09.07.2014 22:26

Hestaþing Kóps 2014

Hestaþing Kóps 2014

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti  laugardaginn 19. júlí n.k.

Mótið hefst kl. 10:00 og dagskrá verður eftirfarandi:

 

-Forkeppni  í  pollafl., B-fl., barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-flokk.

-Forkeppni í tölti.

-Hlé.

-Mótssetning.

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

-Keppni  í  þrautabraut ef tími og skráningar leyfa. Skráning á staðnum.

Kappreiðar:

  -150 m. skeið

  - 300 m. brokk

  - 300 m. stökk

  -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar  (hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið fljótar@simnet.is  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

 

Skráning er á heimasíðu Kóps, (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 þriðjudaginn 15. Júlí. Ef vandamál koma upp við skráningu eða eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Kristínu Lár. í síma 4874625/8980825.

 

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins,  kennitölu knapa og skráningargjaldið í beinhörðum.

 

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Með kveðju

Stjórn og mótanefnd Kóps

08.07.2014 17:22

Íslandsmótið í hestaíþróttum 22. - 27. júlí

 

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. – 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel ;)Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót – Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks („læka“ facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd

 

 

24.06.2014 11:57

Þolreiðarkeppni á Landsmóti 2014.

Þolreiðarkeppni á Landsmóti 2014.

 

Ef einhverjir Kópsfélagar hafa áhuga á að taka þátt í þolreiðarkeppni fyrir Kóp á LM. 2014 endilega hafið þá samband sem fyrst, í síma 8693486.

Reglur fyrir þolreiðina fylgja hér með.

 

Landsmót hestamanna 2014

Þolreiðakeppni Landsambands hestamanna, Icelandair og Laxnes
frá Selfossi að Gaddstaðaflötum

Keppnisreglur

Tilgangur Þolreiðarinnar er fyrst og fremst að hefja til vegs og virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestsins þ.e. þol og harðfylgi. Þá er tilgangurinn sá, að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta. Leiðin sem er riðin er um 36 km og skiptist í tvo leggi, frá Selfossi að gerði við Þjórsárbrú og frá Þjórsárbrú að stóðhestahúsinu á Gaddstaðaflötum. Leiðin er riðin af tveim hestum og tveim knöpum og tekur hvor sinn legg. Knapar ráða sjálfir hvorn legginn hver ríður. Knöpum verða afhent tímatökublöð og á fyrri knapi að skrá niður millitíma sem tímavörður gefur honum upp við réttina á Þjórsárbrú og afhenda knapa tvö miðann sem fylgir honum svo áfram að Gaddstaðaflötum þar sem lokatími verður skráður.

1. Lágmarksaldur knapa er 16 ára á árinu.
2. Hestarnir skulu vera í sæmilegri þjálfun og ekki yngri en 7 vetra, þeir skulu vera vel járnaðir og í góðu ásigkomulagi.
3. Knapa er heimilt að ganga með hest sinn yfir erfiða færð eõa til að hvíla hestinn, en verður að ríða úr hlaði og í mark.
4. Heltist hestur verulega eða sýnir einhver merki ofþreytu eða sjúkleika ber knapa að stöðva hest sinn og reyna eftir mætti að koma boðum til stjórnanda reiðarinnar um hjálp.
5. Sami knapi verður að ríða hestinum allan legginn.
6. Knapi má undir engum kringumstæðum hvetja hestinn með óhóflegri notkun písks eða svipu eða nota nokkur önnur ráð sem talist geta varða við dýraverndunarlög. Knapa ber ávallt að hafa í heiðri dýraverndunarlög og sjáist til hans af stjórnendum reiðarinnar eða öðrum beita aðferðum sem óeðlilegar geta talist verður hann dæmdur úr leik.
7. Knapa ber að fylgja þjóðveginum og fara eftir leiðbeiningum.
8. Allir hestar eru skoðaðir nákvæmlega af dýralækni fyrir keppnina, þar sem skráður er hjartsláttur, öndunarhraði, meiðsl og annað athugavert, jafnframt því sem athugað er h.vort hesturinn er haltur. Þá eru athugaðar járningar. Ef dýralæknir metur hest ókeppnishæfan, af hvaða ástæðu sem það kann að vera, fær hestur ekki að hefja keppni.
9. Engin hámarks- eða lágmarkstími er ákveðinn heldur er ákveðinn svokallaður viðmiðunartími þ.e. sá tími sem eðlilega getur talist að sæmilega þjálfaður hestur fari vegalengdina á. Í þessu tilviki er talið að sá tími sé um það bil 1 klukkustund á hvorn legg.
10. Dýralæknaskoðun fer fram nákvæmlega 30 mínútum eftir að hesturinn kemur í mark og á henni ákvarðast þau refsistig sem hesturinn fær og koma til frádráttar þeim tíma, sem hesturinn hefur farið vegalengdina á. Ef hestur er með púls 69 slög á mínútu eða hærri eftir 30 mínútna hvíld er hann dæmdur úr leik, ef hestur hefur misst skeifu er hann dæmdur úr leik, ef áverkar eru á hesti getur dýralæknir dæmt hann úr leik án frekari útskýringa. Knapi ber sjálfur ábyrgð á því að mæta til dýralæknis 30 mínútum eftir að hann líkur keppni. Ef knapi mætir of seint til dýralæknis fellur hann úr keppni.
11. Hvert refsistig gefur 5 mínútur í frádrátt.
Hjartsláttur 56 til 59 slög á mínútu = 1 refsistig
Hjartsláttur 60 til 64 slög á mínútu = 2 refsistig
Hjartsláttur 65 til 68 slög á mínútu = 3 refsistig
69 slög eða meira = hestur dæmdur úr leik.

04.06.2014 12:32

Hestaþing Kóps.

 

Hestaþing Kóps verður haldið 19 júlí n.k. á Sólvöllum í Landbroti.

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórnin.

04.06.2014 09:03

Kópsfélagar A.T.H.

 

Úrtaka hjá Hmf. Kópi fyrir LM. 2014 verður á Sindravelli við Pétursey 14. Júní n.k.( félagsmót Sindra). Þeir sem hugsa sér að mæta með hross í úrtöku skulu sjá um sína skráningu.

Sjá heimasíðu Hmf. Sindra, sindri.123.is

Kópur á rétt á að senda einn keppanda í hvern flokk og gildir hæsta einkunn úr forkeppni.

Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum hafi samband við Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486 eða á netfangið sigmarhelga@simnet.is

Stjórn Kóps.

03.06.2014 08:31

Reiðskóli Hmf.Kóps

Reiðskóli Hmf.Kóps

verður fyrir 6 ára og eldri, á Syðri-Fljótum dagana 10.,11. og 12. júní (þriðjud.-fimmtud.) og 18.,19. og 20. júní (miðvikud-föstud.)
ATH. Þetta er eitt námskeið en skipt í tvo hluta.

Þátttökugjald er kr. 12.000.- og kr. 8.000.- fyrir Kópsfélaga (16 ára og yngri).

Fyrirkomulag að þessu sinni er þannig að þátttakendur þurfa að mæta með hest og reiðtygi.
Félagið aðstoðar við að koma hrossunum á staðinn.

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir 7. júní til Kristínar Ásgeirsd. í síma 8693486.
Hún veitir einnig nánari upplýsingar og tekur við beiðni um hrossaflutninga.

 

Með kveðju

Æskulýðsnefnd og stjórn Kóps.

21.05.2014 14:25

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2014.

Úrslit í Firmakeppni Kóps 2014.

 

Barnaflokkur:

  1. Tinna Elíasdóttir 11 ára.

Stjarni f. Skarði 12 v. Brúnstjörnóttur

Eig: Vilborg Smárad.

Firma: Krónus/ Palli og María Klaustri.

 

  1. Sigurjóna Kristófersdóttir

Hríma f. Ragnheiðarstöðum 11 v. Móálótt.

  •  

Firma: Dalshöfði.

 

  1. Birgitta Rós Ingadóttir  11 ára

Hylling f. Pétursey  8 v. Jörp

Eig: Birgitta Rós

Firma: Hótel Klaustur.

 

Einnig kepptu í barnaflokki, Ármann Kristinn á Seðli, Svava Margrét á Fagrablakk og Birna Sólveig á Dögg og var þeim afhent viðurkenning fyrir þátttökuna.

 

Unglingaflokkur:

  1. Svanhildur Guðbrandsdóttir  14 ára

Elding f. Efstu-Grund 8 v. Rauð.

Eig: Kristín og Guðbrandur.

Firma: Efri-Ey 2.

 

  1. Elín Árnadóttir  16 ára

Blær f. Prestsbakka 7 v. Brúnn

Eig: Elín Árnad.

Firma: Hótel Geirland.

 

  1. Þuríður Inga Gísladóttir 16 ára

Otti f. Skarði 12 v. Jarpur

Eig: Þuríður Inga

Firma: Mýrar.

 

Opinn flokkur:

  1. Prýði f. Laugardælum 7 v. Jarphöttótt

Eig: Laugardælur ehf.

Knapi: Kristín Lárusdóttir

Firma: Heilsuleikskólinn Kæribær.

 

  1. Þoka f. Þjóðólfshaga  7 v. Grá

Eig; Vilborg Smáradóttir

Knapi: Vilborg Smáradóttir

Firma: Kirkjubæjarklaustur 2

 

  1. Otti f. Skarði 12 v. Jarpur

Eig: Þuríður Inga Gísladóttir

Knapi: Þuríður Inga Gísladóttir

Firma: Dýralæknaþjónusta Suðurlands/ Lars Hansen.

 

  1. Straumur f. Írafossi  15 v. Brúnn

Eig: Hjördís Rut Jónsdóttir og Harpa Rún Jóhannesdóttir

Knapi: Hjördís Rut Jónsdóttir.

Firma: Tamningastöðin Syðri-Fljótum.

 

  1. Flipi Brúnn

Eig: Orri Örvarsson

Knapi: Orri Örvarsson

Firma: Þykkvibær 3

 

Unghrossaflokkur:

  1. Hryðja 5v brún frá Suðurfossi

Eig: Hjördís Rut Jónsdóttir

Knapi: Hjördís Rut Jónsdóttir

Firma: Þykkvibær 1

 

  1. Dalía 5v jörp  frá Kerlingadal

Eig: Lára Oddsteinsdóttir

Knapi: Þuríður Inga Gísladóttir

Firma: Auja og Siggi Heilsugæslustöðinni.

 

 

 

 

21.05.2014 14:24

Þessi fyrirtæki og bæjir tóku þátt í firmakeppni Kóps 2014.

Þessi fyrirtæki og bæjir  tóku þátt í firmakeppni Kóps 2014.

Bestu þakkir fyrir þátttökuna.

 

  1. Arion Banki
  2. Auja og Siggi Heilsugæslan Klaustri
  3. Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri
  4. Búval
  5. Dalshöfði
  6. Dýralæknaþjónusta Suðurlands/ Lars Hansen
  7. Efri-Ey 2
  8. Fagurhlíð
  9. Ferðaþjónustan Hunkubökkum
  10. Fósturtalningar Ellu og Heiðu
  11. Geilar-Seglbúðum
  12. Gröfuþjónusta Birgis Jónssonar
  13. Ergo
  14. RR Tréverk
  15. Fossraf
  16. Heilsuleikskólinn Kæribær
  17. Herjólfsstaðir I
  18. Hjúkrunarheimilið Kirkjubæjarklaustri
  19. Hótel Geirland
  20. Hótel Laki
  21. Hörgsland II
  22. Icelandair Hótel Klaustur
  23. Jórvík 1
  24. Kirkjubæjarklaustur II
  25. Kirkjubæjarstofa
  26. Krónus „Palli og María“
  27. Mýrar
  28. Prestsbakki
  29. Skaftárhreppur
  30. Systrakaffi
  31. Tamningastöðin Syðri-Fljótum
  32. Tjaldstæðið Kleifum
  33. Þykkvibær 1
  34. Þykkvibær 3
  35. Sveitabragginn

 

21.05.2014 14:23

Eftirtaldir einstaklingar og fyrirtæki styrktu árlegt Páskabingó Hmf Kóps 2014.

Eftirtaldir einstaklingar og fyrirtæki styrktu árlegt Páskabingó Hmf Kóps 2014.

Þökkum stuðninginn.

Víkurprjón

Lífland

Verslunin Baldvin og Þorvaldur

Leirbrot og gler

Hótel Katla

Hótel Laki

Hótel Geirland

Slóðir

Búaðföng

Arionbanki Klaustri

Sláturfélag Suðurlands

Fagradalsbleikja

Fjóla Þorbergsdóttir

Guðlaug Ásgeirsdóttir

Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir

Soffía Gunnarsdóttir

Kjarval Klaustri

22.04.2014 15:48

Firmakeppni Hestamannafélagsins Sindra

FIRMAKEPPNI HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA.

Firmakeppni Hmf Sindra verður haldinn næstkomandi laugardag, 26. apríl kl 13:00

Keppt verður í Polla-, barna-, unglina-, unghrossa-, kvenna- og karlaflokki (í þessari röð) 

skráning hjá Dóru á netfangið dorajg@simnet.is fyrir kl 20:00 á föstudag. 

Keppnisfyrirkomulag er inn á Sindrasíðunni undir lög og reglur ef einhverjum vantar upplýsingar um það. 

Mótanefnd er í óðaönn að safna firma hjá einstaklingum og fyrirtækjum þessa dagana. Ef einhverjir utan félagssvæðis langar að styrkja okkur og kaupa firma (kostar 1000 kr) þá má hafa samband við okkur í mótanefnd eða senda póst á netfangið solheimar2@gmail.com.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góðann dag.

Mótanefnd

15.04.2014 16:38

Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!

Sumardagurinn fyrsti í Skaftárhreppi!

Firmakeppni Kóps og hátíðardagskrá

Höfum gaman og fögnum sumri saman!!

Dagskrá sumardagsins fyrsta er svohljóðandi;

 

Kl 12:00 Firmakeppni hestamannafélagsins Kóps á Sólvöllum.

 

Keppt verður í barna-, unglinga-, opnum- og unghrossaflokki.

 

Æskilegt er að skráningar berist á netfangið sj@icehotels.is

eða í síma 857-1973 fyrir kl. 20:00 á þriðjudegi 22.apríl n.k.

en við lokum þó ekki fyrir skráningar á staðnum.

 

Eftir Firmakeppnina er hópreið á Klaustur.

 

Kl 15:00 Kvenfélagskaffi og bingó í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Kvenfélagskaffi kr 1500/ Frítt fyrir grunnskólaaldur.

Bingóspjaldið kr 500.

 

Íþróttamaður ársins krýndur.

Teymt undir börnum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps,

Hestamannafélagið Kópur,

Æskulýðs og íþróttanefnd Skaftárhrepps.

 

kær kveðja og gleðilega Páskahátíð!!!!

 
 

 

 
 
 

14.04.2014 16:33

Páskabingó - Páskabingó

 

verður haldið í Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 19.apríl n.k og hefst  kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 500 kr.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.

02.04.2014 16:31

Páskabingó Páskabingó


Páskabingó verður haldið í Tunguseli 19.apríl n.k

 

Nánar auglýst síðar.

 

Fjáröflunarnefnd Kóps.

Tenglar

Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217237
Samtals gestir: 40344
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24