06.03.2013 20:52

Breytt dagsetning á firmakeppni Kóps

Firmakeppni Kóps verður haldin 13. apríl ekki 20. apríl eins og áður hefur verið auglýst.

19.02.2013 09:58

Tilkynning til félagsmanna Kóps.

Fjórðungsmót verður haldið á Hornafirði  21.-23. júní n.k.

Hornfirðingar hafa boðið okkur að taka þátt.

Sindramenn verða með úrtöku fyrir mótið samhliða félagsmótinu sínu og hafa góðfúslega leyft okkur að vera með í því.

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórnin

18.02.2013 07:37

Menningarferð Kóps

Menningarferð hestamannafélagsins Kóps verður farin 14. Mars.

Lagt verður af stað um hádegi. Nánar auglýst síðar hér á heimasíðunni.

Ætlunin er að fara og sjá Töltkeppni Meistaradeildarinnar sem verður um kvöldið. Einnig verður farið í heimsókn til Páls og Hugrúnar í Austurkoti.

Þeir sem hafa hug á að koma með  eru beðnir að hafa samband við Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is ekki seinna en 4.mars.

 

Reiðnámskeið verður með Páli Braga 6 og 7 apríl ef næg þáttaka fæst.

Þeir sem vilja koma á námskeið vinsamlegast skrái sig hjá Kristínu Lár í síma 4874725 eða á fljotar@simnet.is  ekki seinna en 4.mars. Þeir sem komu á námskeið hvattir til að skrá sig og það verður pláss fyrir fleiri.

07.02.2013 09:08

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

verður haldinn á Hótel Geirlandi föstudaginn 15. febrúar n.k. kl. 20:30

Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

15.01.2013 12:48

Reiðnámskeið og fleira hjá hestamannafélaginu Kópi

Reiðnámskeið og fleira  hjá hestamannafélaginu Kópi

 

Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið 26 og 27.janúar. Námskeiðið verður haldið að Syðri Fljótum. Reiðkennari verður Páll Bragi Hólmarsson. Verð ca. 15000,-

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Kristínu Lárusdóttir í síma 4874725 eða fljotar@simnet.is.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 23.janúar.

 

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga sem eiga hest eða geta útvegað sér hest verður haldið fljótlega. Þeir sem hafa áhuga á því skrái sig hjá Kristínu Lárusdóttir í síma 4874725 eða fljotar@simnet.is.  

Hugmyndin ef þáttaka verður að hittast nokkrum sinnum í vetur. Fyrsti tími td.um  helgi en síðan td. kl. 17 á miðvikudögum 1x eða oftar í mánuði, það fer eftir því hvernig stemmingin verður. Ef vel gengur væri gaman að senda  krakkana með atriði á Selfoss 14.apríl á Hestafjör.

 

Farið verður í hópferð á töltkeppni Meistaradeildar sem haldin er 14.mars ef næg þáttaka verður. Nánar auglýst síðar.

 

Aðalfundur Kóps verður haldinn 15.febrúar. Nánar auglýst síðar

 

Stjórn hestamannafélagsins Kóps

28.12.2012 20:35

Námskeið!

Jæja hestamenn. Hvers konar námskeiði hafið þið áhuga á?

Við í stjórninni myndum vilja bjóða upp á tvískipt námskeið. Fyrri hluta í janúar og seinni hluta í febrúar eða mars. (Heimaverkefni á milli).

Hvað segið þið um frumtamningarnámskeið?

Endilega komið með fleiri hugmyndir á netfangið sigmarhelga@simnet.is sem allra fyrst.

 

Kv. Stjórnin

22.12.2012 14:00

Jólakveðja.

 

Kópsfélagar og Skaftfellingar nær og fjær.

 

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Þakka öllum þeim sem unnu fyrir félagið eða styrktu það með einum eða öðrum hætti, á árinu sem er að líða.

Megi nýja árið færa ykkur glæsta sigra á öllum sviðum hestamennskunnar.

 

F.h. Hestamannafélagsins Kóps

Kristín Ásgeirsdóttir

25.11.2012 20:04

Buff til sölu.

Buff til sölu.

 

Eigum ennþá til sölu buffin með áprentuðu félagsmerkinu.

Nauðsynlegt undir hjálminn núna þegar fer að kólna,

sniðugt að stinga með  í jólapakkann og mjög ódýr, aðeins kr. 1500.

 

Kv. stjórn Kóps.

 

 

12.11.2012 16:32

Knapamerkja- og prófdómaranámskeið

 

Knapamerkja- og prófdómaranámskeið.
 
Sunnudaginn 18. nóvember verður boðið upp á fræðsludag og námskeið um
Knapamerkin auk þess sem prófdómurum verður boðið upp á að uppfæra
dómararéttindi sín og nýjum að spreyta sig á að taka próf. Fyrri hluti námskeiðsins verður
öllum opinn sem áhuga hafa á að fræðast um Knapamerkin eða ætla sér að bjóða upp á
Knapamerkjanámskeið í vetur. Seinni hluti námskeiðsins er einungis hugsaður fyrir þá
aðila (reiðkennara) sem hyggjast taka prófdómarapróf.
 
Ath. Þeir sem eru með prófdómararéttindi verða mæta á þetta námskeið og taka
prófdómaraprófið til að viðhalda núverandi réttindum.
 
Skráningu í prófdómarahluta námskeiðsins lýkur föstudagskvöldið 9 nóvember.
 
Staðsetning – Fáksheimilið og Reiðhöllin í Víðidal
 
Dagsetning - 18 nóvember frá klukkan 10:30 til 18
 
Verð
Það er frítt á fyrri hluta námskeiðsins en verð fyrir þá sem mæta á prófdómaranámskeið
er 20.000 krónur og innifalið í því er kaffi og snarl yfir daginn auk próftökugjalds.
 
Dagskrá
Klukkan: 10:30 – 10:45 Kynning Helga Thoroddsen
Klukkan: 10:45 – 11:15
Erindi: Arndís Brynjólfsdóttir, reiðkennari.
Reynslan af Knapamerkjunum í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra.
Kaffihlé
Klukkan: 11:30 – 12:00
Erindi: Rósa Kristinsdóttir og Oddný Erlendsdóttir.
Fjalla um reynsluna af því að vera nemandi í Knapamerkjum. Báðar hafa lokið
prófi á 5. Stigi Knapamerkjanna.
Klukkan: 12:00 – 12: 15 Fyrirspurnir og umræður
 
Þessi fyrri hluti námskeiðsins er öllum opinn sem áhuga hafa á að kynna sér
Knapamerkin og leita upplýsinga um þau.
 
Matarhlé
Klukkan 13:00 – 13:30
Farið yfir helstu verkefni Knapamerkjanna þessa dagana og hvað er framundan.
Umræður
Klukkan 13: 40 - 15:30
Farið yfir helstu áhersluatriði í prófum og æfð prófdæming af myndböndum.
Kaffihlé
Klukkan 16:00 – 18:00
Prófdómarapróf
 
Þessi hluti námskeiðsins er opinn reiðkennurum sem hyggjast kenna
Knapamerkjanámskeið og prófdómurum sem vilja uppfæra prófdómararéttindi sín.
Dæmd verða 2 próf á hverju stigi Knapamerkjanna og prófgögnum skilað til prófdómara.

12.11.2012 16:31

Til félagsmanna í Hmf. Kóp, 18 ára og eldri.

 

Til félagsmanna í Hmf. Kóp, 18 ára og eldri.
 
Laugardagskvöldið 24. nóv.n.k. býður Hmf. Sindri félagsmönnum í Kóp 18 ára og eldri að koma út yfir
sand og taka þátt í skemmtun með þeim.Aðgangseyrir er kr. 5000.00 og þátttökutilkynningar þurfa að
berast í síðasta lagi 18.nóv.
 
Allar aðrar nánari upplýsingar þurfið þið að nálgast í síma 8693486 hjá Kristínu Ásgeirsdóttir sem
einnig tekur við þátttökutilkynningunum. Við skorum á ykkur að hafa samband.
 
Með kveðju
 
Stjórn Kóps.

11.11.2012 19:53

Úrslit folalda- og trippasýningar Kóps 11. nóvember 2012

Sunnudaginn 11. nóvember var haldin folalda- og trippasýning að Syðri Fljótum.                                                                                                      

Dómari var Pétur Halldórsson og aðstoðarmaður Árni Gunnarsson.

Á eftir var kaffi og kökur.

Hér er komið nýtt myndaalbúm

 
 

 

 

 

09.11.2012 21:36

Folaldasýningunni frestað til sunnudags 11. nóv.

 

Vegna slæmrar veðurspár á morgun, laugardag, höfum við ákveðið að fresta folaldasýningunni á Syðri-Fljótum
til næsta dags þ.e. sunnudagsins 11. nóv. kl 13.00.
Það spáir allavega betur þá.
 
Stjórnin.

17.10.2012 08:08

Enn er hægt að kaupa peysur!

 

Félagsmönnum Kóps stendur til boða að kaupa peysur eins og voru til sölu í sumar frá 66°Norður. Verða þær á svipuðu verði og í sumar.

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við

Kristínu Ásgeirsdóttur sigmarhelga@simnet.is /   8693486 eða Kristínu Lárusdóttur fljotar@simnet.is  /4874725 sem fyrst.

08.10.2012 07:43

Folalda- og trippasýning

 

Folalda- og trippasýning        

 

Laugardaginn 10.nóvember kl. 13 stendur hestamannafélagið Kópur fyrir folalda- og trippasýningu að Syðri Fljótum. Keppt verður í 4 flokkum.

Í folaldaflokki eru 2 flokkar, hryssu og hestar. Síðan verður trippaflokkur (fædd 2010 og 2011), hryssur og hestar.

Skráningargjald er kr. 1000.

Dómnefnd velur eigulegasta gripinn en áhorfendur fá líka að segja sína skoðun.

Kaffisala

 

 

Skráning og nánari upplýsingar fara fram hjá:

Kristínu Lárusdóttur s. 4874725 eða fljotar@simnet.is

06.10.2012 11:42

Áríðandi félagsfundur

 

Áríðandi  félagsfundur.

 

Hestamannafélagið Kópur auglýsir áríðandi félagsfund kl. 20:30 þriðjudagskvöldið 9.október n.k. á Hótel Klaustri.

 

Efni fundarins:

 Ákvörðun um framtíðar mótssvæði félagsins.

Reiðvegamál.

Önnur mál.

 

Félagsmenn, fjölmennum á fund.

Stjórn Kóps.

Tenglar

Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 259472
Samtals gestir: 45592
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 19:18:05