15.04.2024 10:57
Þakkir
Bestu þakkir til eftirtaldra fyrirtækja og einstaklinga fyrir
stuðninginn á árlegu páskabingói Hestam.félagsins Kóps 2024
Fjáröflunarnefndin.
Hótel Klaustur
Verslunin Ellingssen
Skaftárhreppur
Systrakaffi
Gvendarkjör
Skaftárskáli
Halldórskaffi Vík
Íþróttamiðstöðin Kirkjubæjarklaustri
Borgarfell kjötvinnsla
Random Klausturbúð
Fjóla Þorbergsdóttir Klaustri
Soffía Anna Helga og fjölskylda Arnardrangi
23.03.2024 19:44
Páskabingó
Páskabingó!
Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu á Klaustri laugardaginn fyrir páska, þann 30. mars nk. kl. 14:00.
Veglegir vinningar í boði!
Spjaldið kostar 1000 kr, enginn posi verður á staðnum.
Allir eru velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!
Fjáröflunarnefnd Kóps
22.03.2024 11:09
Í kvöld verður fyrirlestur sem Einar frá fóðurblöndunni og Tanja Rún dýralæknir munu halda.
Fyrirlestur um fóðrun hrossa, hvernig meltingarfærin eru hönnuð og hvað þarf að hafa í huga þegar hross eru fóðruð, þá sérstaklega með tilliti til hrossa sem eru í þjálfun og haldið á húsi en líka um stóðhross. É
Einnig um stoðkerfi hestsins og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að uppbyggingu reiðhestsins/keppnishests/kynbótahross með það að markmiði að lágmarka líkur á meiðslum
Mæting er í fundaraðstöðu Skaftárhrepps og hefst þetta um 19:30
Hlökkum til að sjá sem flesta
fræðslunefnd :)
09.03.2024 14:16
Járninganámskeið
Góðan og blessaðan.
Í dag er járningarnámskeið hjá okkur á Fljótum og kom hann Gummi frá Baldvin og Þorvald með heilan helling af járningardóti og fleira ef fólk vill koma á laugardagsrúnt til okkar og versla vörur
Námskeiðið verður í dag til 19:00/20:00 og svo aftur á morgung til sikra 19:00
Endilega komið og kíkjið á okkur
24.07.2023 21:53
Reiðskóli
Reiðskóli Kóps
Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn dagana 31. júlí til 3. ágúst á Syðri-Fljótum.
Reiðkennari er Kristín Lárusdóttir. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.
Þátttökugjaldið verður 20.000 fyrir hóptíma og 24.000 fyrir einkatíma. Krakkar, 17 ára og yngri, fá frítt séu þeir félagsmenn í Kóp.
Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.
Skráning er hjá Kristínu Lár í síma 8980825 eða á messenger Kristínar.
Ef áhugi er fyrir því að hafa fleiri námskeið í sumar er stefnan að halda annað reiðnámskeið eftir miðjan ágúst.
Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar síðar. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn Kóps
05.06.2023 22:27
Hestaþing 2023
Sameiginlegt Hestaþing Hestamannafélaganna Kóps og Sindra verður haldið 24.júní á Sindravelli við Pétursey. Mótið er líka úrtaka fyrir fórðungsmót.
Skráning er hafin á Sportfeng og stendur til kl 23.59 mánudaginn 19.júní.
Mótið er opið og verður keppt verður í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka næst: Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A, B og C -flokki gæðinga. Tölti T3 og T7 og 100 m flugskeiði.
Það eru vegleg verðlaun í T3 og T7.
Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk B-flokk og C flokk er kr. 5.000.-
Í barna og unglinga 2000,-
Í tölti er skráningargjaldið 6000.-
Engin skráningargjöld eru í pollaflokk og kappreiðum.
Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist og staðfesting á henni á tölvupóstfangið hmf.kopur@gmail.com . Skráning er á www.sportfengur.com.
Afskráningar og skráningar í pollaflokk og kappreiðar þurfa að berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com
Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 8980825
Dagskrá og ráslistar verða birtir á lhkappa eftir að skráningu lýkur. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnir og mótanefndir Kóps og Sindra
26.04.2023 11:11
Sameiginleg firmakeppni Kóps og Sindra fór fram á Sumardaginn fyrsta í blíðskaparveðri að Syðri Flótum.
Hér koma úrslitin og nöfn þeirra sem styrktu firmakeppnina. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Dómari var Jóhann Garðar Jóhannesson og þökkum við honum fyrir vel unnin störf.
Einnig þökkum við áhorfendum og keppendum fyrir komuna.
Unghrossaflokkur
1.sæti Safír frá Laugardælum og Kristín Lárusdóttir -Hörgsdalur ae 8,47
2.sæti Framsýn Skeiðvöllum og Guðbrandur Magnússon – Hörgsland 2 ae 8,40
3.sæti Andi frá Skálakoti og Sanne van Hezel – Reyni Gistihús ae 8,37
4.sæti Köggur frá Vík í Mýrdal og Árni Gunnarsson – Iceland Bike Farm ae 8,00
Meira Vanir
1.sæti Snerra frá Skálakoti og Sanne van Hezel – Ferðaþjónustan Hörgslandi ae 8,53
2.sæti Orka Laugardælum og Kristín Lárusdóttir - Systrakaffi ae 8,53
3.sæti Hörvar frá Eyarhólum og Guðbrandur Magnússon-Prestsbakki ae 8,47
4. sæti Seifur frá Stóra-Hofi og Árni Gunnarsson – Carina Guesthouse ae 8,20
Minna vanir
1.sæti Heimur frá Syðri-Reykjum og Guðlaug Þorvaldsdóttir- Grand Guesthouse Garðakot ae 8,43
2.sæti Klið frá Efstu Grund og Kristín Gyða Einarsdóttir -Vík horse adventure ae 8,20
3.sæti Glúmur fra Sydri-Gróf og Jónína Börk Ingvarsdóttir -Ragnar Sævar ae 8,00
Pollaflokkur
Bárður Elí Finnsson og Korgur frá Vík í Mýrdal – Birna Gilum
Heiðdís og Atlas frá Litlu Hámundarstöðum - Búland
Barnaflokkur
1.sæti Atlas frá Litlu Hámundarstöðum og Þráinn Elís – Rafsuð ae 7,6
100 m skeið
Pittur frá Víðivöllum fremri og Guðbrandur Magnússon - Gröf tími 10,22 sek
Seifur frá Stóra Hofi og Árni Gunnarsson - Rafsuð tími 10,27 sek
Arnardrangur
Hótel Laki
Systrakaffi
Skaftárskáli
Gvendarkjör
Kirkjubæjarklaustur 2
Mýrar
Holt
Hlíðarból
Þykkvibær 3
Nonna og Brynjuhús
Jórvík
Búland
Fagurhlíð
Iceland Bike Farm Mörtungu
Herjólfsstaðir
Hörgsland 2
Selhólavegur
Tamningarstöðin Syðri-Fljótum
Hótel Klaustur
Hörgsdalur
Klausturhólar
Eldraun Holiday Home
Prestsbakki
Kirkjubæjarstofa
Íþróttamiðstöðin
Random
Ferðaþjónustan Hörgslandi
Kjötvinnslan Borgarfelli
Tjaldstæðið Kleifum
SBJ réttingar og málun
Völustakkur
Sandhólsbúið
Gröf
Norðurhjáleiga
Keldunúpur
Vatnajökulsþjóðgarður
Arnardrangur
Magma Hótel
PRESTSHÚS SVEITAGISTING
ÞÓRUNN EDDA
VÍK HORESE ADVENTURE
VÍK HORESE ADVENTURE
VÍK HORESE ADVENTURE
REYNIR GISTIHÚS
ÓLI OG BEGGA REYNI
SÓLHEIMAHJÁLEIGA GISTING
LINDARFISKUR
GALLERÝ GESTHOUSE
GALLERÝ GESTHOUSE
VICTORÍA KERLINGARDAL
HERMANN HESTAFERÐIR
HÓTEL DYRHÓLEY
NAUTABÚIÐ YTRI SÓLHEIMUM
NAUTABÚIÐ YTRI SÓLHEIMUM
NAUTABÚIÐ YTRI SÓLHEIMUM
NAUTABÚIÐ YTRI SÓLHEIMUM
CARINA GESTHOUSE
CARINA GESTHOUSE
E. GUÐMUNDSSON
JÓNAS FAGRADAL
RAGNA FAGRADAL
VEITINGAHÚSIÐ SUÐUR-VÍK
FB LAGNIR
ALDAN VERSLUN
PETRA OG EINAR
INGI MÁR
HJÖRDÍS RUT
GUÐRÚN HILDUR KOLBEINS
Grand Guesthouse Garðakot
BIRNA GILJUM
BIRNA GILJUM
ÁRNI OG GUÐLAUG
SKAMMIDALUR GESTHOUSE
SKAMMIDALUR GESTHOUSE
SOUTHCOST ADVENTURE
EFSTU GRUNDAR BÚIÐ
RAGNAR SÆVAR
RAGNAR SÆVAR
RAGNAR SÆVAR
RAGNAR SÆVAR
RAFSUÐ
RAFSUÐ
19.04.2023 06:27
Firmakeppni
Sameiginleg firmakeppni hestamannafélaganna Sindra og Kóps 2023
verður haldin að Syðri-Fljótum sumardaginn fyrsta 20.apríl nk.
Keppt verður í eftirfrarandi flokkum ef næg þátttaka fæst:
Pollaflokki
Barnaflokki
Unglingaflokki
Minna vanir knapar
Meira vanir knapar
Unghrossaflokki
100 metra skeiði
Pollaflokkur ríður frjálst eftir getu hvers og eins.
Í öðrum flokkum er riðin forkeppni þar sem 2-3 eru inni á vellinum í einu og er riðið 2 hringir hægt brokk eða tölt, snúið við og 2 hringir fráls ferð. Eftir keppni í hringnum skal sýna 1 ferð á beinni braut.
Riðin eru úrslit 5 efstu knapa eftir forkeppni, þátttakendum í öllum flokkum nema pollaflokki skal raðað í sæti. Í pollaflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.
Keppni hefst stundvíslega kl. 13:00. Súpa að keppni lokinni.
Skráningar berist á netfangið fljotar@simnet.is.
Skráningu lýkur á miðvikudaginn 19.apríl nk.
Allir eru velkomnir
Firmanefnd Sindra og Kóps
31.03.2023 17:39
Páskabingó
Páskabingó!
Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu á Klaustri laugardaginn fyrir páska, þann 8.apríl nk. kl. 14:00. Flottir vinningar verða í boði t.d. páskaegg, gjafabréf og fleira! Spjaldið kostar 750 kr, enginn posi verður á staðnum.
Allir eru velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!
Fjáröflunarnefnd Kóps
17.08.2022 21:06
Hestaþing 2022
Sameiginlegt Hestaþing Hestamannafélaganna Kóps og Sindra verður haldið síðustu helgina í ágúst í Pétursey. Hvort mótið verður 1 eða 2 dagar fer eftir skráningu
Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum. Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst:
Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga. Tölti T3 og T7.
100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m stökki ef næg þáttaka fæst.
Skráningum lýkur kl. 23:59 mánudagskvöldið 22.ágúst nk.
Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 8980825
Dagskrá og ráslistar verða birtir á facebooksíðu og á heimasíðu Kóps og Sindra eftir að skráningu lýkur.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnir og mótanefndir Kóps og Sindra.
22.04.2022 10:20
Úrslit úr Firmakeppni
Úrslit úr sameiginlegri firmakeppni Kóps og Sindra
Unghrossaflokkur
1. sæti Kristín Lárusdóttir og Dýrfinna frá Víðivöllum fremri
Firma: Jórvík 1
2. sæti Guðbrandur Magnússon og Framsýn frá Skeiðvöllum
Firma: Tamningarstöðin Syðri-Fljótum
3. sæti Sigurjón Sigurðsson og Hvellur frá Efstu-Grund
Firma: Veitingarhúsið Suður-Vík
4. sæti Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Kveikur frá Efstu-Grund
Firma: Aldan verslun
Barnaflokkur
1. sæti Kristín Gyða Einarsdóttir og Stormur frá Ytri-Sólheimum
Firma: Hvammból guesthouse
2. sæti Íris Anna Orradóttir og Hrafndís frá Syðri-Fljótum
Firma: Nautabúið Ytri-Sólheimum
Þráinn Elís Björnsson og Atlas frá Litlu-Hámundarstöðum
Firma: Félagsbúið Fagurhlíð
Unglingaflokkur
1. sæti Jóhanna Ellen Einarsdóttir og Náttar frá Hala
Firma: E. Guðmundsson
Meira vanir knapar
1. sæti Guðbrandur Magnússon og Hjörvar frá Eyjarhólum
Firma: Hörgsland II
2. sæti Hjördís Rut Jónsdóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum
Firma: Ögmundur Ólafsson ehf
3. sæti Kristín Lárusdóttir og Stígur frá Hörgslandi II
Firma: Dýralæknaþjónustan Völustakkur
4. sæti Kristín Erla Benediktsdóttir og Tindur frá Litla-Garði
Firma: Guðrún Sigurðardóttir
5. sæti Árni Gunnarsson og Seifur frá Stóra-Hofi
Firma: Bomban torfærulið
Minna vanir knapar
1. sæti Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Skjálfti frá Efstu-Grund
Firma: E. Guðmundsson
2. sæti Sigurjón Sigurðsson og Sókrates frá Árnanesi
Firma: Nautabúið Ytri-Sólheimum
3. sæti Guðlaug Þorvaldsdóttir og Heimur frá Syðri-Reykjum
Firma: Ólafur Steinar Björnsson
4 sæti Jónína Björk Ingvarsdóttir og Töffari frá Litlu-Hámundarsstöðum
Firma: Klausturhólar
5. sæti Soffía Anna H. Herbertsdóttir og Prins frá Leyni
Firma: Félagsbúið Holti 2
6. sæti Kristín Gyða Einarsdóttir og Sól frá Ytri-Sólheimum
Firma: Gistihúsið Reynir
100m skeið
2. sæti Kristín Lárusdóttir og Pittur frá Víðivöllum fremri
tími: 10,22
Firma: Kirkjubæjarklaustur 2
2. sæti Kristín Erla Benediktsdóttir og Fáfnir frá Sólheimakoti
tími: 11:28
Firma: Birna Kristín Pétursdóttir
Hjördís Rut Jónsdóttir og Brimrún frá Þjóðólfshaga
ógilt
Firma: Sanna Vaisanen
Dómari var Sigrún Hall, takk fyrir okkur.
Hestamannafélögin þakka kærlega fyrir stuðninginn frá öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu keppnina.
20.04.2022 09:15
Firmakeppni á morgun
Sameiginleg firmakeppni hestamannafélaganna Sindra og Kóps 2022
Verður haldin að Syðri-Fljótum á útivellinum þeirra Kristínar og Brands eða inni í reiðhöll ef að veður verður ekki til útikeppni, sumardaginn fyrsta 21.apríl nk.
Keppt verður í eftirfrarandi flokkum ef næg þátttaka fæst: Pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, flokki minna vanra knapa, meira vanra knapa, unghrossaflokki og 100 metra skeiði.
Pollaflokkur ríður frjálst eftir getu hvers og eins. Í öðrum flokkum er riðin forkeppni þar sem 3 eru inni á vellinum í einu og er riðinn frjáls gangur að lágmarki 3 hringir, hver keppandi skal þó sýna 1 hring á hægu og að lágmarki 2 gangtegundir eða hraðabreytingu á gangtegund. Eftir keppni í hringnum skal sýna 1 ferð á beinni braut. Riðin eru úrslit 5 efstu knapa eftir forkeppni, þátttakendum í öllum flokkum nema pollaflokki skal raðað í sæti. Í pollaflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.
Keppni hefst stundvíslega kl. 14:00 og léttar kaffiveitingar í boði firmanefnda beggja félaga að keppni lokinni. Skráningar berist á netfangið sudur-foss@simnet.is og hmf.kopur@gmail.com. Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 19.apríl nk.
Allir eru velkomnir að koma!
Firmanefnd Sindra og Kóps
03.03.2022 10:30
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps 2022
Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn í Tunguseli sunnudaginn 6.mars kl. 13:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosið verður um nýjan formann.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Léttar veitingar í boði félagsins að loknum fundi.
Hvetjum félagsmenn til að koma á fundinn.
Nýjir félagar eru velkomnir!
Stjórn Kóps