09.08.2018 22:46

Hestaþing Kóps

Hestaþing Kóps verður haldið á Sólvöllum í Landbroti laugardaginn 11.ágúst og hefst kl 10:00.

 

Dagskrá verður eftirfarandi: 

 

Forkeppni í B-flokki gæðinga (opinn öllum)

Ungmennaflokkur

Forkeppni í A-flokki gæðinga (opinn öllum)

Forkeppni í Tölti-T7 - Opinn flokkur

Forkeppni í Tölti-T3 - Opinn flokkur

 

Matarhlé

Setning mótsins

Úrslit:

Úrslit í B-flokki gæðinga

Úrslit í ungmennaflokki

Úrslit í A-flokki gæðinga

Úrslit í Tölti-T7

Úrslit í Tölti-T3

 

Kappreiðar:

150 m. skeið

300 m. brokk

300 m. stökk

100 m. skeið

 

Hmf.Kópur

03.08.2018 10:41

Vinnukvöld

Vinnukvöld á Sólvöllum

 

Fimmtudagskvöldið 9.ágúst er ætlunin að undirbúa og fegra svæðið fyrir mót og væri því gott að fá vinnufúsa félagsmenn á staðinn kl. 19:00 og síðar ef það hentaði einhverjum betur.

Gott að taka með sér þetta hefðbundna, sleggju, hrífu, skóflu og sláttuorf, þeir sem eiga slíka græju.

Hressing í boði félagsins að loknu verki.

 

Stjórn og mótanefnd Kóps.

27.07.2018 12:00

Firmakeppni og Hestaþing Kóps

 

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 10.ágúst nk. kl. 19:00. Keppt verður í opnum flokki (minna og meira vanir) og unghrossaflokki.

Skráningar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com en þær þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 8.ágúst nk. Einnig verður hægt að skrá á staðnum.

Að firmakeppni lokinni ætlar Lilja Hrund Harðardóttir að vera með heimboð þar sem boðið verður upp á grill og með því.

 

 

Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 11.ágúst nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum.

Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst:  

Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga.

Tölti T3 og T7

100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m. stökki.

Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk, B-flokk og tölt er kr. 3000.- og kr. 1500.- í 100 m. skeið.

Engin skráningargjöld eru í kappreiðar, polla-, barna- og unglingaflokk.

Skráningargjöld greiðist inn á reikn: 0317-26-3478 kt: 440479-0579.

Kvittun sendist á netfangið hmf.kopur@gmail.com

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps (skráningarvefur hægra megin á síðunni) og henni lýkur kl. 23:59 miðvikudagskvöldið 8. ágúst nk.

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919.

Óski einhver eftir að skrá í kappreiðar á staðnum þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins og kennitölu knapa.

Dagskrá og ráslistar verða birt á hérna á heimasíðunni eftir að skráningu lýkur.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fjáröflunar- og mótanefnd Kóps 2018.

16.06.2018 08:55

Reiðskóli

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps

 

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn dagana 18.-22.júní á Syðri-Fljótum. Kennt verður á kvöldin. Reiðkennarar verða Kristín Lárusdóttir og Svanhildur Guðbrandsdóttir. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri hvort sem þeir eru vanir eða óvanir. Þátttökugjald fyrir krakka er kr. 7.000 aðrir kr. 15.000. Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi. Skráning er hjá Pálínu í síma 867-4919 eða á netfangið hmf.kopur@gmail.com en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi laugardagskvöldið 16.júní nk. Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar síðar. Hlökkum til að sjá sem flesta (og vonumst til að sjá alla sem voru með okkur í hestaklúbbnum í vetur!)

 

Fræðslunefnd og stjórn Kóps

26.05.2018 09:57

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka Kóps fyrir Landsmót verður á Sindravelli við Pétursey 16. júní næstkomandi.

Kópur á rétt á að senda einn keppanda í hvern flokk og gildir hæsta einkunn úr forkeppni, boðið verður upp á tvær umferðir.

Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu hmf.kopur@gmail.com eða hjá Pálínu í síma 867-4919.

Skráningarfrestur er til 11. júní. Hlökkum til að sjá sem flesta í úrtöku.

 

Stjórn Kóps.

20.04.2018 15:06

Sýnikennsla um helgina

Laugardagskvöldið 21.apríl kl. 20:00 ætlar Hlynur Guðmundsson að vera með sýnikennslu á Syðri-Fljótum. Það verður frítt inn og allir eru velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur! Hmf.Kópur

10.04.2018 14:27

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið á Syðri-Fljótum dagana 21. - 22. apríl nk. ef næg þáttaka næst.

Reiðkennari verður Hlynur Guðmundsson menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Reiðnámskeiðið er fyrir unga sem aldna en gert er ráð fyrir hópkennslu og einkakennslu 2x40 mín. Þátttökugjald er 10.000 kr. Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.

Hlynur verður einnig með sýnikennslu þessa helgi á Syðri-Fljótum sem verður opin öllum en nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919 eða á netfangið palinapalsd@hotmail.com fyrir 17. apríl nk. Allir eru velkomnir á námskeiðið.

Hlökkum til að sjá sem flesta! 

27.03.2018 10:30

Páskabingó!


Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu í Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 31.mars nk. kl. 14:00.


Góðir vinningar eru í boði t.d. páskaegg og fleira veglegt og flott!
Spjaldið kostar 750 kr, enginn posi verður á staðnum.


Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!


Fjáröflunarnefnd Kóps

21.03.2018 19:49

Hestamannafélagið Kópur auglýsir!


Stefnt er að því að vera með sætaferð á Stórsýningu sunnlenskra hestamanna sem haldin verður í Rangárhöllinni þann 29 mars nk. Húsið opnar kl 19:00 og sýningin hefst kl. 20:00.

Hugmyndin er taka daginn snemma og koma við á einu til tveimur hrossaræktarbúum fyrr um daginn og fara svo út að borða áður en sýningin hefst. Forsala miða er hafin og þar af leiðandi þurfum við að vita hversu margir ætla að fara í síðasta lagi á sunnudagskvöld svo hægt sé að panta miða en miðaverð á sýninguna er 2.900 kr á mann.

Tímasetningar, staðsetningar og allar aðrar mögulegar upplýsingar verða veittar þegar nær dregur en hægt er að panta miða hjá Öddu í síma 866-5165 eða í netfangið adda159@gmail.com sem fyrst.

Stjórn Hmf. Kóps

20.02.2018 10:11

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

verður haldinn á 

Kirkjubæjarstofu föstudaginn 2. mars nk. kl. 20:30

Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

Kaffiveitingar í boði félagsins.
Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

28.12.2017 14:02

LH ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í AFREKSHÓP LH 2018

LH ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í AFREKSHÓP LH 2018

LH óskar eftir umsóknum í afrekshóp LH 2018

Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.

Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.

Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).

Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.

Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson

Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið lh@lhhestar.is 

ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.

Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu sunnuhv@gmail.com

Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.

Stjórn LH

09.08.2017 13:58

Hestaferð Kóps 2017


Árleg hestaferð Kóps verður 18.-20. ágúst en haldið verður í Skaftártungu. 

Lagt verður af stað frá Heiðarseli 18. ágúst klukkan 13:00 og farið að Búlandi. 

Á laugardeginum verður tekinn hringur um Skaftártungu undir dyggri leiðsögn heimamanna. 

Á sunnudeginum er stefnan sett að Fljótum en þar er formlegri hestaferð lokið en að sjálfsögðu geta þátttakendur lengt ferðina ef vilji er til. 

Gist verður í Tunguseli föstudag til sunnudags. Sameiginlegt grill verður á laugardeginum, alvöru veisla að hætti Kóps. 

Þátttökugjaldi verður stillt í hóf eins og kostur er.


Láttu ekki þessa einstöku hestaferð fram hjá þér fara en hún mun einkennast af geggjuðu veðri, frábærum félagsskap og skapa ógleymanlegar minningar.


Skráningarfrestur er til 13. ágúst en skráning fer fram hjá Silla 844-4465 eða Fanney 894-1560 - fanneyolof@gmail.com

26.07.2017 11:32

Úrslit Hestaþing Kóps 2017

IS2017KOP146 - Hestaþing Kóps
Mótshaldari: Hestamannafélagið Kópur
Dagsetning: 22.07.2017 - 22.07.2017
TÖLT T1
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kristín Lárusdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt Kópur 6,77
2 Kristín Ingólfsdóttir Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Brúnn/milli-einlitt Sörli 6
3 Kristín Lárusdóttir Yppta frá Laugardælum Rauður/milli-stjörnóttgl... Kópur 5,73
4 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Harka frá Holtsenda 2 Jarpur/milli-stjörnótt Hornfirðingur 5,23
5 Guðbrandur Magnússon Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn/milli-einlitt Kópur 5,23
6 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 4,43
7 Sigurlaugur G. Gíslason Assa frá Guttormshaga Brúnn/milli-einlitt Kópur 4,07
8 Sigurlaugur G. Gíslason Aska frá Geirlandi Jarpur/milli-einlitt Kópur 0
9 Hlynur Guðmundsson Tromma frá Höfn Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 0
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kristín Lárusdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt Kópur 7,11
2 Kristín Ingólfsdóttir Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Brúnn/milli-einlitt Sörli 6,5
3 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Harka frá Holtsenda 2 Jarpur/milli-stjörnótt Hornfirðingur 6,28
4 Guðbrandur Magnússon Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn/milli-einlitt Kópur 5,56
5 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 5,11
TÖLT T7
Opinn flokkur - 1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svandís Magnúsdóttir Adolf frá Miðey Brúnn/milli-einlitt Sörli 5,93
2 Katharina Remold Dimmbrá frá Litladal Jarpur/dökk-einlitt Hornfirðingur 5,1
3 Friðrik Snær Friðriksson Þruma frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-skjótt Hornfirðingur 5
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Svandís Magnúsdóttir Adolf frá Miðey Brúnn/milli-einlitt Sörli 6,17
2 Friðrik Snær Friðriksson Þruma frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-skjótt Hornfirðingur 5,25
3 Katharina Remold Dimmbrá frá Litladal Jarpur/dökk-einlitt Hornfirðingur 5,08
SKEIÐ 100M (FLUGSKEIÐ)
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Hlynur Guðmundsson Krafla frá Efstu-Grund Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 8,03
2 Kristín Ingólfsdóttir Glaðvör frá Hamrahóli Jarpur/rauð-einlitt Sörli 9,2
3 Þórdís Gunnarsdóttir Seiður frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 9,56
4 Sigurlaugur G. Gíslason Heiða frá Austurkoti Rauður/milli-blesótt Kópur 9,7
5 Eyjólfur Kristjónsson Hátíð frá Ási Móálóttur,mósóttur/milli- Hornfirðingur 10,2
6 Guðbrandur Magnússon Elding frá Efstu-Grund Rauður/milli-einlitt Kópur 10,48
7 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Sleipnir frá Hlíðarbergi Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 11,6
SKEIÐ 150M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Þórdís Gunnarsdóttir Seiður frá Hlíðarbergi Jarpur/milli-einlitt Hornfirðingur 15,8
2 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Sleipnir frá Hlíðarbergi Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 15,8
A FLOKKUR
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Gefjun frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Móálóttur,mósóttur/milli... Hornfirðingur 8,25
2 Sara frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Brúnn/dökk/sv.einlitt Hornfirðingur 8,22
3 Þruma frá Fornusöndum Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,09
4 Glaðvör frá Hamrahóli Kristín Ingólfsdóttir Jarpur/rauð-einlitt Kópur 8,08
5 Elding frá Efstu-Grund Guðbrandur Magnússon Rauður/milli-einlitt Kópur 7,7
6 Hera frá Skriðu Sigurlaugur G. Gíslason Grár/brúnneinlitt Kópur 7,33
7 Goði frá Lækjarbrekku 2 Hlynur Guðmundsson Jarpur/rauð-einlitt Hornfirðingur 0
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Gefjun frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Móálóttur,mósóttur/milli... Hornfirðingur 8,42
2 Sara frá Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Brúnn/dökk/sv.einlitt Hornfirðingur 8,34
3 Glaðvör frá Hamrahóli Kristín Ingólfsdóttir Jarpur/rauð-einlitt Kópur 8,31
4 Þruma frá Fornusöndum Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,19
5 Elding frá Efstu-Grund Guðbrandur Magnússon Rauður/milli-einlitt Kópur 7,77
B FLOKKUR
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Tromma frá Höfn Hlynur Guðmundsson Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,47
2 Aðgát frá Víðivöllum fremri Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,35
3 Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Kristín Ingólfsdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,3
4 Vatnar frá Böðmóðsstöðum 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Rauður/milli-tvístjörnót... Hornfirðingur 8,26
5 Straumur frá Valþjófsstað 2 Guðbrandur Magnússon Brúnn/milli-einlitt Kópur 7,91
6 Harka frá Holtsenda 2 Liva Marie Hvarregaard Nielsen Jarpur/milli-stjörnótt Hornfirðingur 7,37
7 Aska frá Geirlandi Sigurlaugur G. Gíslason Jarpur/milli-einlitt Kópur 0
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Tromma frá Höfn Hlynur Guðmundsson Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,62
2 Aðgát frá Víðivöllum fremri Kristín Lárusdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,48
3 Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Kristín Ingólfsdóttir Brúnn/milli-einlitt Kópur 8,37
4 Vatnar frá Böðmóðsstöðum 2 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Rauður/milli-tvístjörnót... Hornfirðingur 8,3
5 Straumur frá Valþjófsstað 2 Guðbrandur Magnússon Brúnn/milli-einlitt Kópur 8
UNGLINGAFLOKKUR
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hildur Árdís Eyjólfsdóttir Ylfa frá Ási Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,1
2 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 8,09
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hildur Árdís Eyjólfsdóttir Ylfa frá Ási Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 8,15
2 Svanhildur Guðbrandsdóttir Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt Kópur 8,02
BARNAFLOKKUR
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Friðrik Snær Friðriksson Brák frá Lækjarbrekku 2 Brúnn/milli-einlitt Hornfirðingur 7,69
STÖKK 300M
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Gunnar Bragi Þorsteinsson Logi frá Brekku, Fljótsdal Rauður/milli-stjörnótt Hornfirðingur 27,05
2 Katharina Remold Dimmbrá frá Litladal Jarpur/dökk-einlitt Hornfirðingur 27,13

21.07.2017 18:02

Ráslistar fyrir hestaþing Kóps 2017

Hér eru ráslistarnir fyrir Hestaþing Kóps 2017 á excel formi:

Mótsskrá 2017 (2).xlsx

Tenglar

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 141775
Samtals gestir: 22761
Tölur uppfærðar: 25.2.2024 21:30:58