27.10.2015 10:04
Folalda- og trippasýning
Folalda- og trippasýning
Sunnudaginn 8.nóvember kl. 14 stendur Hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri-Fljótum. Keppt verður í 4 flokkum.
Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssur og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2013 og 2014), hryssur og hestar. Síðasti skráningardagur er fimmtudagskvöldið 5.nóvember kl 21.00.
Skráningargjald er kr. 1000.
Dómari velur eigulegustu gripina en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.
Seld verður súpa.
Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:
Pálínu Pálsdóttur s. 8674919 eða palinapalsd@hotmail.com
Stjórn Hestamannafélagsins Kóps
27.10.2015 10:03
Spurningakeppni hestamanna
Hrossarækt ehf og LH eru að undirbúa spurningakeppni hestamanna sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Spurningarnar verða samdar af valinkunnum hestamönnum og verða um hestatengt efni. Þættirnir verða teknir upp í nóvember og gefst öllum hestamannafélögum innan Landssambands hestamannafélaga tækifæri á að senda lið sem líklega verða tveggja manna. Skráningar þurfa að berast fyrir 10. nóvember. Eru ekki einhverjir áhugasamir Kópsfélagar sem væru til með að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni?
Kveðja
Stjórn Kóps
08.10.2015 12:40
Úrslit af hestaþingi Kóps 2015
IS2015KOP125 - Hestaþing Kóps | |||||
Mótshaldari: Hestamannafélagið Kópur | |||||
Dagsetning: 25.07.2015 - 25.07.2015 | |||||
TÖLT T1 | |||||
Opinn flokkur - 1. flokkur | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
1 | Ásmundur Ásmundarson | Sæla frá Stafafelli | Vindóttur/móeinlitt | Hornfirðingur | 6,5 |
2 | Páll Bragi Hólmarsson | Vigdís frá Þorlákshöfn | Brúnn/mó-einlitt | Sleipnir | 6,3 |
3 | Hlynur Guðmundsson | Ástrós frá Hörgslandi II | Rauður/milli-skjótt | Hornfirðingur | 6,3 |
4 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Vaka frá Miðhúsum | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 6,2 |
5 | Hugrún Jóhannesdóttir | Heimur frá Austurkoti | Grár/rauðureinlitt | Sleipnir | 6 |
6 | Svanhildur Guðbrandsdóttir | Stormur frá Egilsstaðakoti | Grár/rauðureinlitt | Kópur | 5,8 |
7 | Heiðar Þór Sigurjónsson | Ketill frá Efstu-Grund | Rauður/milli-einlitt | Sindri | 4,7 |
8 | Guðmundur Jónsson | Skugga-Sveinn frá Hörgslandi II | Brúnn/milli-einlitt | Fákur | 4,5 |
9 | Lilja Hrund Pálsdóttir | Lýsa frá Reykjavík | Leirljós/Hvítur/milli-ei... | Sörli | 3,5 |
10 | Sigurlaugur G. Gíslason | Höður frá Geirlandi | Rauður/milli-einlitt | Kópur | 0 |
11 | Snæbjörg Guðmundsdóttir | Vinur frá Bjarnanesi | Jarpur/milli-einlitt | Hornfirðingur | 0 |
A úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
1 | Ásmundur Ásmundarson | Sæla frá Stafafelli | Vindóttur/móeinlitt | Hornfirðingur | 6,67 |
2 | Páll Bragi Hólmarsson | Vigdís frá Þorlákshöfn | Brúnn/mó-einlitt | Sleipnir | 6,5 |
3 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Vaka frá Miðhúsum | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 6,33 |
4 | Hugrún Jóhannesdóttir | Heimur frá Austurkoti | Grár/rauðureinlitt | Sleipnir | 6 |
5 | Hlynur Guðmundsson | Ástrós frá Hörgslandi II | Rauður/milli-skjótt | Hornfirðingur | 6 |
SKEIÐ 100M (FLUGSKEIÐ) | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Tími |
1 | Hlynur Guðmundsson | Krafla frá Efstu-Grund | Jarpur/milli-einlitt | Hornfirðingur | 8,45 |
2 | Friðrik Reynisson | Sleipnir frá Hlíðarbergi | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 8,5 |
3 | Hlynur Guðmundsson | Sólfaxi frá Eyri | Vindóttur/móeinlitt | Hornfirðingur | 9,05 |
4 | Gunnar Pétur Sigmarsson | Hilmir frá Hraunbæ | Brúnn/milli-einlitt | Kópur | 9,19 |
5 | Gunnar Ásgeirsson | Sólheimur frá Skjólbrekku í Lóni | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 0 |
6 | Heiðar Þór Sigurjónsson | Brenna frá Efstu-Grund | Rauður/milli-einlitt | Sindri | 0 |
7 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Stússý frá Sörlatungu | Vindóttur/jarp-einlitt | Hornfirðingur | 0 |
8 | Hlynur Guðmundsson | Óðinn frá Ytri-Skógum | Rauður/ljós-blesóttglófex | Hornfirðingur | 0 |
SKEIÐ 150M | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Tími |
1 | Friðrik Reynisson | Sleipnir frá Hlíðarbergi | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 17,36 |
2 | Gunnar Pétur Sigmarsson | Hilmir frá Hraunbæ | Brúnn/milli-einlitt | Kópur | 17,59 |
3 | Heiðar Þór Sigurjónsson | Brenna frá Efstu-Grund | Rauður/milli-einlitt | Sindri | 18,15 |
4 | Hlynur Guðmundsson | Óðinn frá Ytri-Skógum | Rauður/ljós-blesóttglófex | Hornfirðingur | 18,21 |
5 | Hlynur Guðmundsson | Sólfaxi frá Eyri | Vindóttur/móeinlitt | Hornfirðingur | 0 |
6 | Gunnar Ásgeirsson | Sólheimur frá Skjólbrekku í Lóni | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 0 |
A FLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Litur | Aðildarfélag eiganda | Einkunn |
1 | Álvar frá Hrygg | Páll Bragi Hólmarsson | Jarpur/milli-skjótt | Kópur | 8,13 |
2 | Þrá frá Fellskoti | Páll Bragi Hólmarsson | Brúnn/dökk/sv.einlitt | Kópur | 8,11 |
3 | Bylgja frá Lækjarbrekku 2 | Friðrik Reynisson | Brúnn/milli-einlitt | Hornfirðingur | 7,95 |
4 | Elding frá Efstu-Grund | Kristín Lárusdóttir | Rauður/milli-einlitt | Kópur | 7,93 |
5 | Gefjunn frá Lækjarbrekku 2 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Móálóttur,mósóttur/milli... | Hornfirðingur | 7,83 |
6 | Óðinn frá Ytri-Skógum | Hlynur Guðmundsson | Rauður/ljós-blesóttglófe... | Sindri | 7,44 |
7 | Þruma frá Fornusöndum | Svanhildur Guðbrandsdóttir | Brúnn/milli-einlitt | Kópur | 7,22 |
8 | Brenna frá Efstu-Grund | Heiðar Þór Sigurjónsson | Rauður/milli-einlitt | Sindri | 0 |
A úrslit | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Litur | Aðildarfélag eiganda | Einkunn |
1 | Álvar frá Hrygg | Páll Bragi Hólmarsson | Jarpur/milli-skjótt | Kópur | 8,29 |
2 | Gefjunn frá Lækjarbrekku 2 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Móálóttur,mósóttur/milli... | Hornfirðingur | 8,24 |
3 | Bylgja frá Lækjarbrekku 2 | Friðrik Reynisson | Brúnn/milli-einlitt | Hornfirðingur | 8,24 |
4 | Þrá frá Fellskoti | Páll Bragi Hólmarsson | Brúnn/dökk/sv.einlitt | Kópur | 8,14 |
5 | Elding frá Efstu-Grund | Kristín Lárusdóttir | Rauður/milli-einlitt | Kópur | 8,13 |
B FLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Litur | Aðildarfélag eiganda | Einkunn |
1 | Sæla frá Stafafelli | Ásmundur Ásmundarson | Vindóttur/móeinlitt | Hornfirðingur | 8,28 |
2 | Máttur frá Miðhúsum | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Jarpur/dökk-skjótt | Hornfirðingur | 8,21 |
3 | Þróttur frá Fornusöndum | Guðbrandur Magnússon | Rauður/milli-einlitt | Kópur | 8,15 |
4 | Heimur frá Austurkoti | Hugrún Jóhannesdóttir | Grár/rauðureinlitt | Sleipnir | 8,1 |
5 | Vinur frá Bjarnanesi | Snæbjörg Guðmundsdóttir | Jarpur/milli-einlitt | Hornfirðingur | 8,09 |
6 | Ástrós frá Hörgslandi II | Hlynur Guðmundsson | Rauður/milli-skjótt | Kópur | 8,06 |
7 | Stormur frá Egilsstaðakoti | Svanhildur Guðbrandsdóttir | Grár/rauðureinlitt | Kópur | 8,01 |
8 | Vaka frá Miðhúsum | Hlynur Guðmundsson | Rauður/milli-stjörnótt | Hornfirðingur | 8,01 |
9 | Höður frá Geirlandi | Sigurlaugur G. Gíslason | Rauður/milli-einlitt | Kópur | 7,87 |
10 | Ófelía frá Hvolsvelli | Arnhildur Helgadóttir | Móálóttur,mósóttur/milli... | Kópur | 7,82 |
11 | Prins frá Hraunbæ | Hulda Jónsdóttir | Rauður/dökk/dr.stjörnótt | Kópur | 7,59 |
12 | Potter frá Vestra-Fíflholti | Jóhannes Óli Kjartansson | Brúnn/milli-stjörnótt | Kópur | 7,24 |
13 | Nn frá Hátúnum | Þórunn Ármannsdóttir | Rauður/milli-blesóttglóf... | Kópur | 0 |
14 | Vigdís frá Þorlákshöfn | Páll Bragi Hólmarsson | Brúnn/mó-einlitt | Kópur | 0 |
15 | Skugga-Sveinn frá Hörgslandi II | Guðmundur Jónsson | Brúnn/milli-einlitt | Kópur | 0 |
16 | Gullmoli frá Egg | Þórunn Ármannsdóttir | Moldóttur/gul-/m-einlitt | Kópur | 0 |
A úrslit | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Litur | Aðildarfélag eiganda | Einkunn |
1 | Sæla frá Stafafelli | Ásmundur Ásmundarson | Vindóttur/móeinlitt | Hornfirðingur | 8,4 |
2 | Máttur frá Miðhúsum | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Jarpur/dökk-skjótt | Hornfirðingur | 8,28 |
3 | Heimur frá Austurkoti | Hugrún Jóhannesdóttir | Grár/rauðureinlitt | Sleipnir | 8,24 |
4 | Þróttur frá Fornusöndum | Guðbrandur Magnússon | Rauður/milli-einlitt | Kópur | 8,23 |
5 | Vinur frá Bjarnanesi | Snæbjörg Guðmundsdóttir | Jarpur/milli-einlitt | Hornfirðingur | 7,21 |
UNGLINGAFLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
1 | Svanhildur Guðbrandsdóttir | Stormur frá Egilsstaðakoti | Grár/rauðureinlitt | Kópur | 8,13 |
A úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Einkunn |
1 | Svanhildur Guðbrandsdóttir | Stormur frá Egilsstaðakoti | Grár/rauðureinlitt | Kópur | 8,33 |
STÖKK 300M | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Tími |
1 | Lilja Hrund Pálsdóttir | Lýsa frá Reykjavík | Leirljós/Hvítur/milli-ein | Sörli | 27,97 |
2 | Þórunn Ármannsdóttir | Gullmoli frá Egg | Moldóttur/gul-/m-einlitt | Kópur | 27,85 |
3 | Þórunn Ármannsdóttir | Nn frá Hátúnum | Rauður/milli-blesóttglófe | Kópur | 27,68 |
BROKK 300M | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Tími |
1 | Bjarney Jóna Unnsteinsd. | Máttur frá Miðhúsum | Jarpur/dökk-skjótt | Hornfirðingur | 51,07 |
2 | Gunnar Pétur Sigmarsson | Flugar frá Hraunbæ | Móálóttur,mósóttur/milli- | Kópur | 0 |
16.08.2015 09:33
Heimsmeistari í tölti.

Við heimkomuna voru nokkrir félagar úr Hmf. Kóp mættir á hlaðinu hjá henni og færðu henni blóm og tertu sem smá viðurkenningarvott fyrir hennar frábæru frammistöðu. Myndir sem teknar voru af því tilefni eru aðgengilegar í myndaalbúminu hér á heimasíðunni.
Stjórn Kóps.

27.07.2015 11:14
Hestaferð Kóps
Hestaferð kóps verður farin 7.-9. ágúst og verður haldið í Landeyjarnar í þetta sinn.
Á föstudeginum 7. verður lagt af stað frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum kl. 14.00.
Hægt verður að koma með hross í girðingu á fimmtudeginum ef það hentar fólki betur.
Á föstudegi verður riðið yfir gömlu Markarfljótsbrúna og endað að Grenstanga í Landeyjum.
Á laugardeginum verður riðið að Álfhólum ásamt því að riðið verður niður á fjöru.
Á sunnudeginum verður riðið upp með Hólsá/Þverá og endað að Hemlu.
Fararstjóri á laugardegi verður úr hópi heimamanna í A-Landeyjum en Vignir á Hemlu mun leiða hópinn á sunnudeginum.
Gisting verður að Grenstanga í Landeyjum í uppbúnum rúmum, sameiginleg
grillveisla verður á laugardagskvöldinu.
Kostnaði verður haldið í lágmarki en
áætlaður kostnaður er um 5-8 þús. á mann.
Skráningu um þáttöku þarf að vera lokið 31. júlí.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Ellu í Hlíð í síma 487-1363/848-1510, Hjalta
í Mörk í síma 487-4675 og Gísla á Geirlandi í síma 893-6940.
15.07.2015 15:56
Vinnukvöld á Sólvöllum
Vinnukvöld
á Sólvöllum.
Vinnufúsir félagsmenn og
aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum fimmtudagskvöldið 23. júlí n.k. kl. 19:00, og síðar ef einhverjum
hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir
sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu, skóflu, sleggju ofl. Hressing að loknu verki.
Stjórn og mótanefnd
15.07.2015 15:54
Hestamannamót Kóps 2015
Hestamannamót Kóps 2015
verður haldið á
Sólvöllum í Landbroti laugardaginn 25.
júlí n.k. og hefst kl. 10:00
Mótið er opið í
A- og B-fl. og Tölti.
Dagskrá verður eftirfarandi:
-Forkeppni í B-fl.(opinn öllum), barnafl., unglingafl., ungmennafl. og A-flokk (opinn öllum).
-Forkeppni í tölti. ( opin öllum).
-Matarhlé.
-Á mótinu verður sjoppa einungis opin í matarhléi, þar sem seldar verða grillaðar pylsur, gos og kaffi. Ath. enginn posi á staðnum.
-Mótssetning.
-Pollaflokkur
-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.
-Úrslit í tölti.
Kappreiðar:
-150 m. skeið
- 300 m. brokk
- 300 m. stökk
-100 m. skeið.
Skráningargjöld fyrir
ungmenna-A-og B-flokk og Tölt eru 3000
kr. á hest og 1500 kr. í kappreiðar
(hámark 12000 kr. á knapa) og greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt:
440479-0579. Kvittun sendist á netfangið palinapalsd@hotmail.com Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla
hefur borist.
Skráning er á heimasíðu Kóps,www. hmfkopur.123.is (Skráningarvefur
hægramegin á síðunni) og henni lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 22.júlí. Ef vandamál koma upp við
skráningu eða ef eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Pálínu
Pálsdóttir í síma 8674919.
Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á
reiðum höndum IS númer hestsins, kennitölu knapa og skráningargjaldið í
beinhörðum.
Ef breytingar verða á dagskrá verður það auglýst nánar og einnig birt á
heimasíðu Kóps www.hmfkopur.123.is sem
og aðrar nýjar upplýsingar um mótið ef einhverjar eru.
Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti
átt ánægjulegan dag með okkur.
Með kveðju
22.06.2015 14:54
Fjórðungsmót Austurlands 2015
Fjórðungsmót Austurlands 2015
Félögum í Kóp stendur til boða að senda 4 keppendur í hvern flokk á FM 2015 á Austurlandi.
Ef einhverjir félagsmenn hafa áhuga á þessu, vinsamlegast hafið þá samband sem fyrst við Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486.
Skráningar þurfa að berast fyrir 26. júní og fara þær fram í gegnum stjórn Kóps. Stjórn áskilur sér rétt til að ákvarða um þátttöku í gæðingakeppninni útfrá einkunnum og árangri keppenda á árinu.
Í opnu flokkana þ.e. tölt, skeið og opna stóðhestakeppni, er öllum frjáls þátttaka og þá er skráning og greiðsla skráningargjalda á ábyrgð knapa.
Upplýsingar um mótið er hægt að finna á heimasíðu Fjórðungsmóts Austurlands 2015.
Stjórn Kóps
21.06.2015 10:08
Úrslit í Firmakeppni Kóps 2015
Úrslit í Firmakeppni
Kóps 2015
Barnaflokkur:
1.
Svava Margrét Sigmarsdóttir
Þokki frá Uxahrygg
Firma: Ferðaþjónustan Hunkubakkar
Unglingaflokkur:
1.
Svanhildur Guðbrandsdóttir
Stormur frá Egilsstaðakoti
Firma: Krónus - Palli og María
2.
Lilja Hrund Pálsdóttir
Lísa frá Reykjavík
Firma: Herjólfsstaðir
Opinn flokkur:
1.
Kristín Lárusdóttir
Þróttur frá Fornusöndum
Firma:
Kirkjubæjarklaustur II
2.
Svanhildur Guðbrandsdóttir
Stormur frá Egilsstaðakoti
Firma: Lars -
Dýralæknaþjónustan Suðurlandi
3.
Guðbrandur Magnússon
Kjarkur frá Vík
Firma:
Hörgsland II
4.
Arnhildur Helgadóttir
Ófelía frá Hvolsvelli
Firma:
Skaftárhreppur
5.
Þórunn Ármannsdóttir
Gullmoli frá Egg
Firma:
Heilsuleikskólinn Kærabæ
16.06.2015 11:43
Firmakeppni/Þrautabraut.
Firmakeppni/Þrautabraut.
Skorum á sem flesta að koma og taka þátt í þrautabrautinni á morgun eftir firmakeppni Kóps á Sólvöllum.
Þetta er skemmtileg og auðveld braut sem allir ráða við. Verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
Endilega komið og verið með, ykkur til skemmtunar og ekki síður til að skemmta áhorfendum, því þetta er býsna áhorfendavæn keppnisgrein.
Hvetjum einnig alla til þátttöku í firmakeppninni.
Stjórnin.
12.06.2015 13:29
Vinningsnúmer í happdrætti Hestamannafélagsins Kóps 2015
Vinningur nr. 1 á miða nr. 240
Vinningur nr. 2 á miða nr. 277
Vinningur nr. 3 á miða nr. 92
Vinningur nr. 4 á miða nr. 214
Vinningur nr. 5 á miða nr. 46
Vinningur nr. 6 á miða nr. 153
Vinningur nr. 7 á miða nr. 323
Vinningur nr. 8 á miða nr. 104
Vinningur nr. 9 á miða nr. 344
Vinningur nr. 10 á miða nr. 89
Vinningur nr. 11 á miða nr. 259
Vinningur nr. 12 á miða nr. 29
Vinningur nr. 13 á miða nr. 170
Vinningur nr. 14 á miða nr. 135
Vinningur nr. 15 á miða nr. 152
Vinningur nr. 16 á miða nr. 352
Fjáröflunarnefnd Kóps þakkar góðar móttökur í þessu fjáröflunarverkefni félagsins.
12.06.2015 08:17
Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps
10.06.2015 16:02
Hestaferð Kóps
Minnum á árlega hestaferð Hmf. Kóps helgina 7.-9. ágúst 2015 (helgin eftir verslunarmannahelgi).
Endilega takið helgina frá og komið með í skemmtilega hestaferð.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
Ferðanefndin.
19.05.2015 08:40
Reiðskóli Kóps
Reiðskóli verður haldinn á vegum
Hestamannafélagsins Kóps að Syðri Fljótum.
Kennt verður 26.-29. maí og 1.-3. júní.
Síðasti skráningardagur í reiðskóla er 23.
maí.
Boðið verður upp á kennslu fyrir alla
aldurshópa. Vana sem óvana.
Verð: Fyrir krakka sem eru félagsmenn í
Kóp: 5000.- . Aðrir 12.000.-.
Því ekki að skrá sig í reiðskóla. Hestamennska
er holl og skemmtileg útivera.
Nánari upplýsingar og skráning í reiðskólann
er hjá Kristínu Lár á fljotar@simnet.is
eða sími 4874725.
Sjáumst í Reiðskólanum
Hestamannafélagið Kópur