20.07.2013 10:33

Hestaþing Kóps / 50 ára afmælismót 27. og 28. júlí 2013.

Drög að Dagskrá:
 

Laugardagur 27. júlí:

Kl 11:00 Forkeppni í pollaflokki, barnaflokki, B- flokki gæðinga , unglinga-, ungmenna- og A- flokki. (pollaflokkur kláraður.)

Kl 18:00 Forkeppni í tölti. Opinn öllum.  

100 m fljótandi skeið.

Úrslit í tölti.

 

Skráningargjöld fyrir ungmenna-, A- og B- flokk og Tölt er 3.000 kr á hest og 1.500 í kappreiðar (hámark 12.000 á knapa) .

Skráningargjöld leggist inná 0317-26-3478 kt. 440479-0579. Kvittun sendist á fljotar@simnet.is.

 

Sunnudagur 28. júlí:

Kl 11.00 Hópreið, mótsetning              

Kl. 11.30 úrslit í, barna-, B- flokki, unglinga-, ungmenna og A- flokki.

Þrautabraut

Kl 13:30 Kappreiðar - opnar öllum. Skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

150 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -
 

Skráningargjöld í kappreiðar er 1.500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.
 

Skráning fer fram hér: SKRÁNINGARVEFUR  


Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 23. júlí.  
Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 4874725.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni . Það verður þó auglýst með fyrirvara.
 

Að tilefni 50 ára afmælis félagsins verður frítt fyrir áhorfendur inn á mótið.

 

Með kveðju og von um góða þátttöku.

Stjórn og mótanefnd Kóps

19.07.2013 15:11

Mótsskrá Hestaíþróttahátíðar USVS

IS2013KOP124  Hestaíþróttahátíð USVS Mótsskrá 20.7.2013 - 20.7.2013
 Mót: IS2013KOP124  Hestaíþróttahátíð USVS
 Mótshaldari: Hestamannafélögin Kópur og Sindri Sími: 4874725
 Staðsetning: Sindravelli, Pétursey
 Yfirdómari: Steindór Guðmundsson kt: 2101714799 sími: 8986266
 Dómari: Barbara Meyer kt: 1303685499 sími:  
 Dómari: Þórir Magnús Lárusson kt: 1901545569 sími:  
Tölt T1
Annað
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Björn Vignir Ingason Þokki frá Suður-Fossi Jarpur/milli- einlitt 28 Sindri Björn Vignir Ingason Nn Nn
Fjórgangur V1
Barnaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Tinna Elíasdóttir Hylling frá Pétursey 2 Jarpur/milli- einlitt 7 Sindri Vilborg Smáradóttir Krókur frá Ásmundarstöðum Elja frá Steinum
2 2 H Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauður einlitt 9 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Hvinur frá Egilsstaðakoti Iða frá Mosfelli
3 3 V Birgitta Rós Ingadóttir Erró frá Stóru-Heiði Jarpur/milli- einlitt 18 Sindri Birgitta Rós Ingadóttir Röðull frá Steinum List frá Stóru-Heiði
Fjórgangur V1
Unglingaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Elín Árnadóttir Blær frá Prestsbakka Brúnn/milli- einlitt 6 Sindri Jón Jónsson, Ólafur Oddsson Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Gígja frá Prestsbakka
2 2 V Þorsteinn Björn Einarsson Dropi frá Ytri-Sólheimum II Rauður/milli- stjörnótt 11 Sindri Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Hvammur frá Norður-Hvammi Elding frá Eyvindarmúla
3 3 H Harpa Rún Jóhannsdóttir Straumur frá Írafossi Brúnn/mó- einlitt 14 Sindri Harpa Rún Jóhannsdóttir, Hjördís Rut Jónsdóttir Sproti frá Hæli Orka frá Írafossi
Fjórgangur V1
Ungmennaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 H Kristín Erla Benediktsdóttir Bjarmi frá Sólheimakoti Jarpur/milli- skjótt 8 Sindri Andrína Guðrún Erlingsdóttir, Kristín Erla Benediktsdóttir Skrúður frá Framnesi Kapitola frá Hofsstöðum
2 2 V Hrafnhildur H Guðmundsdóttir Vísir frá Glæsibæ 2 Brúnn/milli- stjörnótt 7 Geysir Hafdal - Hestar ehf. Hróður frá Refsstöðum Vigga frá Hvassafelli
Fjórgangur V1
1. flokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Kristín Lárusdóttir Prýði frá Laugardælum Jarpur/milli- skjótt 6 Kópur Laugardælur ehf Álfur frá Selfossi Aða frá Húsavík
2 2 V Bjarki Guðmundsson Roði frá Þórunúpi Rauður/dökk/dr. einlitt 9 Geysir Sigurður Sigurþórsson Styrr frá Strönd Rauðka frá Þúfu
3 3 V Sara Rut Heimisdóttir Styrkur frá Strönd II Rauður/milli- blesótt 8 Geysir Valdimar Ómarsson Þrymur frá Álfhólum Halta-Blesa frá Strönd II
4 4 V Vilborg Smáradóttir Arfur frá Eyjarhólum Rauður/dökk/dr. einlitt 6 Sindri Vilborg Smáradóttir Andvari frá Ey I Brynja frá Eyjarhólum
Fimmgangur F1
Unglingaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Elín Árnadóttir Dalvör frá Ey II Jarpur/milli- skjótt 9 Sindri Árni Gunnarsson, Guðlaug Þorvaldsdóttir Baugur frá Víðinesi 2 Jörp frá Ey II
2 2 V Harpa Rún Jóhannsdóttir Strípa frá Laxárnesi Rauður/milli- skjótt 6 Sindri Hjördís Rut Jónsdóttir, Ingi Már Björnsson Borði frá Fellskoti Lyfting frá Krossi
Fimmgangur F1
1. flokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Sara Rut Heimisdóttir Sprengigígur frá Álfhólum Rauður/milli- blesótt glófext 6 Geysir Sara Ástþórsdóttir Glymur frá Innri-Skeljabrekku Gýgur frá Ásunnarstöðum
2 2 V Kristín Lárusdóttir Elding frá Efstu-Grund Rauður/milli- einlitt 7 Kópur Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon Þokki frá Kýrholti Katla frá Ytri-Skógum
Ráslisti
Tölt T1
Barnaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Birgitta Rós Ingadóttir Erró frá Stóru-Heiði Jarpur/milli- einlitt 18 Sindri Birgitta Rós Ingadóttir Röðull frá Steinum List frá Stóru-Heiði
2 2 V Tinna Elíasdóttir Von frá Eyjarhólum Rauður/milli- tvístjörnótt 5 Sindri Halldóra Jónína Gylfadóttir, Þorlákur Sindri Björnsson Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 Folda frá Eyjarhólum
3 3 V Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti Grár/rauður einlitt 9 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Hvinur frá Egilsstaðakoti Iða frá Mosfelli
Tölt T1
Unglingaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Elín Árnadóttir Blær frá Prestsbakka Brúnn/milli- einlitt 6 Sindri Jón Jónsson, Ólafur Oddsson Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Gígja frá Prestsbakka
2 2 V Þorsteinn Björn Einarsson Dropi frá Ytri-Sólheimum II Rauður/milli- stjörnótt 11 Sindri Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Hvammur frá Norður-Hvammi Elding frá Eyvindarmúla
3 3 H Harpa Rún Jóhannsdóttir Straumur frá Írafossi Brúnn/mó- einlitt 14 Sindri Harpa Rún Jóhannsdóttir, Hjördís Rut Jónsdóttir Sproti frá Hæli Orka frá Írafossi
4 4 V Elín Árnadóttir Lúkas frá Stóru-Heiði Brúnn/milli- einlitt 16 Sindri Sigríður Dórothea Árnadóttir Trausti frá Steinum Brá frá Reyni
Tölt T1
Ungmennaflokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Kristín Erla Benediktsdóttir Bjarmi frá Sólheimakoti Jarpur/milli- skjótt 8 Sindri Andrína Guðrún Erlingsdóttir, Kristín Erla Benediktsdóttir Skrúður frá Framnesi Kapitola frá Hofsstöðum
Tölt T1
1. flokkur
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 H Kristín Lárusdóttir Prýði frá Laugardælum Jarpur/milli- skjótt 6 Kópur Laugardælur ehf Álfur frá Selfossi Aða frá Húsavík
2 2 V Vilborg Smáradóttir Arfur frá Eyjarhólum Rauður/dökk/dr. einlitt 6 Sindri Vilborg Smáradóttir Andvari frá Ey I Brynja frá Eyjarhólum
Skeið 100m (flugskeið)
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Aðildafélag Eigandi Faðir Móðir
1 1 V Bjarki Guðmundsson Þotubleik frá Hólum Bleikur/álóttur einlitt 11 Geysir Kristinn Sigurður Hákonarson Dropi frá Bjarnanesi Þota frá Hólum
2 2 V Árni Gunnarsson Brynja frá Bræðratungu Brúnn/milli- einlitt 9 Sindri Jóna Þórey Árnadóttir Goði frá Miðsitju Brana frá Bræðratungu
3 3 V Rúnar Guðlaugsson Glæsir frá Dufþaksholti Brúnn/milli- skjótt 9 Geysir Bjarni Haukur Jónsson Askur frá Kanastöðum Skjóna frá Dufþaksholti

19.07.2013 15:09

Dagskrá hestaíþróttamóts USVS haldið í Pétursey 20. júní 2013

Mótið hefst klukkan 11.
 

11.00- Pollaflokkur T1 Annað

Fjórgangur  Barna       Unglinga   Ungmenna          Opinn flokkur

Fimmgangur                Unglingaflokkur                   Opinn flokkur

Tölt  Barna         Unglinga   Ungmenna Opinn flokkur

Úrslit Fjórgangur- Fimmgangur-Tölt

100 m Skeið

11.07.2013 14:28

Hestaíþróttahátíð USVS í Pétursey 20.júlí

Hestaíþróttahátíð USVS verður haldin laugardaginn 20. júlí. Hægt er að skrá sig með því að fara inná sportfengur.com og velja skráningakerfi.
 

Velja þarf Kóp sem hestamannafélag sem heldur mótið til að finna héraðsmótið.

Þeir sem ætla að skrá í pollaflokk þurfa að velja Tölt T1 Annað.
 

Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 18.júlí kl.23.59.

Ef vandamál koma upp við skráningu þá er hægt að hringja í Kristínu Lár í síma 4874725.
 

Það verður keppt í pollaflokki,  tölti og fjórgangi í barnaflokki, tölti, fjórgangi og fimmgangi í unglinga, ungmenna  og opnum flokki. Í lokin verður 100m skeið í opnum flokki.

 

Vonumst við til að sjá sem flesta keppendur á öllum aldri.
 

Hestamannafélögin Kópur og Sindri

08.07.2013 09:20

50 ára afmæli Hestamannafélagsins Kóps!

Kæru Kópsfélagar.

30. Júní 1963, var stofnfundur Hestamannafélagsins Kóps haldinn í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Félagið okkar varð því 50 ára þann 30. júní 2013.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!

Við fögnum þessum tímamótum með veglegu afmælismóti 27 og 28 júlí n.k. og síðan húllum hæi einhverntíma á komandi hausti.

Með kærri kveðju.

Stjórnin.

 

Til gamans fylgir hér  fundargerð stofnfundarins.

 

Sunnudaginn 30. Júní 1963 var haldinn stofnfundur að hestamannafélagi í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Mættir voru 24 fundarmenn.

Séra Gísli setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Bjarna á Laugarvatni er mættur var á fundinn.Síðan var séra Gísli kosinn fundarstjóri með lófaklappi.

Skipaði hann Helga í Hraunkoti fundarritara og las hann einnig upp fundargjörð fundar sem haldinn var  1.des. 1962 og var hún samþykkt.

Fundarstjóri gerði fyrirspurn til nefndarmanna sem kosnir voru á fundinum í vetur og mættir voru á þessum fundi, hver áhugi væri um stofnun Hestamannafélags. Töldu þeir að þó nokkur þátttaka myndi verða ef félag yrði stofnað. Þá tók til máls Bjarni á Laugarvatni. Lýsti hann starfsemi hestamannafélaga t.d. starfsemi  síns félags er heitir Trausti.Hvatti hann eindregið til að stofna hestamannafélag á þessum fundi þó fámennur væri og kjósa bráðabyrgðarstjórn.Fleiri tóku til máls og tjáðu sig fylgjandi tillögu Bjarna.

Var síðan samþykkt að stofna Hestamannafélag. Samþykkt var einróma tillaga frá Bjarna Bjarnasyni í Þykkvabæ að félagið héti Kópur.

Þá kom fram listi fyrir fundarmenn til að skrá sig í félagið og gerðust 19 manns  félagar á fundinum.

Samþykkt var að árgjöld félaga væri 100kr. Síðan var kosið í stjórn félagsins og voru þessir menn kosnir.

Sigurgeir Jóhannsson Bakkakoti með 17 atkvæðum.

Bjarni Bjarnason Þykkvabæ með 13 atkvæðum.

Séra Gísli Brynjólfsson með 10 atkvæðum.

Til vara Helgi Sigurðsson Hraunkoti.

Þá var rætt um að félagið færi í útreiðartúr í sumar og var helst stungið uppá að fara inn í Holtsdal sunnudaginn 28. Júlí og stjórninni falið að sjá um frekari undirbúning.

Fleirra ekki rætt á fundinum.

En strax að fundinum loknum flutti Bjarni Bjarnason á Laugarvatni mjög fróðlegt erindi um hesta og hestamennsku.

 

Helgi Sigurðsson.

 

11.06.2013 09:18

Á döfinni

Hestaþing Kóps verður haldið  27. og 28. júlí n.k. (helgin fyrir verslunarmannahelgi)
 

Hestaferðin verður farin  9.-11. ágúst n.k. (helgin eftir verslunarmannahelgi)

Að þessu sinni verður farið í Öræfin.

 

Allt nánar auglýst síðar þegar nær dregur.

 

Stjórnin.

11.06.2013 08:47

Fjórðungsmót á Austurlandi.

 

 

 

Fjórðungsmót á Austurlandi.

Haldið dagana 20. – 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði.


Skráning í keppnisgreinar:

1. Gæðinga- barna- unglinga og ungmennakeppni:

1 x keppandi fyrir hverja byrjaða 25 félaga.

Formenn hestamannafélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu í SportFeng. Senda skal
inn nafn og kennitölu knapa og hests. Sjá að öðru leyti lög og reglur LH.

Skráningargjald fyrir hvern keppanda er 4.000 krónur.
------------------------------------------------------------------

2. Töltkeppni og slaktaumatölt, er opið á landsvísu.

Ekki er krafist lágmarkseinkunnar. Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni
skráningu.

Keppt er í tveimur flokkum í tölti og einum flokki í slaktaumatölti:

Opinn flokkur: Atvinnumenn og meira vanir, 22 ára og eldri.

Áhugamannaflokkur: Minna vanir, fullorðnir og ungmenni 18-21 árs.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í
símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í töltkeppni er 5.000 krónur á keppanda.
---------------------------------------------------------------------

3. Fljúgandi 100m skeið, 150m og 250m skeið.

Opnar keppnisgreinar á landsvísu. Ekki er krafist lágmarkstíma.
Hver einstakur keppandi er ábyrgur fyrir sinni skráningu.

Skráning sendist í SportFeng. Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að fá í
símum: 847-1205 (Tobba), 865-3302 (Bryndís), 896-6465 (Pálmi).

Skráningargjald í skeiðgreinar er 5.000 krónur.

Síðasti skráningadagur og síðasti dagur til greiðslu skráningagjalda er 15. júní nk.

11.06.2013 07:51

Dagskrá Hestaþings Sindra

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013

Á Sindravelli við Pétursey.

Drög að Dagskrá:

Laugardagur 15. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning              

Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3500 kr á hest (hámark 14000 á knapa)

Kl 19:00 Opin töltkeppni.  1. verðlaun 50.000 kr í reiðufé

Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni

 

Sunnudagur 16. júní:

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)

100 m fljótandi skeið

150 m skeið -

250 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

 

Við skráningu er farið inn á Sindrasíðuna þar sem er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) og er hægra megin á síðunni.

Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri.   Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 11. júní.  Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Hlyn í síma 8481580.

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni og einnig að vera með sérstaka forkeppni í tölti og gæðingakeppni sé þátttaka óvenju mikil. Það verður þó auglýst með fyrirvara.

 

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

05.06.2013 09:26

Úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Úrtaka Kópsfélaga fyrir fjórðungsmót á Hornafirði fer fram á Sindravelli 15. júní n.k.(Félagsmót Sindra)

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir um skráningar hjá Kristínu í síma 8693486 eða á netfang sigmarhelga@simnet.is.

 

Stjórnin.

22.05.2013 07:48

Reiðskóli Kóps

Reiðskóli verður haldinn á vegum Hestamannafélagsins Kóps að Syðri Fljótum.

Hefst hann 3. júní og lýkur 9. júní (frí 8. júní ) .

Reiðkennari verður Kristín Lárusdóttir.

Síðasti skráningardagur í reiðskóla er 31. maí.

Boðið verður upp á kennslu fyrir alla aldurshópa.

Reiðskólinn er líka fyrir fullorðina. Vana sem óvana.

Því ekki að skrá sig í reiðskóla. Hestamennska er holl og skemmtileg útivera.

Nánari upplýsingar og skráning í Reiðskólann er hjá Kristínu Lár á fljotar@simnet.is.

 

Sjáumst í Reiðskólanum

Hestamannafélagið Kópur

20.05.2013 23:15

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2013.

Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2013.

Nr.  1 kom á miða   nr. 188

Nr.  2 kom á miða   nr. 136

Nr.  3 kom á miða   nr. 180

Nr.  4 kom á miða   nr. 157

Nr.  5 kom á miða   nr. 165

Nr.  6 kom á miða   nr.   95

Nr.  7 kom á miða   nr. 345

Nr.  8 kom á miða   nr. 383

Nr.  9 kom á miða   nr. 160

Nr. 10 kom á miða  nr.   71

Nr. 11 kom á miða  nr. 380

Nr. 12 kom á miða  nr. 356

Nr. 13 kom á miða  nr.   81

Nr. 14 kom á miða  nr.   57

Nr. 15 kom á miða  nr. 174

Nr. 16 kom á miða  nr. 134

Nr. 17 kom á miða  nr. 270

Nr. 18 kom á miða  nr. 333

Nr. 19 kom á miða  nr. 500

Nr. 20 kom á miða  nr. 193

13.05.2013 18:28

Tilkynning!

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa sér miða í Kóps happdrættinu. Dregið 20.maí.

Miðar eru til sölu hjá  Kristínu á Skriðuvöllum 5 eða í síma 8693486.

Stjórnin.

 

Vinningaskrá:

1.  Folatollur undir Klæng frá Skálakoti.

 2.  2 kg. humar í skel.

 3.  Folatollur undir Storm frá Herríðarhóli.

 4.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

 5.  Folatollur undir Trausta frá Blesastöðum 1A

 6.  Folald fætt 2013 frá Jórvík 1 undan Hagen frá Reyðarfirði.

 7.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

 8.  Folatollur undir Glað frá Prestsbakka.

  9.  Handprjónuð lopapeysa að eigin vali.

10.  Folatollur undir Freymóð frá Feti.

11.  2 kg. humar í skel.

12.  Folatollur undir Borða frá Fellskoti.

13.  Gjafakort kr. 15.000 þús.

14.  Folatollur undir Þröst frá Hvammi.

15.  Black og Decker juðari frá Húsasmiðjunni.

16.  Folatollur undir Óðinn frá Eystra-Fróðholti.

17.  Gjafabréf frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

18.  Folatollur undir Sævar frá Ytri-Skógum.

19.  Flís hestaábreiða frá Líflandi.

20.  Folatollur undir Hruna frá Breiðumörk.

 

08.05.2013 10:25

Dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+

3. Landsmót UMFÍ  50 + Vík í Mýrdal

Helgina 7-9.júní verður 3. Landsmót UMFÍ 50 + haldið í Vík í Mýrdal

 

DAGSKRÁ

Birt með fyrirvara um breytingar

 

Föstudagur 7. júní

 

Kl. 12:00–19:00         Boccia undankeppni

Kl. 20:00–21:00         Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

 

Laugardagur 8. júní

 

Kl. 08:00–08:30         Sundleikfimi, (opið öllum)

Kl. 08:00–19:00         Golf

Kl. 09:00-                   Ljósmyndamaraþon                          

Kl. 09:00-12:00          Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)

Kl. 09:00–11:30         Boccia úrslit

Kl. 10:00-12:00          Starfsíþróttir – dráttavélaakstur

Kl. 12:00–19.00         Bridds

Kl. 11:00–12:00         Zumba (opið öllum)

Kl. 12:00–14.00         Sund

Kl. 13:00–14:00         Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)

Kl. 13:00–15:00         Línudans

Kl. 13:00–16:00         Hestaíþróttir

Kl. 13:00–17:00         Skák

Kl. 14:00–15:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 14.00–18:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 16:00–18:00         Sýningar

Kl. 16:00–19:00         Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)

Kl. 20:30–21:00         Búfjárdómar

Kl. 20:00–21:00         Skemmtidagskrá (opið öllum)

 

Sunnudagur 9. júní

 

Kl. 08:00–08:30         Sundleikfimi (opið öllum)

Kl. 09:30- 12:30         Pútt

Kl. 09:00–12.30         Þríþraut

Kl. 09:00 -10:00         Ljósmyndamaraþoni lýkur

Kl. 09:00- 11:00         Kjötsúpugerð

Kl. 10:00 –12:00        Hjólreiðar (utanvegar 13 km)

Kl. 10:00–11:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 10:00–13:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 11:30–13:30         Starfsíþróttir – pönnukökubakstur

Kl. 10:00–14.00         Ringó

Kl. 10:00–14:00         Skák

Kl. 14:00–14:30         Mótsslit (opið öllum)

 

 

 

 

08.05.2013 10:22

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

 

Kæru félagar

 

Eins og þið vitið þá verður Landsmót UMFÍ 50 + haldið helgina 7. – 9. júní í  Vík í Mýrdal.

 

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti J og senda þessar upplýsingar á sem flesta. Allir geta tekið þátt í mótinu óháð félagsaðild að ungmennafélagi.  

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Auk  keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verður boðið upp á  ýmsa  afþreyingu fyrir keppendur og gesti. Hægt verið að fara í sögugöngu um Vík í Mýrdal, Zumba, sundleikfimi, kvöldvökur og enda kvöldið á dansleik. Því er óhætt að segja að eitthvað verður í boði fyrir alla.  

Keppnisgreinar á mótinu eru: Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals, boccia, bridds, golf, frjálsíþróttir, hestaíþróttir, línudans, pútt, ringó, skák, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur, kjötsúpugerð, ljósmyndamaraþon,búfjárdómar, sund, sýningar,  þríþraut og utanvegar hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins  www.landsmotumfi50.is.

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal 7. – 9. júní 2013 kát og hress :).

 

Mínar allra bestu kveðjur,

Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +

Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á sigurdur@umfi.is sími: 568-2929

 

 

05.05.2013 17:57

Fréttatilkynning FM2013

Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkjum í Nesjum, dagana 20. - 23. júní í sumar. 

Hestamannafélaginu Kóp hefur verið boðin þátttaka.

Sjá fréttatilkynningu frá Hornfirðing hér að neðan:

FM2013.fréttatilkynning.pdf

 

hornfirdingur.123.is

 

Tenglar

Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 259472
Samtals gestir: 45592
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 19:18:05