28.03.2012 10:29
Leiga á hestakerru
28.03.2012 10:27
Til allra krakka og foreldra þeirra á félagssvæði Kóps
19.03.2012 08:08
Heiðursfélagi Kóps
Á aðalfundi félagsins var Jens E. Helgason gerður að Heiðursfélaga Kóps.
Jens hefur verið meðlimur í Kóp í 40 ár og hefur unnið mikið og gott starf fyrir félagið.
Innilega til hamingju.
14.03.2012 12:39
Nefndir
Yfirlit yfir þær nefndir sem starfa á vegum félgsins má nú sjá undir valmöguleikanum "Nefndir" á valstikunni hér fyrir ofan.
14.03.2012 12:24
Ný stjórn
Ný stjórn var skipuð á aðalfundi félagsins:
Kristín Ásgeirsdóttir Formaður
Anton Kári Halldórsson Varaformaður
Sigurjón Fannar Ragnarsson Gjaldkeri
Kristín Lárusdóttir Ritari
Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir Meðstjórnandi
03.03.2012 01:10
Myndir óskast
Gaman væri að setja myndir hér inn á síðuna okkar. Ef þið eigið myndir frá starfsemi hestamannafélagsins, mótum, námskeiðum eða reiðtúrum þá endilega sendið þær á thorunn8@gmail.com.
21.02.2012 12:57
AÐALFUNDUR
Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps verður haldinn að Geirlandi föstudaginn 2. mars kl. 20.30.
Dagskrá fundarins verða venjulega aðalfundarstörf.
15.02.2012 15:13
Úrslit Folalda- og trippasýningar 11. febrúar 2012
Folalda- og trippasýning Hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri Fljótum 11. febrúar 2012. Úrslit
Folöld merar
Sæti Nr. Nafn Fæðingarstaður Litur Faðir Móðir Eigandi
1 IS2011285751 Eldborg Eyjarhólum Rauð leistótt F: Mjölnir Hlemmiskeiði 8,49 M :Perla Eyjarhólum 7,85 Sindri, Dóra, Maggi Ben og Rakel
2 IS2011285070 Dimma Prestsbakka Brúnstjörnótt F: Myrkvi Hvoli 8,13 M: Gígja Prestsbakka 8,08 Jón Jónsson og Ólafur Oddsson
3 IS2011285041 Tign Hörgslandi 2 Jörp F: Kolfinnur Sólheiheimatungu M: Skjóna Hörgslandi 2 Anna Harðardóttir
4 IS2011285700 Fjörgyn Sólheimakoti Jörp F: Tristan Árgerði 8,36 M: Fiðla Sólheimakoti Andrína Guðrún Erlingsdóttir
5 IS2011277746 Gjóska Litla Hofi Sótrauð F: Arður Brautarholti 8,49 M:Nótt Litla Hofi Gunnar Sigurjónsson
Hestfolöld
Nr. Nafn Fæðingarstaður Litur Faðir Móðir Eigandi
1 IS2011185 Þjálfi Seglbúðum Brúnstjörnóttur F: Þröstur Hvammi 8,59 M: Röskva Skarði Steinn orri og Leifur Bjarki
2 IS2011165653 Tindur Litla Garði Svartur F: Tristan Árgerði 8,36 M: Snerpa Árgerði Stefán Birgir Stefánsson
3 IS2011177 Gói Litla Hofi Rauðblesóttur F: Mjölnir Hlemmiskeiði 8,49 M: Góa Þjóðólfshaga Gunnar Sigurjónsson
4 IS2011185425 Sólon Hörgslandi 2 Grár/fæddur rauður F: Kjarni Þjóðólfshaga 8,30 M: Sól Jórvík 7,91 Sigurður Kristinsson
5 IS2011185457 Snjall Syðri Fljótum Móálóttur F: Sær Bakkakoti 8,62 M: Blædís S -Fljótum 7,64 Kristín og Brandur
Mertrippi
Nr. Nafn Fæðingarstaður Litur Faðir Móðir Eigandi
1 IS2010285071 Gná Prestsbakka Bleikálótt F: Kiljan Steinnesi 8,79 M: Gleði Prestsbakka 8,70 Jón Jónson og Ólafur Oddsson
2 IS2010285100 Diljá Kirkjubæjarklaustri 2 Rauð F: Mídas Kaldbak 8,34 M: Þokkadís Kirkjubæjarkl. 2 Fanney Ólöf og Sverrir
3 IS2010285528 Hrönn Suður-Fossi Dökkjörp F: Hnokki Fellskoti 8,52 M: Skerpla Tungufelli Hjördís Rut og Ingi Már
Hestrippi
Nr. Nafn Fæðingarstaður Litur Faðir Móðir Eigandi
1 IS2010185759 Fannar Eyjarhólum Grár/fæddur brúnn F: Már Feti 8,40 M: Hvesta Flekkudal Halldóra Gylfadóttir
2 IS2010185750 Rökkvi Eyjarhólum Korgjarpur F: Már Feti 8,40 M: Folda Eyjarhólum Halldóra Gylfadóttir
3 IS2010185101 Sleipnir Kirkjubæjarklaustri 2 Brúnn F: Bruni Skjólbrekku 8,18 M: Spurning Kirkjub.kl. 8,01 Ásgeir Örn Sverrisson
4 IS2009185100 Ljúfur Kirkjubæjarklaustri 2 Brúnn F: Skuggi Hofi 1 8,23 M: Spurning Kirkjub.kl. 8,01 Sigurður Gísli Sverrisson
5 IS2010165654 Jökull Litla Garði Grár/fæddur brúnn F: Jón Sámsstöðum M: Snerpa Árgerði Andrína Guðrún Erlingsdóttir
6 IS2010185700 Fáfnir Sólheimakoti Rauðnösóttur F: Glymur Innri Skeljabr 8,38 M: Fiðla Sólheimakoti Andrína Guðrún Erlingsdóttir
14.02.2012 13:24
Reiðnámskeið 17. og 18. febrúar
Reiðnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára 17. og 18. febrúar n.k. á Syðri-Fljótum. Kennari Kristín Lárusdóttir.
Eins og svo oft áður byggist þetta á fjölda þátttakenda til að af þessu geti orðið. Því biðjum við ykkur að skrá krakkana í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 15. febrúar hjá Kristínu Ásgeirsdóttur í síma 869 3486 sem veitir einnig nánari upplýsingar.
Þegar ljóst verður með þátttöku fáið þið upplýsingar um stund, kostnað og annað fyrirkomulag námskeiðsins. Vænt þætti okkur um það ef þið foreldrar góðir vilduð aðstoða okkur með þeim hætti að leita til vina, ættingja eða nágranna til að fá lánaða/leigða hesta fyrir ykkar barn. Það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku en mikil hjálp fyrir okkur.
Með kveðju og von um gott samstarf eins og alltaf áður.
Æskulýðsnefnd Kóps,
Stína, Harpa, Maja
10.02.2012 16:40
Kristín Lárusdóttir hestakona valin íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd Skaftárhrepps efndu sameiginlega til hófs í Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 14. janúar s.l. þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2011.
Íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi var valin Kristín Lárusdóttir hestakona.
Óskum við henni til hamingju.
10.02.2012 16:36
Könnun á áhuga félagsmanna á námskeiði
Hestamannafélagið vill kanna áhuga félagsmanna á því hvort þeir hafi áhuga á að skrá sig á námskeið.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Jón Geir í síma 8655427.
10.02.2012 16:34
AÐALFUNDUR
Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps verður haldinn 2. mars kl. 20.30.
Nánar auglýst síðar.
10.02.2012 16:33
Folalda og tryppasýning
Folalda og tryppasýning verður að Syðri Fljótum laugardaginn 11. febrúar 2012 kl. 13.00