:09

Fjórðungsmót Vesturlands

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júní 2017. Í gæðingakeppni eiga keppnisrétt félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi, á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði.

Á mótinu verður einnig keppt í þessum greinum og er þar um opna keppni að ræða þ.e. allir geta tekið þar þátt:

 1. Tölt opinn flokkur

 2. Tölt 17 ára og yngri

 3. 100 metra fljótandi skeið

 4. 150 metra skeið

 5. 250 metra skeið

 • Skráningargjald í tölt er 7.000 kr. á hvern hest en 3.500 kr. á hvern hest í skeiðgreinum

 • Skráning í þessar greinar hefst sunnudaginn 11. júní og lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní og fer hún fram í gegnum SportFeng

 • SportFengsnúmer mótsins er IS2017LM0132

 • Skráningargjöld skal greiða á reikning:
          kt. 450405-2050
          banki: 0326-26-002265
          kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda skal send á netfangið [email protected]
          Mjög áríðandi að kvittun sé send á þetta netfang.
          Í lok skráningarferlisins koma fram upplýsingar um greiðlsu skráningargjalda.

Peningaverðlaun verða fyrir fyrsta sæti í tölti opnum flokki og 100 m fljótandi skeiði.
05.06.2017 20:53

Reiðnámskeið hjá hestamannafélaginu Kópi

Haldið verður reiðnámskeið á Syðri-Fljótum dagana 13, 14, 15, 19. og 20. júní. Kennt verður á kvöldin.
Reiðkennari verður Arnhildur Helgadóttir menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri, gert er ráð fyrir hópkennslu og einstaklingsmiðaðri kennslu fyrir fullorðna og lengra komna.
Þátttökugjald fyrir krakka: 5.000 kr., fyrir Kópsfélaga: 10.000 kr. og aðra: 15.000 kr.

Æskilegt er að þátttakendur komi með taminn hest og reiðtygi. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Arnhildi í síma 866-1382 eða á netfangið [email protected] fyrir 11. júní.

Hlökkum til að sjá sem flesta vana sem óvana, allir velkomnir á námskeið!

Hestamannafélagið Kópur

01.06.2017 22:30

Hestaþing Kóps

Hestaþing Kóps 2017 verður haldið 22. júlí.

Nánar auglýst síðar.

31.05.2017 12:31

Kæri hestamaður

Kæri hestamaður,

 

Félag skógareigenda á Suðurlandi kannar nú hagkvæmni þess að koma upp úrvinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum og meðal þess sem félagið skoðar að framleiða er undirburður undir húsdýr.

 

Mikilvægt er í því samhengi að hafa góðar upplýsingar um markaðinn, hvort eftirspurn sé til staðar, hvaða vörur markaðurinn vilji kaupa og hve stór hann sé. Meðfylgjandi er linkur inn á skoðanakönnun sem mun hjálpa okkur við að ná utan um þessar upplýsingar.

 

Við biðlum því til þín með að gefa þér örlítinn tíma til að fara inn á könnunina og svara þeim spurningum sem þar eru. Könnunin er algjörlega nafnlaus og órekjanleg, telur einungis 8 spurningar og er fljótsvarað.

 

Til að svara könnuninni smelliru á linkinn hér fyrir aftan:

https://surveyplanet.com/592d6ee62237ce4c31377525

 

Með fyrirfram þakklæti og kveðju,

Félag skógareigenda á Suðurlandi

17.05.2017 11:09

Hestaferð Kóps 2017

Hestaferð Kóps verður farin 18-20 ágúst og er stefnan tekin út í Skaftártungu. Ferðanefnd lofar góðu veðri, enn betri félagsskap og ógleymanlegri skemmtun. 

Nánari ferðatilhögun verður auglýst síðar.


 "Nefndin"

10.04.2017 12:20

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps

verður haldið í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn fyrir páska,

þann 15. apríl nk. og hefst kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 750 kr.

Hluti ágóðans rennur til styrktar góðu málefni.

Ath. ekki posi á staðnum.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.

23.03.2017 09:10

Hestamannafélagið Kópur auglýsir

Hestamannafélagið Kópur auglýsir.

Fyrirlestur um líkamsbeitingu knapans með Heiðrúnu Halldórsdóttur pílates dressage instructur, verður haldin á Kirkjubæjarstofu  laugardagskvöldið 25.mars næstkomandi  kl 20:00.

Heiðrún er sérhæfður kennari í líkamsbeitingu knapans til að ná betri árangri í reiðmennsku og að hafa áhrif á betri líkamsbeitingu hestsins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Hestamannfélagið Kópur.

09.03.2017 08:29

FEIF YOUTH CAMP 2017

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. - 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".

Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:

 • Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
 • Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
 • Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
 • Fræðsla um tannheilsu hesta
 • Vinna með hest í tvítaum
 • Sögufræg borg heimsótt
 • Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
 • Ferð í hestvagni
 • Og margt fleira....!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið [email protected] fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér

Kostnaður við búðirnar er ?680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið [email protected].  

Frétt á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga: 
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/feif-youth-camp-2017


Tenglar

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1625
Samtals gestir: 361
Tölur uppfærðar: 28.1.2022 11:34:22