10.02.2015 08:51

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

verður haldinn föstudaginn 20. febrúar n.k.  kl. 20:30 á Hótel Klaustri.

ATHUGIÐ BREYTTA DAGSETNINGU.

Dagskrá fundarins samkvæmt lögum félagsins.

Kaffiveitingar.

Nýir félagar velkomnir.

Nú skorum við á ykkur félagsmenn góðir að mæta á fundinn. Því fleiri sem mæta, því meiri, líflegri og málefnalegri umræður og ákvarðanatökur verða þá á fundinum. Og að við tölum nú  ekki um, afraksturinn af þeirri umræðu sem mun skila sér í aukinni og betri  starfsemi félagsins.

 Það er markmiðið. Er ekki svo?

Stjórn Hmf. Kóps.

02.02.2015 21:40

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps verður haldin 11.febrúar næstkomandi.

Staðsetning og fundartími auglýst síðar.

 Stjórnin

02.02.2015 21:38

Hestamannafélagið Kópur auglýsir


Fræðslufundur með Pétri Halldórssyni ráðunauti í hrossarækt  verður haldinn á
 Hótel Klaustri miðvikudaginn 4.febrúar  kl 20:30. 

Umfjöllunarefni  kvöldsins:

         Kynning á World-Feng.
         Erfðir hestalita.

Sjáumst hress og sem flest.

Stjórn Hmf. Kóps.

31.12.2014 16:37

Gleðilegt nýtt ár

Sendum félagsmönnum okkar, velunnurum og landsmönnum öllum,

óskir um frið og farsæld á komandi ári og þakkir fyrir árið sem er að líða.

 

Bestu kveðjur.

Hestamannafélagið Kópur.

28.12.2014 17:35

UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!

UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.

 

Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.com/events/395865530579934/


Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir:

Hreimur Örn - gítar og söngur

Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur

Benedikt Brynleifsson - trommur

Róbert Þórhallsson - bassi

Vignir Snær - gítar og söngur


Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:

Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos

Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.


Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!

Fyrstir koma fyrstir fá!

Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090

Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.

Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.

Verð: 9600 kr.

Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur

Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!

 

 

 
 
 

10.11.2014 09:22

Úrslit folalda- og trippasýningar

Dómarar voru Pétur Halldórsson og Ásmundur Þórisson
 
Eigulegasta folaldið var valið Svandís frá Kirkjubæjarklaustri II að mati dómara og áhorfanda.
Eigulegasta  trippið var Sóley frá Syðri Fljótum að mati dómara en Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II að mati áhorfenda.
 
Kópur þakkar þeim sem mættu fyrir skemmtilegan dag.
 
 
Folalda og trippasýning   ÚRSLIT                            
 Mót:   Folalda og trippasýning Hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri Fljótum 2014 9.nóv. 2014
  Yfirdómari Pétur Halldórsson, meðdómari Ásmundur Þórisson
Hesttrippi
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II Brúnn/milli- stjörnótt 1 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklausti 2
2 2 V Þokki frá Geirlandi Jarpur/milli- einlitt 1 Gísli K Kjartansson Klængur Skálakoti Þrá frá Fellskoti
3 3 V Garpur frá Geirlandi Brúnn/milli- einlitt 2 Gísli K Kjartansson Þröstur frá Hvammi Þrá frá Fellskoti
4 4   Leiknir frá Mýrum Brúnn     1   Páll Eggertsson Glaður Prestsbakka Fjöður Mýrum
5 5 V Þyrnir frá Syðri-Fljótum Brúnn/milli- einlitt 1 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Álfur frá Selfossi Eldey frá Fornusöndum
Mertrippi
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Sóley frá Syðri-Fljótum Rauður/milli- blesótt 2 Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Arður frá Brautarholti Eldey frá Fornusöndum
2 2 V Elva frá Syðri-Fljótum Rauðblesótt 1 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Penni frá Eystra-Fróðholti Elka frá Króki
3 3   Eik Hemru rauð/ tvístjörnótt   1   Sigurður Ómar Gíslason Mjölnir Hlemmiskeiði Glódís Steinum
4 4 V Elding frá Mýrum Rauð 2 Páll Eggertsson Vigri Reykjavík Mánadís frá Mýrum
5 5   Viðja frá Geirlandi Jarpur/milli- einlitt 1 Gísli K Kjartansson Kerúlf Kollaleiru Eldglóð frá Álfhólum
6 6 V Brák frá Geirlandi Moldótt 1 Gísli K Kjartansson Ársæll Helmu Snerra frá Hala
                         
Merfolöld
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Svandís Kirkjubæjarklaustri Brúnstjörnótt 0 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Vilmundur Feti Þokkadís Kirkjubæjarklaustri
2 2   Aþena frá Kirkjubæjarklaustri 2   brún     0 Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir Glaður Prestsbakka Spurning frá Kirkjubæjarklaus
3 3 V Ugla Geirlandi Jörp 0 Gísli K Kjartansson Aðall Nýjabæ Snerra frá Hala
4 4 V Stjörnuglóð Geirlandi Rauðstjörnótt 0 Sigurlaugur Gísli Gíslason Konsert Korpu Eldglóð frá Álfhólum
5 5 V Embla frá Syðri Fljótum Brún 0 Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Konsert Korpu Elka frá Króki
Hestfolöld
 
Nr Hópur Hönd Hestur Litur Aldur Eigandi Faðir Móðir
1 1   Árgeisli Syðri Fljótum Bleikblesóttur 0 Frida og Fredrik Sær Bakkakoti Ronja Spágilsstöðum

01.11.2014 19:27

Folalda- og trippasýning

Sunnudaginn 9. nóvember kl. 13 stendur Hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri Fljótum.

Keppt verður í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2012 og 2013), hryssur og hestar.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagskvöldið  6. nóvember kl 21.00.

Skráningargjald er kr. 1000.
 

Dómari velur eigulegustu gripina en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.

Seld verður súpa.

 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Kristínu Lárusdóttur s. 4874725 eða fljotar@simnet.is

 

Stjórn Hestamannafélagsins Kóps

27.10.2014 21:07

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 - 2016

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 – 2016

 

 

Ákvörðun hefur  verið tekin um framhald þingfundar 59. Landsþings LH, laugardaginn 8. nóvember n.k. kl. 9:00 í E-sal á þriðju hæð í húsakynnum ÍSÍ og LH að Engjavegi 6.

 

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru, lýsir kjörnefnd eftir framboðum til sambandsstjórnar LH til næstu tveggja ára.

 

Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum.

Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.  

 

Formaður er kjörin sérstaklega og þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný um þá tvo sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

 

Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH.

 

Óskar kjörnefnd LH eftir því að framboð til stjórnar LH berist eigi síðar en á hádegi föstudaginn 7. nóvember 2014 til nefndarinnar.

Þar sem um framhaldsþing er að ræða er rétt að minna á að sömu kjörbréf gilda fyrir framhaldsfund og giltu fyrir þingið á Selfossi 17.-18. október. Breytingar á þingfulltrúum skal tilkynna tímanlega til skrifstofu LH.

 

 

Með kveðju,

Kjörnefnd LH

 

Guðmundur Hagalínsson

Sími 825 7383

Netfang ghl@eimskip.is

 

Ása Hólmarsdóttir

Sími 663 4574

Netfang asaholm@gmail.com

 

Margeir Þorgeirsson

Sími 892 2736

Netfang vodlarhestar@gmail.com

07.08.2014 19:24

Dagskrá hestaferðar Kóps

Jæja kæru félagar,

 

Þá fer að bresta á hestaferð og er hugmynd að dagskrá eftirfarandi:
 

Á morgun, föstudag, verður riðið í kringum Hjörleifshöfða. Lagt verður af stað kl. 17.
 

Á laugardagsmorgun verður farið frá Heiði og riðið niður í Kerlingadal (bakdyramegin).

Lagt verður af stað kl 11 á laugardagsmorgun.
 

Á laugardagskvöldið verður kjötsúpa á boðstólum fyrir þreytta ferðalanga.
 

Gist verður á  Eyrarlandi. Það þarf að taka með sér dýnur fyrir þá sem ætla að gista.

 

Kv. ferðanefnd Kóps

30.07.2014 21:48

Hestaferð Kóps

 

Helgina 8-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður riðið um  Mýrdalinn.


Á föstudagskvöldinu verður farið í stuttan reiðtúr til að hrista fólk saman.

Á laugardeginum verður farið í lengri reiðtúr og grillað saman um kvöldið. Gist verður á Eyrarlandi.

Síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. 

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 5. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

 

Skráning fer fram hjá Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is  eða hjá Ingibjörgu í síma 8690912 eða email ingibjorgrimur@gmail.com

 

Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting á Eyrarlandi og matur á laugardagskvöldinu.

 

Ferðanefnd Kóps

 

22.07.2014 08:48

Úrslit Hestaþings Kóps

Hestaþing Kóps var haldið að Sólvöllum í Landbroti 20. júlí sl. Dómarar voru Sigurbjörn Viktorsson, Jón Þorberg Steindórsson og Jóhann G. Jóhannesson.
 
Fegursti gæðingur Kóps var valinn Þokki frá Efstu Grund,knapi Kristín Lárusdóttir.
 
Hér má sjá úrslit mótsins:  Kopur_20072014.xlsx

21.07.2014 22:32

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Fréttir af Hestaþingi Kóps.

Á ný afstöðnu Hestaþingi Kóps voru í fyrsta sinn veittir farandgripir, sem félagið fékk að gjöf í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Annars vegar var það áletraður skjöldur sem veittur er Fegursta gæðingi Kóps, gefinn af Vigni Siggeirssyni frá Snæbýli í Skaftártungu, nú bónda í Hemlu.

 Þokki frá Efstu-Grund var valinn fegursti gæðingur Kóps að þessu sinni og knapi á honum var Kristín Lárusdóttir og  varðveitir hún því gripinn nú í eitt ár.

Hinn gripurinn er „Silfurskeifan“ farandgripur sem  veittur er efsta hesti í eigu félagsmanns Kóps, í B-flokki gæðingi. Verðlaunagripurinn er  til minningar um Ásgeir Pétur Jónsson, gefinn af eiginkonu hans, Fjólu Þorbergsdóttur og börnum hans Jóni, Guðlaugu og Kristínu og fjölskyldum þeirra.

Efsti félagshestur í B-flokki gæðinga að þessu sinni var Öngull frá Prestbakka. Eigendur hans eru Ólafur Oddsson í Mörtungu og Jón Jónsson á Prestsbakka. Knapi var Árni Gunnarsson í Vík. Varðveita þeir því gripinn næsta árið.

Félagið færir Vigni, og Fjólu og fjölskyldu bestu þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

 
 

 

 

 

16.07.2014 12:42

Hestaþingi frestað fram á sunnudag!

Hestaþingi Kóps sem auglýst var á laugardaginn verður frestað fram á sunnudaginn 20. júlí.

Mótið hefst kl. 11.00.


16.07.2014 09:08

Hestaferð Kóps

Helgina 8.-10. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Mýrdalinn.

Takið helgina frá

Nánar auglýst síðar 

Ferðanefnd Kóps

09.07.2014 22:29

Vinnukvöld á Sólvöllum

 

Vinnufúsir félagsmenn og aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum miðvikudagskvöldið 16. Júlí n.k. kl. 19:00, og síðar ef einhverjum hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu, hamar, naglbít, skóflu, sleggju  ofl. Hressing að loknu verki.

Stjórn og mótanefnd.

Tenglar

Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2047
Gestir í gær: 428
Samtals flettingar: 217329
Samtals gestir: 40377
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:28